Þriðjudagur, 2. júlí 2013
Sönnun
Þetta er bara enn ein sönnunin að stjórnmálamenn og embættismenn kunna ekki að reka fyrirtæki.
Það á að leggja þetta apparat niður til að lágmarka skaðann til framtíðar.
Þetta "lánabatterí" er búið að kosta okkur nógu marga milljarða nú þegar.
hvells
![]() |
Mistök sem kostað hafa tugi milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er það ekki eins og að plægja alla vegi í tætlur og planta trjám til að koma í veg fyrir umferðarslys? Skera af sér fótinn svo maður fái ekki hælsæri? Og flytja til Kína svo maður þurfi ekki að hlusta á Bylgjuna á rakarastofum?
Espolin (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 14:36
nei
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2013 kl. 14:46
Er ekki aðal atriðið að komast hjá því með einhverjum hætti að spilltum framsóknarmönnum sé haldið frá stjórnun sjóðsins?
E (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 15:19
Einfaldasta lausnin á vanda Ríkissjóðs af völdum Íbúðalánasjóðs er að breyta vandamálinu úr vandamáli Ríkissjóðs í vandamál Íbúðalánasjóðs, eins og það hefði átt að vera allan tímann. Þetta er hægt að gera með því að breyta honum núna strax í hlutfélag og póstsenda réttum eigendum hlutabréfin. Þá myndi vandi Íbúðalánasjóðs hætta að vera vandi Ríkissjóðs. Málið leyst.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2013 kl. 15:43
Sammála Guðmundi
einkavæða sjoppuna
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2013 kl. 15:52
Ekki líst mér á að græðgisvæða íbúðarlánasjóðinn, eða hver myndi kaupa hann ef ekki til að græða á því.
sing (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 16:03
hvað er að að bæta heiminn með því að selja vöru sem viðskiptavinurinn vill sem eykur hans lífsgæði?
þó að hann græði pening í leiðinni
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2013 kl. 16:09
Neinei, þetta er bara enn ein sönnunin á því að framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn eru stórskaðlegir fyrir þjóðina.
Óskar, 2.7.2013 kl. 18:37
ef við minnkum ríkisvaldið þannig að stjórnmálamenn hafa engin völd þá verður engin spilling
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2013 kl. 20:46
Það þarf ekkert að leggja hann niður.
Bara hætta að moka peningum úr ríkiskassanum í sjóðinn.
Ef íbúðalánasjóður á í greiðsluvandræðum, þá bara semur hann við sína lánadrottna, eða fer í þrot.
Það er ótrúlega útbreiddur misskilningur að það sé einhver ríkisábyrgð á íbúðalánasjóði, svo er ekki.
Vandi íbúðalánasjóðs kostar ríkið ekki eina einustu krónu nema stjórnmálamenn ákveði að nota skattfé almennings í þessa hít.
Sigurður (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 20:47
Lög um ríkisábyrgðir.
1. gr.
"Ríkissjóður má aldrei takast á hendur ábyrgðarskuldbindingar, nema heimild sé veitt til þess í lögum."
http://www.althingi.is/altext/stjt/1997.121.html
Þetta er alveg skýrt, og auðlesið fyrir flesta.
Það er ekki stafkrókur í lögum um íbúðalánasjóð, eða nokkrum öðrum lögum að það sé ríkisábyrgð á íbúðalánasjóði.
Þvert á móti, segir alveg skýrt í lögum um íbúðalánasjóð að hann sé sjálfstæð stofnun.
4. gr. Íbúðalánasjóður.
"Íbúðalánasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins er lýtur sérstakri stjórn og heyrir stjórnarfarslega undir [ráðherra].2) [Aðsetur stofnunarinnar er í Reykjavík, nema ráðherra ákveði annað.]3)"
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1998044.html
Ekkert um ríkisábyrgð þarna, frekar en annarsstaðar.
Skuldavandi íbúðalánasjóðs er vandi kröfuhafa sjóðsins, aðallega lífeyrissjóða.
Ekki vandi skattgreiðenda.
Sigurður (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 21:15
lífeyrisþegar eru skattgreiðendur
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2013 kl. 23:49
Sæll.
Tekk hjartanlega undir með nr. 9. Vil bæta við að þá munu lífskjör almennings líka stórbatna. Skil aldrei af hverju ASÍ og SA heimta ekki skattalækkanir svo kaupmáttur aukist og staða fyrirtækja batni. Samræmist skattheimta eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar? Það held ég ekki.
Menn tuða og væla undan spillingu og lélegum stjórnmálamönnum án þess að ramba á lausnina við þeim vanda: Takmarka þarf völd þeirra og getu stjórnmálamanna til að vinna skaða í samfélaginu. Væri ekki fyrsta skrefið að fara bara eftir stjórnarskránni? Samræmist EES samningur stjórnarskránni? Í honum er t.d. fólki mismunað eftir því hvaðan það kemur.
Heldur t.d. einhver heilvita maður að fjárfestar hafi áhuga á því að fjárfesta í sjávarútveginu eða bankar að lána þangað þegar ljóst er að þessi veiðigjöld munu setja fyrirtæki þar á hausinn? Þarna eru stjórnmálamenn beinlínis að ákveða að gera suma atvinnulausa þó þeir fatti það sjálfsagt ekki. Svo geta þeir ekki einu sinni látið eitt yfir alla ganga þar með þvi að hafa veiðigjöldin þau sömu milli fisktegunda? Nei, það er ekki hægt - við skulum ekki gæta jafnræðis.
Ég sá einhvers staðar á ÍBL fengi að starfa á undanþágu frá FME því tæknilega sé sjóðurinn gjaldþrota. Menn fara alltaf verr með annarra mann fé en eigið og sést það greinilega á stöðu ríkis og sveitarfélaga. Á Vesturlöndum hefur hið opinbera blásið svo út að gjaldþrot blasir við fjölmörgum ríkjum - aðeins seðlabankar heimsins koma í veg fyrir greiðslufall þessara ríkja. Og, by eða way - seðlabankar heimsins er ríkisbatterí sem hafa mikil og slæm áhrif á fjármálamarkaði og lífskjör almennings.
Ef við ætlum að einkavæða ÍBL verðum við að spyrja hver myndi kaupa þessa brunarúst?
Nauðsynlegt er að koma á samkeppni á fjármálamarkaði og virðast snillingar þeir sem á þingi sitja og hafa setið ekki átta sig á að samkeppni þar er lítil sem engin. Aukin samkeppni er það besta sem hægt er að gera til að bæta hag neytenda. Hinn mikli gróði fjármálastofnana bendir eindregið til þess að þar vanti samkeppni.
Helgi (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 08:21
Hvells,
Að lífeyrisþegar séu skattgreiðendur veitir ekki ríkisábyrgð á íbúðalánasjóð.
Ríkið á umsvifalaust að hætta öllum peningamokstri í þennan sjóð.
Íbúðalánasjóður er gjaldþrota eftir botnlausa spillingu og vanhæfni og á bara að fara sína leið.
Tími til kominn að menn fari að bera ábyrgð á gjörðum sínum, bæði í íbúiðalánasjóði og eins í lífeyrissjóðunum.
Það er nákvæmlega sama spillingin í lífeyrissjóðunum þar sem fæstir stjórnendur þar hafa hundsvit á því sem þeir eru að gera heldur eru settir þar inn af öðrum í klíkunni og hæfi skiptir engu máli.
Látum lífeyris, og íbúðalánasjóð bara taka þennan skell sem þeir bjuggu sjálfir til.
Sigurður (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 12:27
Rétt hjá Óskari.
Það er alltaf sama sagan ef framsjallar komast með krumlurnar í þjóðarkjötketilinn.
300 milljarða skaði í þessu tilfelli.
Það er ekki furða að þjóðin kjósi þetta til valda.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2013 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.