Fimmtudagur, 4. júlí 2013
Alvarlegt mál
Það er alvarlegt mál þegar forstjóri OR er pólitiskur og reynir að stýra fyrirtækinu í þrot til þess að uppfylla þarfir umhverfisverndarsinna í VG
hvells
![]() |
Pólitísk framsetning á vandanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Er ekki við þessu að búast þar sem OR er ekki einkafyrirtæki heldur undir pólitískri stjórn?
Ég fæ ekki betur séð en LV hafi dansað eins og Vg vildi á sínum tíma og sá dans kostaði þjóðarbúið milljarða. Sparka þarf öllum núverandi toppum LV, við höfum ekki efni á svona snilld.
Helgi (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 12:46
rétt er það
lv gaf það út að vilja fara eftir stefnu ríkisstjórnar
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.7.2013 kl. 13:49
@2: Áhugavert að heyra það, vissi ekki að þeir hefðu gefið það beint út.
Vandinn við frammistöðu LV á nýliðnu kjörtímabili er að verulegar líkur eru á að við höfum misst af vagninum.
Verð á jarðgasi, sem hægt er að brenna og búa til raforku, fer lækkandi sem þýðir að raforkuverð fer sennilega lækkandi. Getum við þá keppt? Ég óttast það það verði erfitt fyrir okkur - sérstaklega ef LV kemur fram með óraunhæfar arðsemiskröfur - arðsemiskröfur og kröfur um raforkuverð sem verðleggja okkur einfaldlega út af markaðinum. Raforkumarkaðurinn er samkeppnismarkaður. Gagnaversmenn, sem vildu byggja á Suðurnesjum, fóru vegna þess að LV heimtaði hærra verð en þeim stóð til boða í USA. Það var dýrt klúður.
Svo má heldur ekki gleyma framkomunni við Alcoa eftir að þeir voru búnir að eyða 2 milljörðum og 5 árum í að skoða Bakka. Þeir flýta sér ábyggilega hægt hingað aftur.
Allt þetta klúður kostar okkur auðvitað heilmikið. Hvað ætli ríki og sveitarfélög hafi orðið af miklum tekjum ef byrjað hefði verið á framkvæmdum við Bakka og tengdum Bakka í upphafi síðast kjörtímabils? Hve margir hefðu getað fengið vinnu við þær framkvæmdir? Sennilega hundruð manna. Hvað með gagnaverið sem aldrei verður byggt? Held að sú summa sé heldur lægri en það breytir litlu, klúður sem kostar verulega fjármuni.
Frammistaða LV gagnvart Alcoa á Bakka og gagnaversmönnunum held ég að hljóti að hafa kostað okkur tugi milljarða!! Hræðilega fáir sjá það :-( Það er fullnægjandi, moka þarf flórinn innan LV. Ef þetta fólk er svona hæft getur það kostað einkafyrirtæki fjármuni, ekki skattgreiðendur.
Hvenær ætli við heyrum næst um fyrirtæki sem vill kaupa orku af okkur í miklu magni? Það verður einhver bið í það :-(
Helgi (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.