Föstudagur, 5. júlí 2013
Gerist af sjálfu sér
Hérna hafa störfum fjölgað í USA. Hið opinbera skipti sér ekki af.
Á Íslandi á það auðvitað að vera sama.
Ríkið á einfaldlega að einfalda regluverkið. Lækka skatta og um leið afnema allar skattaívilnanir til einstakra fyrirtækja.
Álver á að vera byggt á markaðsforsendum. Eins og staðan er nú er það ekki hagkvæmt. Bjarni vill skikka Landsvirkjun að selja orku á undirverði. Þá erum við að tala um sovéska leið sem á ekki að fara.
Treystum á frumkvæði einstaklinga að fjölga störfum.
kv
Sleggjan
![]() |
195 þúsund ný störf í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
,,Bjarni vill skikka Landsvirkjun að selja orku á undirverði."
Já, það var nefnilega það !
Hvers vegna sagði sjálfstæðisflokkurinn þetta ekki fyrir kosningar ?
Var það öll erlenda fjárfestingin sem sjálfstæðisflokkurinn talaði svo mikið um á síðasta kjörtímabili ?
Hvernig á Bjarni Benediktsson, sem er ofurdekraður, fæddist með silfurskeið í munni og labbaði bara inn í lífeyrissjóðina til að ná í peninga gamla fólksins, svo engeyjar fjölskyldan gæti haldið áfram að lifa á okkur hinum eins og hún hefur alltaf gert ? Ætlast til að allir gleymi stuldinum á lífeyrir gamla fólksins !
JR (IP-tala skráð) 6.7.2013 kl. 00:03
Bjarni gaf það sterklega í skyn.
http://www.visir.is/skodad-hvort-landsvirkjun-utvegi-orku-til-helguvikur/article/2013130529248
Skoðað verður hvort Landsvirkjun geti útvegað raforku til álversins í Helguvík, ef orkan fæst ekki annars staðar frá,
„Það er samstaða milli flokkanna um það að styðja eins og hægt er uppbyggingu álversins í Helguvík. Ef það er niðurstaðan að það tekst ekki að ná samningum um orkuöflun til verkefnisins þá munum við skoða það hvort einhverjir aðrir, eins og til dæmis Landsvirkjun, gætu stigið inn í þessa mynd vegna þess að uppbyggingin sem slík er svo mikilvæg fyrir svæðið og verkefni fyrir landið í heild."
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 6.7.2013 kl. 05:28
Sæll.
Getur verið að Bjarni átti sig kannski á því að í bili gengur LV erinda félagshyggjuflokkanna? Getur verið að arðsemiskröfur LV séu óraunhæfar? Fattar LV að fyrirtækið er að verðleggja sig út af raforkumarkaðinum?
Þessar tölur um störf í USA er voðalega holar. Flest þau störf sem orðið hafa til í USA eru láglaunastörf. Þetta er bóla, kanagreyin eiga eftir að lenda í hrikalegum skell innan ekki svo margra ára. Málið er nefnilega að hið opinbera er farið að skipta sér að öllu mögulegu og ómögulegu þar og þá er ekki að spyrja að leikslokum. Til að slá á atvinnuleysið þarna úti þurfa að verða til rúmlega 300.000 störf á mánuði árum saman. Þetta er því ekki eins flott og ætla mætti.
Helgi (IP-tala skráð) 6.7.2013 kl. 09:55
Peter Schiff kemur alltaf með skemmtilega hlið á málunum
http://www.youtube.com/watch?v=MUG3ypDg-OA&feature=youtu.be
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.7.2013 kl. 13:17
Ja, Peter flottur. Mætti halda að hann væri Repúblikani að tala á móti Obama og hans stjórn sem eru Demókratar.
Annars ef heimildir hans eru réttar þá finns mér persónulega slæmt að framleiðslustörf séu að fækka en þjónustustörf (aðallega matsölustaðr og hótelstörf ) séu að aukast.
Svo part time vs full time þarf að skoða nánar.
Hann allavega talaði ekki á móti því að störfum hefur fjölgað um þessa tölu sem er jákvætt sama hvernig litið er á það.
kv
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 6.7.2013 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.