Þversagnarmælirinn sprunginn

Í fyrsta lagi eru fótboltamenn ekki að planta tveim mörkum þarna á miðju Ingólfstorgi og leggja það undir sig fyrir knattspyrnu. Þessvegna er þessi líking við knattspyrnu ekki viðeigandi.

Það eru fjölmargir staðir í Reykjavík sem þjónusta brettafólk. En það er ekki á Ingólfstorgi. Til dæmis er vegleg aðstaða hjá Laugalæk þar sem eru stórt steypuvirki með ýmsum holum, handriðum og annað slíkt. Allt til fyrirmyndar. Þetta er bara eitt dæmi.

Hinsvegar er krafan að meiga leggja undir sig Ingólfstorg einkennileg. Ég hef tekið eftir því að brettafólk hefur fært sig uppí hörpu þar sem er fín aðstaða miðað við aðsókn þar. 

Það er enginn að bæla brettafólki frá íþróttinni heldur er ekki heppilegt að menn séu að stunda keppnisíþrótt á miðju ingólfstorgi þar sem er mikið af ferðamönnum og öðru fólki. 

Það einfaldlega gengur ekki upp...... ekkert frekar en að setja upp fótboltavöll eða körfuboltavöll þarna beint á Ingólfstorgi.

Reykjavíkurborg hefur eytt tugi milljarða í hjólabrettaaðstæður  útum alla borg er er þetta gríðarlegt vanþakklæti við almenning og skattborgara í Reykjavík sem hafa stutt þessa hjólabrettaíþrótt vel.

 

hvells


mbl.is Hjólabrettaköppum bolað burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði ekki getað orðað þetta betur

Wilfred (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 17:04

2 identicon

Hjólabrettamenn geta alveg verið þarna í sátt og samlyndi með öðrum held ég.. allavega soldið fjandsamlegt viðhorf að setja viljandi blómapott til að skemma fyrir, án þess að tala nokkuð við strákana. Maður hefði nú haldið að þeir hefðu nokkurn veginn áunnið sér inn smá rétt, eins og er fordæmi fyrir í lögum þar sem aðilar hafa hafa búið/verið á sama stað lengi

maggi220 (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 17:16

3 identicon

Sammála þarna Hvells !

Mér finnst þeir nú svolítið vanþakklátir og pínu frekir að vilja halda þarna í Ingólfstorgið.

Mér finnst þeir hafi nógu marga staði.

Miggi220:

Það ávinnur sér enginn rétt á að vera þarna.

Hvað mættu þá rónarnir segja ? búnir að vera þarna í tugi ára.

Svolítið bull hjá þér, að mér finnst.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 17:42

4 identicon

Ingólfstorg hefur og mun alltaf vera hittingsstaður fyrir hjólabrettaiðkendur og langflestir ef ekki allir telja þennann stað vera heimilið sitt þegar kemur að hjólabrettaiðkun.. þetta er ekki spurning um að þeir séu að yfirtaka ingólfstorg heldur eru þeir þarna í samlynd við aðra borgara sem flykkjast þarna að og dást að ótrulegum hjólabrettabrellum í sólskininu með ís í hönd og bros á vör.. svo litið sem aldrei hef ég lent í því að fólk sé eitthvað pirrað utaf því að þeir séu þarna..

Að líkja því við að þetta sé eins og að setja upp fótboltavöll þarna er náttúrulega brandari, enda þarf spilari í fótbolta ótakmarkaðan aðgang að öllum svæðum vallarins, á meðan hjólabrettamenn geta sætt sig við einn part í einu, með tilliti til gangandi vegfaranda. Ekki bulla.

Reykjavíkurborg hefur eytt "tugum" milljarða í hjólabrettaaðstæður ? Ekki sé ég um bókhaldið þarna og ég sé að þú gerir það ekki heldur. Reykjavíkurborg hendir upp steypukubbum eða einhverjum spýtu-kastala og kallar það hjólabrettaaðstöðu og biður skeiterana svo vinsamlegast um að hætta að bögga þá. Þetta er allt hannað í engu samstarfi við þá sem stunda þetta, enda er í sumum tilfellum bókstaflega ómögulegt að nýta sér þetta.

Bottom line er að Ingólfstorg á sér svo djúpar rætur í hjarta margra að maður þarf vandlega að vega og meta hvort það sé virkilega þess virði að gera þetta ónothæft fyrir þeim. Það verður mikið um grátur þann dag sem Ingólfstorg eyðist í snjóflóði.

@Miggi220 Ekki líkja hjólabrettaiðkendum við róna. please.

kv

Hinrik Örn Sölvason (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 18:15

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hinrik

Þú getur ekki talað fyrir munn allra Íslendinga. Þó að þú segir að allir eru sáttir með bros á vör þá er ekki þar með sagt að það sé einhver staðreynd. T.d er ég og fleiri hér á blogginu sáttir við þessa nýbreyttni.

Ég tók fótboltann sem dæmi vegna þess að þessi drengur í fréttinni nefndi fótbolta í þessar brettaumræðu. Bullið var ekki meira en það.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 1.7.2013 kl. 19:44

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Brettafólk er heppið. Það er gerð aðstaða fyrir þá sem þeir þurfa að nýta sér betur.

Svo er það ágætis tourist attracton að hafa þá á I´ngólfstorgi.

Ég segji pass

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 1.7.2013 kl. 20:13

7 identicon

hvernig er brettafólk heppið? við sem skaterar höfum í mestalagi 3 skatepörk sem eru nothæf öll hin eru bara einhver glötuð pörk eins og þessi 2 í laugardalnum t.d. var nýja skateparkið hannað af konu sem hannar golfvelli en ekki hjólabretta pörk, það var ekki einusinni rætt við skatera um hvernig við mundum vilja hafa hönnunina á þessu parki. og svo er hitt parkið hjá laugarlækja skóla frekar slaft og hörmulega steift! og svo á líka að fara að rífa það þannig já frekar slöpp aðstæðan á íslandi fyrir hjólabretti.

sigfinnur (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 23:21

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er 3 skatepörk ekki nóg drengur?

Hvað varð um viðhorfið og lífstíllinn við að renna um á hjólabrettinu um borg og bæji slædandi á næsta random handriði og gera listir sínar á gangstéttum og götum. Þannig er það gert hjá þeim helstu. Skoðið bara youtube.

Ofdekraður drengur að kvarta undir "bara" 3 skatepörk (btw, talar um sem eru nothæf, en telur ekki upp þau skatepörk sem eru til sem eru sannarlega nothæf en ekki nógu nothæf fyrir dekurdrenginn).

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 1.7.2013 kl. 23:53

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Sleggjunni

Nóg af skeiter svæðum. Þetta er allt ónotað þegar ég keyri þangað framhjá.

Örugglega mestu peningar sem fara í sketara ef við miðum við per haus sem notar svæðin.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2013 kl. 00:35

10 identicon

Birgir Guðjónsson, Ég er bara að benda á það að það eru fordæmi fyrir því í lögum að aðilar sem að hafa búið lengi á Jörð/býli o.f.l. ávinna sér ákveðinn rétt: Þú nefnir róna.. ég get í því samhengi nefnt Kristjaníu sem dæmi þar sem fólk hefur smátt og smátt áunnið sér rétt. Síðan efast ég um að Borgin myndi loka einhverju afdrepi fyrir róna sem hefði verið þeirar aðal samkomustaður í tugi ára.. steypt svo yfir án þess að tala við einn einasta mann og án þess að útvega þeim annað svæði. En ég er sammála Hinrik að það er frekar ósmekklegt að líkja hjólabrettafólki við róna. Eða er það kanski bara lýsandi fyrir viðhorf ykkar til hjólabrettaiðkenda. Ef svo er þá fara viðbrögð borgarinnar að verða aðeins skiljanlegri.

maggi220 (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 01:41

11 identicon

Síðan er alger óþarfi að vera með dónaskap og kalla fólk ofdekrað, hafið þið eitthvað vit á hjólabrettaiðkun ? Og  hefði það virkilega verið svo fáránlegt að ræða við hjólabrettamenn og reyna að finna sameiginlega lausn ? Það er nú þegar stór grasvöllur rétt hjá sem heitir Austurvöllur, ég sé ekki afhverju þetta þarf að vera annaðhvort eða, Og það að planta niður blómapotti sérstaklega til að skemma fyrir skeiturum er bara illa gert. Ég sest oft niður á bekkinn þarna og fæ mér ís eða samloku og virði fyrir mér brettastrákana og verður eftirsjá að þeim, ef þeir fara.

Síðan er ég er nokkuð viss um að flestir aðrir íþrótta/áhugamannahópar yrðu mjög ósáttir ef farið yrði í aðgerðir til að bola þeim í burtu af samkomustað sínum til fjölda ára, án þess að hafa við þá samráð. Mér sýnist þó að hann Jakob frændi minn hafi skilning á þessu og ætli að reyna að hafa alla sátta, mótmælin virðast því hafa skilað einhverjum árangri.

maggi220 (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 01:59

12 identicon

Ég vill ekki svara þessu frekar en að mæla til um hvað þú virðist vera rosalega þröngsýnn.. Þú horfir á okkur eins og pest, þú talar um að við eigum að skate-a á einkaeign t.d. handriðum og slíku sem hægt er að finna út um bæinn allann. Við erum með verstu aðstöðu á öllum norðurlöndunum og það er ekki eitthvað sem hægt er að sætta sig við sísvona. Þú hefur þínar skoðanir, fínt hjá þér að lýsa þeim. Þú skallt hinsvegar ekki mæla hér um að viðlíkingar mælenda í fjölmiðlum og slíku séu rangar. Það er ekki þitt að segja. Það hafa allir mismunandi skoðanir og það er að mínu mati mjög fyndið að lesa þetta sem þú segir hér. Ég, eins og ég sagði margoft við þá fjölmiðla sem höfðu samband við mig og í viðtali við FM95.7 að þetta snúist ekki um neinn yfirgang á okkar hálfu. Þetta snýst um það að okkur er hent út af svæði sem hefur verið center hjólabrettamenningu íslands og hefur verið það í um það bil 20 ár. Og það er því að mínu mati þannig að þegar horft er á þetta með opinni hugsun og breiðri brennivídd að hægt sé að fyrirsjá svona óánægju. Og það er þannig að ef við horfum á kostnað íslenska ríkisins sem fer í rekstur íþrótta eins og fótbolta, handbolta og körfubolta að þá er hann gífurlega mikið hærri en sá sem fer í rekstur og uppbyggingu hjólabrettapörk/aðstöður. Hjólabrettasportið er ekkert verra og það er engin íþrótt sem er yfir aðra hafin.

Þú ræður því fullkomlega hvort þú andskotast yfir því sem við erum að berjast fyrir, það sem við vitum að hægt er að framkvæma án þess að vera með svona ummæli og það sem hægt er að sjá fyrir um að verði breytt.

Við viljum ekkert annað en að lifa í sameiningu við almenning, það þýðir ekki að hægt sé að reka okkur í burtu af okkar aðal menningarsvæði og það svæði sem hefur verið í rosalega mikilli notkun í yfir eða um 20 ár.

FRIÐUR OG ÁST Á ALLA!

Kær kveðja,

Andri Sigurður Haraldsson

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 02:20

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

auðvitað fer meiri peningur í fótbolta, handbolta og körfu vegna þess að það eru fleiri sem iðka þá íþrótt.

ertu ekki að sjá það drengur?

ég var að segja að það hefur farið gríðarlegur peningur í brettaaðstöðu ef við miðum við per haus sem stunda þetta

svo var ekki verið að reka ykkur frá neinu. Einsog miðbæjarstjórinn sagði. þið megið ennþá skeita þarna. bara passa að fara framhjá þessu grasi sem er bara 2-3mánuði á ári.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2013 kl. 09:15

14 identicon

Ef ég myndi segja að bjór og vatn bragðaðist eins að þá myndir þú hlægja jafn mikið og ég hló af þér fyrir að líkla rónum og skeiterum saman! Þú augjóslega ert ekki skeitari og skilur ekki jack shit í því sem við erum að berjast fyrir! Þú hefur ekki sömu tilfinningar fyrir þessu torgi eins og við! Seinustu tuttugu ár erum við búin að vera þarna og ég get lofað þér því að blómapottar sem hent er niður viljandi stoppa okkur ekki frá því að skeita þarna! Ég er einn af þeim sem á eftir að brjóta þetta niður ef borgin færir þetta ekki sjálf! Það er hryllileg skate aðstaða hér á íslandi... öll pörk sem þú sérð er nánast frá sama fyrirtækinu sem heitir rhino og eru allt plast kubbar hentir saman í eina kásstu, innanhús aðstæðan okkar er nú helvíti fín og skást af þessu öllu en ríkið gerir ekki skít í að halda henni opni þar sem bara er opið þar á veturna og skiptið þar inn kostar nærri þúsund krónur, það er mikill peningur fyrir gaura eins og mig á veturnar sem að reyna að skeita daglega en þurfa líka að sjá fyrir sér með heimili, mat, bensíns og svo framvegis!!!!!! gamla laugardals parkið er drasl, rétt eins og heilinn í þér, nýja laugardals parkið er verra en hiroshima eftir sprenginguna fyrir nokkrum árum síðan... þar sem að skeiterum var boðið á fund með kellinga druslunni sem hannaði þetta, fundurinn gékk vel og allir koma fram með góðar hugmyndir hvernig þetta park myndi enda sem þæginlegast fyrir skeitara og skemmtilegast! En það var ekki fylgt neinu af okkar hugmyndum, í staðinn var bara draslinu hent hér og þar og sett svo gras á ákveðna staði? hverjum i andskotanum dettur í hug að setja gras á skatepark svona í alvuru?? Nú kemur að reykjavíkur borg og almennum stöðum hér og þar á höfuðborgar svæðinu! Ef þú hefur ekki tekið eftir því að þá eru flest allar gangstéttir og götur á landinu óskeitanlegar vegna sprungum, holum og bara hráum og illa bygðum gangstéttum! Þú segir okkur að skeita almenna staði eins og þessi ''frægu'' gera í video'um á youtube... þú verður að hugsa það að við erum á íslandi!!! ekki í californiu þar sem þú gætir látið draga þig nakinn eftir götunni en myndir ekki fá skrámu! þetta er allt öðruvísi útí heimi heldur en hér!!!! þú ert örugega eitt heimskasta eintak af mannveru sem ég hef vitað um! farðu og talaðu um eitthvað allt annað sem þú hefur meira vit á heldur en íslensku skeit senunni... ef það er eitthvað sem þú hefur vit á.

þú ert fáviti! ''sleggjan og hvellurinn'' (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 15:01

15 identicon

Í fyrstalagi, þá hefur ekki ein af þessum brettaaðstöðum verið settar upp í samvinnu við hjólabrettaiðkendur og eru því alls ekki nægilega góðar til að fólk geti komist lengra í íþróttinni. Rhino pallarnir eru hannaðir af línuskautagaurum og íslenska veðurfarið er ekki gott fyrir þá þar sem plastið sem er á þeim verður mjög sleipt með árunum og er óþörf slysahætta fyrir byrjendur.

Sleggjan og Hvellurinn:

"bara passa að fara framhjá þessu grasi sem er bara 2-3mánuði á ári." <- Þú semsagt gerir þér ekki grein fyrir því að tími fyrir skate er akkurat sami tíminn og þetta gras er þarna? Sumartíminn er eini tíminn sem er hægt að stunda þetta almennilega.

"Er 3 skatepörk ekki nóg drengur?

Hvað varð um viðhorfið og lífstíllinn við að renna um á hjólabrettinu um borg og bæji slædandi á næsta random handriði og gera listir sínar á gangstéttum og götum. Þannig er það gert hjá þeim helstu. Skoðið bara youtube.

Ofdekraður drengur að kvarta undir "bara" 3 skatepörk (btw, talar um sem eru nothæf, en telur ekki upp þau skatepörk sem eru til sem eru sannarlega nothæf en ekki nógu nothæf fyrir dekurdrenginn)."

Þú vilt að við höldum áfram að eiðinleggja eignir annara? (Voðalega erum við dekraðir! fáum að skemma og skemma, frábært). Þegar það er léttilega hægt að koma í veg fyrir það með almennilegri, keppnishæfri æfingaaðstöðu, sem er ekki til hér á Íslandi. Og nei, 3 pörk eru ekki nóg þegar þau eru eingöngu ættluð krökkum sem eru rétt að byrja. Við höfum marga skaters hérna sem hafa fullan möguleika á að komast lengra í þessari Íþrótt en til þess þurfa þeir að flytja út til að komast í aðstæður til þess, sem er mjög leiðinlegt og slæmt, að Ísland þurfi að missa þennan talent eitthvert annað.

B. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband