Hagfræðingurinn með furðulega tillögu

Lilja Mósesdóttir vill innleiða 90% húsnæðislán.

Það sem olli miklu tjóni á Íbúalánasjóði.

Ef 90% lán væru skynsamleg þá væri verið að veita þau í dag á almennum lánamarkaði. Það er hinsvegar ekki gert.

Lilja er þá að tala um að hið opinbera skal veita 90% lána. Og þá með ríkisábyrgð.

Það er glapræði.

Lilja hefði kannski viljað bera persónulega ábyrgð ef það væri farið eftir þessu sem hún segir? Efast um það.

kv

Sleggjan


mbl.is Lilja vill taka upp 90% lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hvenær var farið mikið eftir hennar orðum???

Kanski menn ættu að skoða það fyrst, allavega sýnist mér að margt, ef ekki flest af því sem hún hefur komið með hafi verið góðar hugmyndir.

Hvað gerðu hinir??? Þeir vildu ekki neitt enda hefði það bætt hag fólksins, því fór sem fór...

Hugsa að ef menn hættu að fara eftir bulli gerfihagfræðinganna og færu kanski aðeins eftir því sem Lilja kemur með þá væri kanski aðeins betra ástand hér á landi...

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 4.7.2013 kl. 09:11

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

" föstum óverðtryggðum vöxtum"

úfff

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.7.2013 kl. 09:37

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég geri ráð fyrir að Ólafur sé að djóka.

LOL  :)

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.7.2013 kl. 09:38

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Ólafur

Hver ætlar að lána 90% á föstum óverðtryggðum vöxtum?

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 4.7.2013 kl. 12:51

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér eru því miður borin saman epli og appelsínur.

Það voru ekki 90% lán sem ollu vanda Íbúðalánasjóðs, heldur sú staðreynd að þau eru verðtryggð og strúktúreruð með neikvæða eignamyndun.

Tillaga Lilju gengur út á að lán verði ekki verðtryggð framvegis.

Hver ætlar að lána 90% á föstum óverðtryggðum vöxtum?

Það er góð spurning. Að sama skapi má þá spyrja:

Hver ætlar framvegis að byggja viðskiptamódel sitt á verðtryggðum jafngreiðslulánum, hafandi séð afleiðingarnar í tilviki Íbúðalánasjóðs?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2013 kl. 14:34

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bankar bjóða uppá verðtryggti, óverðtryggt svo er hægt að blanda þessu saman einnig.. t.d í Íslandsbanka.

Þannig að svarið er einfalt: Bankarnir.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.7.2013 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband