Laugardagur, 29. júní 2013
Þétting byggðar
Vissulega var slæmt að R listinn lofaði upp í ermina á sér.
En það er óþarfi að láta alla borgarbúa gjalda þess í framtíðinni vegna mistaka R listans.
Mjög einkennilegt að Sjálfstæðismaður í borgarstjórn er að bera blak af R-listanum.
Hann vill þá kannski skipta um flokk?
Byggð í Úlffjósdal mun vera á kostnað þéttingu byggðar í kjarna Reykjavíkur og koma niður á nærþjónustu þar.
Eins og ég sagði í pistill í fyrradag, það er mjög einkennilegt að menn sem vilja nærþjónustu og verslun í sínu hverfi eru þeir sömu og vilja stækka RVK stöðugt til austurs sem endar með einhverskonar amerísku skipulagi. Engar hverfisbúðir heldur ein stór Wal mart stöð sem þjónustar allt saman. Með risastóru bílaplani.
Bauhause og Korputorg er dæmi um vitleysu sem Kjartan Magnússon finnst alveg frábært.
Ég hvet fólk til að lesa grein http://blog.pressan.is/arkitektur/
hvells
![]() |
Hverfið standi undir þjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.6.2013 kl. 07:59 | Facebook
Athugasemdir
Þetta snýst ekki um að bera blak af R-listanum. Þetta snýst um að standa við skuldbindingar gagnvart íbúum, sem keyptu dýrustu lóðir í Reykjavík í trausti þess að hverfið yrði nógu stórt til að standa undir ákveðinni þjónustu, t.d. hverfisverslunum og íþróttafélagi. Setjið ykkur í spor fjölskyldu, sem fyrir skömmu lagði allan sparnað sinn og drjúgan hluta framtíðartekna, e.t.v. 40-60 milljónir króna, í lóð og húsbyggingu út frá þeirri forsendu að í hverfinu ættu að búa a.m.k. 10 þúsund manns. Síðan er tilkynnt á forsíðu Fréttablaðsins rétt fyrir jól að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi ákveðið að minnka hverfið niður í þrjú þúsund manns. Er furða þótt fyrstu viðbrögð fólks hafi verið þau að spyrja hvort þetta væri enn eitt grínið frá meirihlutanum?
R-listinn skipulagði raunar Úlfarsárdalinn á sínum tíma miðað við 20-30 þúsund manna byggð, á síðasta kjörtímabili voru þau áform endurskoðuð og skrúfuð verulega niður undir forystu sjálfstæðismanna. Sú niðurstaða náðist í góðri sátt við íbúa, sem lögðu þunga áherslu á að hverfið yrði eftir sem áður nægilega fjölmennt til að það gæti staðið undir áðurnefndri þjónustu. Er ekki rétt að standa við gefin fyrirheit?
Kjartan Magnússon (IP-tala skráð) 30.6.2013 kl. 00:47
Sæll Kjartan.
Góðvinur síðunnar.
Það er rétt að leiðinlegt er fyrir fjölskyldur að lenda í þessu. Þetta er pólítísk skoðun okkar að þétta skal byggð. Einnig ákveðið raunsæi. 30 þúsund manns í Úlfarsárdal er óraunhæft ef flugvöllurinn fer (við gefum okkur það).
Annars er full mikið í lagt hjá Hvellinum að hjóla í mannin ef hann er sammála einhverjum öðrum flokksmönnum en sínum eigin. Er umræðan komin á það stig að maður á að vera á móti öllu sem kemur frá öðrum flokkum?
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 30.6.2013 kl. 08:19
Ég segi í upphafi bloggsins
"Vissulega var slæmt að R listinn lofaði upp í ermina á sér.
En það er óþarfi að láta alla borgarbúa gjalda þess í framtíðinni vegna mistaka R listans."
Þá er ég að hnykkja á öllu sem Kjartan segir í athugasemdunum. Vissulega er þetta slæmt fyrir íbúanna. En þetta voru mistök hjá R listanum. Óþarfi að láta alla RVK gjalda þess í komandi framtíð.
Sem íbúðarkaupandi þá kaupir þú þér íbúð miðað við núverandi ástand. Þú getur ekki ætast til þess að stjórnmálamenn hugsi um þig einsog mamma gamla. Að við lofum þét þessu og þessu og þá getur þú keypt.
Hvað um t.d keflvíkinga sem keyptu sér íbúð vegna þess að Árni Sigfússon lofaði þeim atvinnu í álver Helguvíkur? Ekkert hefur komið? Og þetta álver í Helguvík hefur verið í hagspám greiningaraðila núna í sjö ár... og er ennþá gert ráð fyrir henni í sumum hagspám á þessu ári.
Þetta er lélegt yfirklár og ég tek þessa skýringu hjá þér Kjartann sem ógilda. Því miður.
Þú kaupir þer húnsæði á þína eigin ábyrgð og átt ekki að treysta á einhvern stjórnmálamann sem á að berjast fyrir þínum hagsmunum.
Ég mundi skilja þetta viðhorf ef þú værir krati. Þeri vilja að ríkið spilar móðurhlutverkið.... en þú ert í Sjálfstæðisflokknum. Girtu upp um þig buxurnar drengur. Vertu hægri maður einsog þú varst kosinn til.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.6.2013 kl. 12:17
Gaman að skiptast á skoðunum við ykkur.
Tilgangurinn með skipulagi er einmitt sá að setja stefnu um byggingarmagn, fólksfjölda, umferð, verslun, græn svæði o.s.frv. Hugmyndin er sú að borgararnir geti treyst skipulagi svo vel að þeir þori að fjárfesta á grundvelli þess og jafnvel velja sér búsetu til lífstíðar en þurfi ekki að óttast stöðugar skipulagsbreytingar misviturra stjórnmálamanna. Skipulag er ekki sósíalísk uppfinning, það gildir ekkert síður víða erlendis þar sem einkaframtakið skipuleggur land og selur lóðir, það er í fastari skorðum í markaðsstýrðu landskipulagi ef eitthvað er.
Ég er hlynntur þéttingu byggðar og það er víða hægt að þétta í Reykjavík. Þéttingin verður hins vegar ekki það áhlaupsverk, sem margir halda. Hún mun ganga hægt, a.m.k. vestan Kringlumýrarbrautar. Flestir eru hlynntir þéttingu byggðar, bara ekki í sínu hverfi. Alls staðar á að þétta byggð nema í eina hverfinu sem óskar eftir þéttingu, Grafarholti-Úlfarsárdal.
Fyrirhuguð þétting vestan megin í borginni mun að mestu leyti eiga sér stað með byggingu fjölbýlishúsa. Þau eru góður valkostur. Kannanir sýna hins vegar að flestir vilja búa í sérbýli/raðbýli, a.m.k. á einhverju skeiði ævi sinnar. Er ekki rétt að borgin hlusti á fólkið og tryggi því val milli ólíkra kosta í stað miðstýringar? Bjóði góðar lóðir undir fjölbýlishús miðsvæðis en einnig lóðir fyrir raðhús og einbýlishús, sem eðli málsins samkvæmt er helst að finna austan megin í borginni.
Hluti af því að reka sveitarfélag vel er að missa ekki frá sér tekjuháu útsvarsgreiðendurna. Lóðaskortstefna R-listans olli því að slíkir greiðendur, sem margir hverjir vilja búa í sérbýli, fluttu í stórum stíl til annarra sveitarfélaga. Við eigum að halda í okkar fólk og laða nýja íbúa til Reykjavíkur með fjölbreyttu framboði búsetukosta, fjölbýli, raðbýli og einbýli. Mér segir svo hugur að frekari fólksflutningar til Reykjavíkur og uppsöfnuð þörf á byggingarmarkaði geri það að verkum að við getum gert hvort tveggja í senn, þétt byggð miðsvæðis og boðið góðar lóðir á jaðri byggðarinnar fyrir þá, sem vilja búa í húsi með garði og tveimur bílastæðum. Fólkið mun þannig velja en ekki kerfiskarlarnir með reglustikurnar.
Góðar stundir.
Kjartan Magnússon (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.