Fimmtudagur, 4. júlí 2013
spurning
Eftir allt þetta má deila um hvaða sparnaður mun nást.
Allar þessar undanþágur og skriffinnskan sem fylgir því
hvells
![]() |
Skólaárið undir í stað annar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það á ekki að spara á LÍN, þvert á móti. Peningarnir til LÍN eiga að koma annars staðar frá. T.d. á að spara í málaflokkum eins og utanríkisþjónustu um 90% og leggja niður fríðindi þingmanna. Reka þúsundir af óþarfa embættismönnum sem hafa verið ráðnir pólítískt. Leggja niður óþarfa stöður og deildir hjá hinu opinbera. Og það á ekki að lækka veiðigjaldið. Fleiri tekjur í þjóðarbúið eiga einnig að koma frá uppbyggingu annarra atvinnuvega, sér í lagi útflutningsiðnaðs í framleiðslugreinum.
Að vera stöðugt að berja á stúdentum eyðileggur menntakerfið. Námið í Raunvísindum í HÍ er nefnilega gríðarlega erfitt. Kröfurnar varðandi námslán hér á landi eru yfirgengilegar. Á hinum Norðurlöndunum fá allir nemar á háskólastigi styrk frá ríkinu. Hér á landi er fólk allt lífið að greiða aftur þessi verðtryggðu námslán, þar sem höfuðstóllinnn heldur áfram að hækka.
Varðandi námsframvindu, þá hefur LÍN ekkert tillit tekið til erfiðrar stöðu erlendra námsmanna og farið fram með bál og brand og sent lán til innheimtu þótt fólk væri enn í námi og hefði ekki fengið lán árum saman vegna óraunsærra krafna. Og að standast próf í HÍ fyrir erlendan nemanda þegar öll kennslan fer fram á íslenzku er mjög erfitt, því að það er ekkert gefið eftir í einkunnargjöf. Ef dæmi er ekki leyst 100%, fær nemandinn 0 í staðinn fyrir að fá hlutfallslega rétt fyrir það sem er rétt. Um leið og mál er komið til lögfræðings, skella þessir hrægammar 100% ofan á skuldina.
Nei, það á ekki að spara neitt við LÍN, það á að sljákka á kröfunum. Ísland er ekki aðeins mjög aftarlega á merinni hvað varðar kjör stúdenta, heldur að renna undir taglið og inn í ...
Við ætlum að skrifa bréf til Illuga og biðja hann um að breyta lögum um endurgreiðslu námslána í sérstökum tilfellum til að gefa enn meira svigrúm, því að hingað til hafa allar skírskotanir til mannúðarsjónarmiða fallið í grýtta jörð vegna harðneskjulegra reglna sjóðsins.
Austmann,félagasamtök, 4.7.2013 kl. 13:28
nú þarf að spara í ríkisrekstri og þú færð plús fyrir það að nefna hluti sem á að skera niður í staðinn.
vonandi lætur þú þann þátt fylgja í bréfinu til illhuga
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.7.2013 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.