Þingmenn í hagræðingarnefnd

Íslenskir þingmenn hafa það að atvinnu að eyða pening skattborgara.

Þá er stofnuð nefnd sem á að koma með tillögur að hagræðingu. Í stað þess að velja sérfræðinga þá er leitað til þingmanna.

Hérna er hópurinn. Í sviga eru mín skrif og mitt álit:

Hagræðingarhópurinn starfar undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar alþm.( Undir STJÓRN Ásmundar, þessi maður er meistari í að finna tillögur sem fela í sér fjáraustur ríkisins. Er einnig snillingur að halda í kerfi sem sogar til sín pening, t.d. landbúnaðarkerfið. Ætli Ásmundur komi með tillögur til að draga úr því? ) og í honum sitja auk hans Guðlaugur Þór Þórðarson alþm (Guðlaugur er líklegastur til þess að gera góða hluti í þessari nefnd, Hann gerði sitt besta sem heilbrigðisráðherra og reyndi að stoppa sjálftöku hjúkrunarfræðinga og sparnað, en var köttaður af)., Vigdís Hauksdóttir alþm (Hún er svipuð og Ásmundur, enga tilfinningu fyrir hvað hlutir kosta. Enda lofaði hún í annarri hverri setningu peningum hægri vinstri í kosningasjónvarpinu þegar talað var um velferðar og heilbrigðismál, ég man þetta skýrt því þessi fjáraustur sem hún lofaði var svakalegt, milljarðar tugir). og Unnur Brá Konráðsdóttir alþm (Þekki ekki hennar störf, skila auðu).

kv

Sleggjan


mbl.is Aðgerðir til hagræðinga hjá stofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

því miður er ljóst að landbúnaðurinn sleppur alveg við niðurskurð.

Bæði vegna ásmundi sem er formaður og svo Vigdís hauks er nátengd Guðna Ágústsssyni og togaði hann í nokkra spotta til að koma henni á listann árið 2009. 

Það sæti var boðið Agla Helgasyni fyrst.......    

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 6.7.2013 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband