Þá er það komið á hreint

Hvernig væri nú að hætta að tala um þetta loforð.

Þessi loforð var kosningabrella. Einungis til þess að bjarga Framsókn frá því að þurrkast út.

SA, ASÍ, SÍ, OECD, AGS,,,hvað þurfa margir í viðbót að segja að þetta sé bull?

Þeir sem tala fyrir þessu eru Hagsmunasamtök heimilanna, þá er spurningin, hver er trúverðugri?

 

Þið voruð blekkt af Framsókn. Ok, það er leiðinlegt. Verður bara að hafa það.

Horfum fram á veginn. Hættum að tala um þetta bullloforð.

kv

Sleggjan


mbl.is Flöt lækkun lána ekki ráðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Til kjósenda framsóknarflokksinns: Sorrý þið voruð teknir af framsóknarflokknum. Punk´d sem kallast á erlendum málum. Það gengur bara betur næst.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.6.2013 kl. 02:37

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"The best argument against democracy is a five-minute conversation with the average voter." - Winston Churchill

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.6.2013 kl. 11:06

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

SA, ASÍ, SÍ, OECD, AGS,,,hvað þurfa margir í viðbót að segja að þetta sé bull?

Sé vel að gáð eru þetta þeir sömu, í meginatriðum, og vildu láta okkur borga Icesave, og héldu því fram að það væri bæði löglegt og gerlegt.

Síðar hefur komið á daginn að hvorugt reyndist satt.

Fyrst minnst er Hagsmunasamtök heimilanna hér, þá hafa dómstólar aftur og aftur staðfest málflutning þeirra, og er enn langt frá því að vera fullreynt á öll viðkomandi álitaefni. Reyndar er það er mín persónulega skoðun að það eina sem þarf til að ná fram svokölluðum "kosningaloforðum Framsóknarflokksins" er að dómstólar haldi áfram að dæma lögum samkvæmt.

Ef einhver var "plataður af Framsókn" voru það þeir sem héldu að meira þyrfti til en sömu aðferðir og hafa nú þegar náð fram yfir 250 milljarða sparnaði fyrir íslensk heimili á undanförnum fjórum árum. Meðal þeirra aðferða er að hlusta ekki í blindni á boðskap þeirra aðila sem taldir eru upp hér að ofan.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2013 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband