Bara byrjunin

Þetta mun koma mánaðarlega.

XB missir fylgið og XD bætir við sig. 

Enda eðlilegt að þessi flokkar fara í sitt kjörfylgi.

Sérstaklega eftir að komið hefur í ljós að XB veit ekkert hvað þeir eru að gera með sitt stærsta loforð.

Og Vigdís Hauksdóttir er ekki að gera líf Sigmundar og Framsóknarflokksins auðvelt fyrir með sínar yfirlýsingar sem virðast vera útur kortinu miðað við staðreyndir og eðlileg siðgæð.

hvells


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óhætt að segja að Framsókn standi fullkomlega undir væntigtum.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 09:38

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem virðist gerast er, að fylgið framsóknar skilar sér beint til Sjalla auk þess sem fylgi frá smáflokkunum skilar sér yfir á hefðbundnu flokkanna.

Sjallaflokkur verður alltaf í sterkari stöðu en framsókn í þróuninni eftir kosningarnar.

Í aðdraganda kosninga voru höfð upp þvílík tilboð til kjósenda sem þarf kki að rekja sérstaklega hér.

Sjallaflokkur hafði líka tilboð - en málið er þau tilboð voru annars eðlis en Framsóknar. Loðin og ekki eins bein og Framsóknar.

Nú, eftir kosningar með framsókn í forystu stjórnar - þá beinist öll athyglin að framsókn, eðli máls samkvæmt.

Sjallar þurfa ekkert annað að gera en bíða í rólegheitum og láta framsókn skandalisera - og fylgið skilar sér yfir til Sjalla í samræmi við uppákomur framsóknar.

Því meira sem Sigmundur talar - því meira eykst fylgi Sjalla.

Svo bara taka Sjallar forsætisráðherrastólinn af Sigmundi eftir 1-2 ár í rólegheitum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2013 kl. 10:01

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þetta er allt rétt en því miður gætum við haft xB áfram í stjórn næstu 4 árin sem eru bara hræðilegt fyrir ísland

Rafn Guðmundsson, 1.7.2013 kl. 10:07

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

XB verður klárlega við stjórn

Þó að XB gæti skipt um stjórn og leitað til vinstri ef XD "hagar" sér ekki friðlega.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 1.7.2013 kl. 10:31

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ekki endilega víst að framsókn leiði stjórn út kjörtímabilið.

Vegna þess er ég lýsi áður.

þeir eru strax komnir niður í 20% fylgi. Síðan verður það 15% og svo 12% o.s.frv.

Á meðan heldur sjallaflokkur áfram að heldur bæta við sig.

Jafnhliða er framsókn alltaf í skotlínunni vegna þess að þeir eru jú í forsvari fyrir þessa stjórn.

Því meira sem helstu forsvarsmenn framsóknar tala - því meira minnkar fylgið hjá þeim.

Fólk sér smá saman að þetta eru engir töfrasnillingar heldur bara ósköp venjulegir og hefðbundnir framsóknarmenn.

Á meðan fylgið reytist af Framsókn - mun fylgi sjalla heldur styrkjast. Þeir þurfa ekkert að gera nema að bíða og halda sig frekar til hlés.

Eftir um tvö ár koxa framsóknarmenn á þessu. Það eru fordæmi fyrir því ekkert langt síðan. Þegar Haldór Ásgríms hrökklast úr forsætisráðherranum.

En Framsóknarflokkurinn í heild mun samt ekki vilja sleppa stjórnarþátttökunni. Það eru engar líkur á því. Þeir munu sættast á að Bjarni taki við þessu og Sigmundur verður sennilega Utanríkis, enda virðist hann kunna best við sig erlendis.

Ofanskrifað er ekki svo ólíklegt ef horft er til íslenskrar pólitíkur og sérstaklega pólitíkur Framsóknar og Sjalla.

Það sést líka alveg núna, beint og óbeint, að Sjöllum er alveg sama þó Sigmundur og Framsókn sæti gagnrýni. Sjallar taka undir gagnrýnina að sumu leiti. Ýta aðeins við Sigmundi. Pikka í hann.

Sérstaklega áberandi á Sprengisandi í gær, að þó bókstaflega sendi Óli Björn forsætisráðherra hálfpartinn tóninn og í framhaldi setti sig í stellingar og gaf honum leiðbeiningar um hvernig forsætisráðherra ætti að haga sér og bera sig að.

Þetta er mjöög óvenjulegt - en vekur furðu litla athygli. Þ.e. gagnrýni og ýtingar Sjalla á forsætisráðherra eins og vekja enga athygli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2013 kl. 11:12

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já það er möguleiki að Sigmundur og Bjarni skiptast á ráðuneytum.

En XB verður við stjórn.

XD er ekki að fara að mynda stjórn til vinstri. 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 1.7.2013 kl. 12:20

7 identicon

Það er nú ekkert sérstaklega óvænt að sjálfstæðisflokkur sé aftur orðinn stærstur.

Það sem greip mig er að samfylkingin er ekki að ná neinum árangri í að endurheimta sitt fylgi.

Sem er svo sem eðlilegt m.v. hvernig þessi flokkur hagar sér, og þar hefur enginn lært neitt af reynslunni.

Samfylkingin er í alvarlegri hættu að þurrkast út, það eru stærstu tíðindin í þessari könnun.

Sigurður (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 12:47

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

já það vekur mikla athygli

VG er stærri en XS. (orðið einsog alþýðubandalagið og alþýðuflokkurinn)

Ætli Björt framtíð hefur ekki sitt að segja

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 1.7.2013 kl. 13:37

9 identicon

þegar mesti móðurinn rennur af liðinu og fólk fer i raun að átta sig áhvað stjórnin er að gera og stefnir i að verði ..og fer að skilja að það er ekki Stjórnin heldur fjármálaöflinu i landinu sem eru þumalfingur skrúfur Stjórnarinnar ÞÁ HELD EG MENN BRETT I UPP ERMAR ..og standi með sinni Rikisstjórn....Vigdis er engum að gera lifið leitt .þvi hun á óhemju persónufylgi ,en það fer ógurlega i taugar vinstri manna !  og það er vel hugsandi að sma ráðherra breytingar verði i haust ..en xB sleppir ekki forsætisráðuneytinu ...það er lika annað sem vinsti menn ekki þola ..en þeir um það ...þeir eru að verða eins og siðasti geirfulginn t.d. þarna i Samfó !

Ragnhild H. (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 15:27

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

VG og SF er það sama í breiða samhenginu. Skiptir ekki nokkru hvor er þetta prósentinu hærra eða lægra.

Sérkennilegur barnaskapur sumra íslendinga að halda og telja sér trú um að SF, þar sem uppistaðan er jafnaðarmenn, sé óskaplega voðalegt.

Þetta sýnir að áróður hægriaflanna og elítunnar virkar.

það má alveg sjá að áróður elítunnar svo sem LÍÚ-Mogga, þetta er ekkert fagur áróður og ekki vel gerður - en greinilega nóg til þess að sumir íslendinga kolfalla fyrir honum.

Sem dæmi, að nú hefur þessi ,,sigurður" djöflast árum saman gegn SF og VG og haldið því fram að Pardís kæmi þegar hægriklíkuelítan kæmist að.

Nú er hægri-klíkan komin að kjötkötlunum - og ég veit ekki, en ég verð ekki var við neina paradís.

Ja, það er kannski paradís hjá 5-7% hluta innbyggjara sem ,,siggi" er sennilega hluti af eða er að vinna hjá, þ.e. elítunni - en gagnvart almenningi í landinu er bara svipan á loft og sett á ,,umsátur heimilin í landinu hérna!" sem kallast.

Hvað varð annars um Halldór í Holti?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2013 kl. 16:11

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ragnhildur

Ég er hægri maður. Kaus XD. 

Þannig að þín kenning flýgur útúm gluggna jafnóðum.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 1.7.2013 kl. 16:43

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vona að nýr hægri flokkur sem er laus úr klóm hagsmunaafla líti dagsins ljós. Og þá horfi raunsætt  á Evrópu mál og gjaldmiðilsmál í leiðinni.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 1.7.2013 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband