Mánudagur, 1. júlí 2013
Löggan að rugla
Allir heilvita menn hljóta að treysta á skjalfesta atburði sett fram á skynsamlegan hátt.
Þessi hefbundnu afbrot hafa fækkað þ.e innbrotum og því um líkt. Það er í samræmi við alþjóðlega þróun. Það er bara tóm vitleysa í löggunni að halda öðru fram. Er hann þá að segja að Ísland sker sig úr alþjóðlega samfélaginu þegar kemur að þessum brotum?
Nú er löggan að reyna að kreysta út sem mest fjármagn frá skattborgurum og því kemur sér illa fyrir þá að afbortum sé að fækka. Þessvegna eru beinir hagsmunir fyrir þá að mikla vandann. En á sama tíma er mjög slæmt að það er ekki hægt að treysta formann starfsmannafélags löggunnar útaf strípaðri hagsmunargæslu. Það hefði verið betur að tala við einhvern annan en sá sem er að berjast fyrir meiri pening inn í lögregluna. Sérstaklega í ljósi þess að þetta var slegið sem forsíðufrétt í mogganum.
En hvað segir þessi ágæti löggudrengur þegar hann er beðið um að koma með rök?
" Snorri og bendir á að skráningu lögreglumála hafi verið breytt. Kunni það að skýra fækkunina nokkuð. Það sem áður kynni að hafa verið t.d. flokkað sem líkamsárás sé í dag í sumum tilvikum skráð sem aðstoð við borgara, hafi engin kæra verið lögð fram."
Það kom skýrt í tölfræðinni að ofbeldis og kynferðisbrotum hefur fjölgað. Afbrotafræðingurinn var að tala um innbrot.
Það er einsog þessi Snorri er ekkert með á nótunum og er því ekki starfi sínu vaxinn.
Ég sem bloggari útí bæ veit meiri en hann.
hvells
![]() |
Veruleiki lögreglu annar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.