Skekkir mælingu

Með því að færa fólk frá atvinnuleysisskrá á sveitarfélög eftir ákveðin tíma skekkir mælingu um atvinnuleysi.

Atvinnuleysið mælist þá minni hér á landi en ella

" Í heild eru því um þrjú þúsund manns sem eru búnir með öll sín réttindi, og vilja komast í vinnu"

Í raun eru 3000 manns fleiri atvinnulausir á Íslandi en tölur gefa til kynna.

Í raun finnst mér þetta alveg óskiljanlegt. Menn eiga bara að vera á atvinnuleysisskrá og vera í aðstoð hjá vinnumálastofnun þangað til fólk fær vinnu. Að færa þetta á sveitafélögin er bæra bætur frá öðrum vasa úr hinum. Auk þess er þetta merki um að fólk hefur gefist upp á að fá vinnu og ætlar bara að vera á "sósíalinum" í sínu bæjarfélagi til frambúðar.

 

hvells 


mbl.is Þrjú þúsund án bótaréttinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ingólfsson

Já og af hverju heldur þú að það sé atvinnuleysi á Íslandi? Það er út af því að atvinnurekendur ráða ungt fólk til vinnu og segja þeim upp áður en að 3 mánuðir eru liðnir svo ekki þurfi að hækka launin eftir 3 mánuði! Því miður nota sumir þetta allhressilega og svo skilur almenningur ekkert  í atvinnuauglýsingum vissra  fyrirtækja því það er eins og að þeim haldist ekki á fólki! Já nú alltaf má fá ódýrara vinnuafl sem talar ekki Íslensku, skilur ekkert í ensku eða bara? Nei Samtök atvinnulífsins, Launþegahreyfingarnar og ekki sýst Ríkisstjórnin eiga að setja lög um að Íslendingar þurfi ekki á Veitingastöðum að tala erlent tungumál til að kaupa sér mat og eða þjónustu!! Er ekki komið nóg í svartamarkaðsbraskinu í veitingarekstrinum upp á tap fyrir skattinn!! Og setja það sem skilyrði að túlkur sé nálægt!

Örn Ingólfsson, 29.6.2013 kl. 06:00

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tölur um atvinnuleysi virðast því miður vera eintómt bull. Ef þessi frétt er lesin með gleraugum þá eru svo og svo margir í vinnu með launaframlagi frá Vinnumálastofnun á annað þúsund með framfærslu frá sveitarfélögum og er þá ekki meðtalið það fólk sem hefur framfærslu á námslánum né þær þúsundir manna sem stunda vinnu í Noregi.

Magnús Sigurðsson, 29.6.2013 kl. 06:20

3 identicon

@1: Heldur þú kannski að þetta fyrirkomulag sé verkalýðsfélögunum að kenna?  Að setja lög um að Íslendingar þurfi ekki túlk/tala útlensku á veitingastöðum er alger þvæla, fólk getur þá bara farið annað og á að gera það ef það vill að starfsfólk veitingastaða tali lýtalausa íslensku. Þeir veitingamenn sem ekki vilja fara á hausinn ráða þá íslendinga i vinnu frekar en útlendinga - ekki að ég sé að mæla með slíku.

Það er mjög auðvelt að útrýma skattsvikum og um leið leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra: Lækka alla skatta verulega, ég legg til 9% vsk, 9% tekjuskatt einstaklinga og 9% skatt á tekjur fyrirtækja. Atvinnuleysi hyrfi eins og dögg fyrir sólu ef skattar yrðu lækkaðir niður í þetta. Skattar í Kína eru lágir og m.a. þess vegna er allt að gerast þar. Svo þarf að sparka öllum aðstoðarmönnum ráðherra og þingmanna.

@2: Alveg rétt, opinberar tölur um atvinnuleysi eru tóm della og þeir sem trúa þessum tölum gerast sekir um ótrúlegan barnaskap og skilingsleysi á eðli vandans.

Helgi (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 13:10

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála hvellinum. Veistu hvort önnur lönd fara öðruvísi að en íslenska ríkið?

@1 : Vinsamlegast benda á heimildir þegar svona yfirlýsingar eru gefnar.

@3 : Rétt, lækkum skatta hressilega.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 29.6.2013 kl. 17:29

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Örn

viltu upplýsa okkur um þessa 3.mánaða reglu hjá ungu fólki.

Hef aldrei heyrt umþ þessa reglu áður.

En mér skilst að það er skylda að borga lágmarkslaun þótt að viðkomandi talar ekki íslensku... ekki satt?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.6.2013 kl. 19:49

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Helgi

Ég hef verið að kynna mér http://www.fairtax.org/

Áhugavert. Þeri semsagt vila bara að það sé söluskattur.

Skattur á neyslu.

Það hámarkar hvatann.... og stuðlar að hagkvæmri neyslu.

Enda getur ofneysla verið skaðvaldur í hvaða formi sem er.

Ef við afnemum alla skatta og höfum bara söluskatt.... þá mundi hann þurfa að vera svona 70%.

En þá værim við ekkert að fela það hvað skattheimtan sé mikil hjá okkur...... og að sama tíma mjög erfitt fyrir stjórnmálamenn að hækka þennan skatt.

Frekar væri hvati að lækka söluskattinn vegna þess að fólk mundi sjá lækkunina strax í buddunni.

En þetta eru bara áhugaverðar hugmyndir og ég er fylgjandi því að hafa Vaskinn frekar í 20% í staðinn fyrir að draga hann niður í 9%.

en þetta er allt debteable

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.6.2013 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband