Þriðjudagur, 2. júlí 2013
Málþófið
Það sem seinasta ríkisstjórn var alltaf að kvarta yfir var málþóf málþóf málfþóf.
En nú beita þeir sömu meðulum.
Stjórnarandsstaðan er ekkert skárri.
Svo lofuðu Píratar bættum vinnubrögðum. Þeir hafa núna náð að svíkja það loforð á fyrstu vikunni.
Sorglegt.
hvells
![]() |
Ræddu í allt kvöld um veiðigjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétt er það hvellur og vonandi kvartar ekki núverandi Ríkisstjórn undan málþófi.
Málþóf á fullann rétt á sér og er oft eina vopnið sem stjórnarandstaðan hefur til að hægja á frumvörðum og neyða meirihlutan (Ríkisstjórnina) til að setjast við samningaborðið.
Málþóf er leifilegt í mörgum lýðræðisríkjum, þannig að ekki er þetta bara íslenzkt fyrirbæri.
Ég hef mikla trú á því að Píratarnir verði oftar með málþóf á komandi kjörtímabili, þeir vilja vera á móti og þá sérstaklega núverndi Ríkisstjórn, til að láta taka eftir sér. Næsta kjörtímabil verður áhugavert að fylgjast með hvernig Píratar starfa.
Ef að Pírata gátu ekki tekkið afstöðu til þingsályktunartilögu Forsætisráðherra nú á dögunum um að vinna að hjálpa fjármálum heimilana, mál sem var heitasta mál í síðasliðnum kosningum, þá er ekki von á góðu frá Pírötum.
Hvað hafa þau (Píratar) verið að gera í tvo mánuði, eða jafnvel 4 mánuði ef þau nentu ekki að kynna sér málefni heimilana heitasta mál kosningarbaráttunar?
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 2.7.2013 kl. 02:33
Hér er spurningin Málþóf í þágu hagsmuna þjóðarinnar eða Málþóf í þágu öfga-hagsmunapotara sem eru sannarlega að arðræna þjóðina.
EINOKUNIN í sjávarútvegi réttlætir að þjóðin fái HÁTT veiðigjald. En það má ekki vera endatakmarkið heldur verður að afnema kvótakerfið sem í þessari veiðigjalds umræðu hefur sýnt sig að er ekki aðeins óhagkvæmt þjóðinni sem tapar milljörðum á hverju ári í óveiddum fisk og skertri markaðshlutdeild heldur er verið að spila á þjóðina þegar menn versla með kvóta sem aldrei á að borga og lendir á þjóðinni í formi afskrifta sem hlaðast á heildar skuldir ríkisins.
Afnám kvótakerfisins verður að vera takmarkið til að stoppa versta skíta plott sem átt hefur sér stað í vestrænni þjóð eftir stríð. Þöggunin sem LÍÚ kemst upp með hefur hingað til komið í veg fyrir að farið hafi fram rannsókn á þeim svikum og prettum sem eiga sér stað í kringum verslun með kvótann þar sem stórútgerðirnar ráða ferðinni og græða á tá og fingri varðar af ólöglegri EINOKUN.
Ólafur Örn Jónsson, 2.7.2013 kl. 07:30
Þetta er nú meira bullið úr þér.
Það er verið að tefja að sérhagsmunaaðilarnir sem nú hafa forsetavaldið geti hyglað sjálfum sér. Aðeins á að beita málþófinu sem vopni þar til réttkjörinn forseti er kominn til landsins svo handafarnir misnoti ekki það vald sem þeir hafa með höndum meðan forsetinn er fjarverandi, skrifi ekki undir og samþykki sín eigin lög.
Jack Daniel's, 2.7.2013 kl. 08:20
1. Píratar voru ekki á þingi síðast. Koma ferskir inn.
2. Björt Framtíð lofaði "bættum vinnubrögðum". Enda sá flokkur algjörlega geldur. Píratar töluðu aldrei á þessum nótum. Píratar töluðu þó oft fyrir beinu lýðræði. Með málþófinu eru þeir að reyna að hafa Ólaf á landinu þegar kvittað er undir lögin.
kv
Sl
Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2013 kl. 08:37
Ekki er nú ferskleikinn mikill, gátu ekki tekið afstöðum hvort ætti að fara að vinna í fjármálavanda heimilana, sem var heitasta mál síðustu kosninga.
En einhverra hluta vegna þá held ég að við eigum eftir að heyra meira um Pírata, en ekki af því að þeir lögð fram frumvarp fyrir einhverju, heldur verður það að þeir standi fyrir málþófi.
Vonandi sýna Píratar að ég hafi rangt fyrir mér, en ég ættla ekki að halda í mér andanum þangað til, það gæti orðið mér að bana.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 2.7.2013 kl. 14:46
Hvaða þvæla er þetta? Þeir eru margbúnir að segja að þeir ætli að hætta að þæfa málið þegar þeir fá svör frá Ólafi forseta um hvort hann yrði hér á landinu þegar veiðigjaldalögin verða samþykkt eða ekki í stað þess að láta handhafa forsetavalds, m.a. forsætisráðherrann og forseti þingsins, skrifa undir fyrir sig.
"Við þingmenn Pírata þurfum að vita hvort og þá hvenær við þurfum að nota þau verkfæri sem kjósendur okkar treystu okkur fyrir til að auka beint lýðræði, eins og málþófi, þar til þú kemur aftur til landsins til að beita því valdi sem þjóðin treysti þér fyrir, málskotsrétti forseta embættisins, öryggisventli þjóðarinnar" segir Jón Þór pírati http://jonthorolafsson.blog.is/blog/jonthorolafsson/entry/1304234/
Óneitanlega sérstök vinnubrögð en athyglisverð þar sem horft er til aukins beins lýðræðis eins og píratar hafa talað fyrir hingað til. Píratar hafa heldur ekki litið svo á að þeir séu í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Skúli (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.