Nokkrir punktar úr greininni

"Fram kemur í fréttinni að flestir þarlendir sjómenn, sem séu um 3.700, óttist að inngangan kunni að hafa í för með sér endalok króatísks sjávarútvegar" Fiskurinn er ekkert að fara neitt. Fiskurinn hefur ekki hugmynd um hvort hann sé í Evrópusambandslandi eða ekki. Á meðan það er fiskur þá er veitt. Punktur.

„Ég er hræddur um að margt eigi eftir að koma okkur óþægilega á óvart,“ segir Latin ennfremur og vísar þar meðal annars til aukinna takmarkana á sjósókn, minni niðurgreiðslna og kröfu um breytt veiðarfæri sem hafa muni í för með sér mikinn kostnað."  Takmörkuð sjósókn nauðsynleg til að koma í veg fyrir ofveiði. Kröfur um veiðarfæri eru skynsamlegar kröfur til verndar ekki til þess að bögga sjómenn.

"En Latin segir að engin trygging sé fyrir því að Króatar sitji einir að 12 mílunum. Ítalskar útgerðir þurfi einungis að semja við króatískan sjómann sem sé reiðubúinn að selja veiðileyfi sitt og hætta sjálfur starfsemi og stofna síðan eigið fyrirtæki í Króatíu." Þetta kallast frjáls markaður. Króatískur sjómaður má selja veiðileyfi sitt til samlanda síns eða Ítala eða hvern sem er innan ESB. En takið eftir að kaupandinn stofnar eigið fyrirtæki í Króatíu þannig Króatía er í sömu stöðu. Nema þjóðernið skiptir sköpum? 

".... staða sjávarútvegsmála í Slóveníu hafi sífellt orðið verri undanfarin ár en landið gekk í Evrópusambandið árið 2004. Þegar hafi orðið mikill samdráttur í greininni. Izola hafi áður verið þungamiðjan í slóvenskum sjávarútvegi en 30 fiskiskip séu nú gerð út frá borginni samanborið við 400 fyrir áratug." Fækkun skipa þýðir hagkvæmni. Frábærar fréttir.

kv

Sleggjan


mbl.is Króatískir sjómenn óttast framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með öðrum orðum þá hættir Króatía að vera til sem land og verður hérað í ESB, efnahagurinn molnar, reglugerðarfargan hamlar þeim og stærri aðilar gleypa til sín alla framleiðslu.

Ekki ósvipað og þegar Nýfundnaland gekk inn í ríkjasamband Kanada, þá fluttist allt eignarhald og yfirráð yfir auðlindum þeirra til Kanada.  Þeir voru gleyptir.  Efnahagur "héraðsins" Nýfundnaland er þar af leiðandi hruninn með tilheyrandi afleiðingum fyrir þá sem þar búa. 

Teitur (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 10:42

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Teitur

Í þetta sinn ætla ég að líta framhjá því að þú bendir á engar heimildir þínum málflutningi til stuðnings.

En það kemur skýrt fram í greininni að þeir sem ætla að stunda veiðar við Króatínu þurfa að stofna fyrirtæki þar og borga skatta og gjöld þaðan og hafa starfsmenn. 

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2013 kl. 11:57

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gat nú verið að þið forföllnu ESB sinnarnir sæjuð auðvitað ekkert nema gott við þessa ESB aðild fyrir sjávarútveg Króatíu.

Spyrjið þið sjómenn og útgerðarmenn á Írlandi og í Bretlandi hvað ESB aðildin og sjávarútvegsstefna ESB hafi fært þeim?

Svörin hafa marg komið fram og eru öll á einn veg:

Sjávarútvegsstefna ESB hefur eyðilagt fiskstofnana og lagt atvinnuveg þeirra í rúst !

Býst ekki við að sjávarútvegur Króatíu megi búast við neinu öðru en skrifræði og ofstjórnar bulli frá þessu apparati.

Gunnlaugur I., 2.7.2013 kl. 13:07

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það er skrítið að jón bjarnason NEI sinni með meiru vildi breyta íslenska kvótakerfinu í meiri ætt við ESB kerfið

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2013 kl. 16:26

5 identicon

En samt sá Jón Bjarnason sér ekki fært að láta undan kröfum ESB um þann kaflann og var bolað úr ráðuneytinu fyrir það.. Mikill stuðningsmaður kerfisins hefur hann verið...

Og færri skip = hagkvæmni, það kalla ég ódýra túlkun á auknu atvinnuleysi..

Hvaða lógík er það "fiskurinn veit ekki hver veiðir hann þá skiptir engu máli hver veiðir hann" Fínt færum þá okkar lögsögu í sömu 12 mílurnar..

Meira ruglið

Dúndrar á teit fyrir að vera ekki með heimildir en sýnir/sýnið ekki fram á neitt sjálfir af heimildum, það kalla ég ódýran feluleik

Viktor Alex (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband