Verðtrygging með ISK

Meðan við höfum íslensku Disney krónuna þá munum við hafa verðtryggingu.

Góð þróun á sér stað í dag. Óverðtryggðum lánum fjölgar. En verðtrygging hverfur aldrei.

Vextir eru einfaldlega of háir þökk sér krónunni.

Ég vill ganga í ESB, taka upp evru. Taka lán í banka í alvöru samkeppnisumhverfi. Deutche Bank, Danske Bank eða Landsbankanum. Hver býður best. 

 

Annars vil ég þakka fyrir verðtryggða lánið sem ég tók mér fyrir nokkrum mánuðum. Mjög hagstætt. Geri mér fyllilega grein fyrir því að það muni hækka í takt við vísitölu. Enda stendur það skýrt í samningnum. 

 

Þeir sem eru á móti verðtryggðum lánum eru um leið á móti krónunni. Þetta vinnur á móti hvoru öðru. Annað er einfaldega þekkingaleysi og skal sá aðili ekki vera marktækur.

kv

Sleggjan


mbl.is Gæti sín á verðtryggðum lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Við verðum sjálfsagt aldrei sammála um þetta en ég vil nefna tvennt:

1) Það skiptir engu máli hvað gjaldmiðillinn heitir, enginn gjaldmiðill þolir stöðugan hallarekstur hins opinbera. Menn eru alltaf að tuða yfir því að krónan hafi tapað svo miklu af verðgildi sínu. Bandaríski dollarinn hefur tapað 99% af sínu verðgildi frá 1912. Gengisfall krónunnar skrifast að langmestu leyti á íslenska stjórnmálamenn og íslenska kjósendur sem þá kusu. Ég veit ekki hvernig evran hefur staðið sig en það kæmi mér ekki á óvart ef hún væri að síga í verðgildi fljótlega. Svo má ekki gleyma því hvernig SÍ hegðaði sér á árunum fyrir hrun, hann beinlínis bjó til þetta mikla gengisfall krónunnar í upphafi hrunsins.

2) Lágir vextir eru ekkert endilega paradís. Lágir vextir ýta undir skuldsetningu og afleiðingar lágra vaxta sjáum við nú víða um heim, nánast allur hinn vestræni heimur er að drukkna í skuldum!

Vaxtastig hér er afleiðing fákeppni á fjármálamarkaði og kemur gjaldmiðli okkar ekkert við. Þegar þú tókst þitt verðtryggða lán og barst saman þína valkosti, hve mikill munur var á því sem þér stóð til boða?

Við höfum svo frábæra stjórnmálamenn og höfum haft áratugum saman - þökk sé hinum mikla fjölda sósíalíska kjósenda - að samkeppnismál hafa algerlega setið á hakanum. Í geira þar sem samkeppni er virk er ekki mikill gróði.

Hvað græddu bankarnir mikið á síðasta ári? En árið áður? Hvað ætli bankarnir græði mikið á þessu ári?

Helgi (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 08:32

2 identicon

Yfirlýst ánægja Sleggjunar með verðtryggða lánið minnir ískyggilega á ánægju manna með gjaldeyrislánin sín fram til haustsins 2008. Þá var af álíka visku og þekkingu búið að reikna sig í mikinn meðaltalshagnað þangað til gengið féll.

Þeir sem vilja EUR vilja ekki verðtryggingu með 4% vöxtum. Óskiljanlegt að vilja samt 4% verðtryggða ISK vexti til áratuga þegar áföll eru fyrirséð samkvæmt t.d. nýju áliti SA.

EUR aflandsgengi krónunnar erum nú um 30% lægra en álandsgengi SI. Álverð fer lækkandi, fiskverð er að síga, snjóhengjan óleyst og SI varar við miklu gjaldeyrisútstreymi næstu misseri vegna hárra lánaafborgana. Þá er ríkissjóður enn rekinn með halla. Hvað ætli margblessað verðtryggða lánið hækki mikið næstu 2-3 árin?

Inngróin peningaóstjórn Íslendinga verður ekki leyst með upptöku EUR. Ekki frekar en innistæðulaus fjárútlát verða leyst með nýju kreditkorti. Það tekur um áratug að uppfylla ERM II skilyrðin og að taka upp EUR. Hvorki stjórnvöld, SASÍ eða landsmenn hafa vilja eða áhuga á að hefja það verkefni.

EF endurbætt EUR verður tekin upp á Íslandi 2025 þá verður samt sérstakt Íslandsálag á EUR vexti næstu áratugi. Forhertum verðtryggingarviskubrunnum og okkur hinum er hollt að kynna sér eftirfarandi:

http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1295508/

Jón G (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 09:42

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Meðan við höfum íslensku Disney krónuna þá munum við hafa verðtryggingu.

Nei þetta er öfugt orsakasamhengi hjá þér.

Óstöðugleikinn stafar af verðtryggingu, sem framleiðir krónur úr verðbólgu og þenur peningamagn í umferð út sem skapar offramboð á krónum og rýrir þannig verðmæti þeirra, sem ýtir undir verðbólgu og ýkir sveiflur en það leiðir loks til hárrar ávöxtunarkröfu. Þetta orsakasamhengi hefur nú verið sannað.

Það hafa aldrei komið fram neinar vísbendingar, hvað þá sannanir, fyrir því að krónur séu færar um að fjölga sér sjálfar (án verðtryggingar). Hinsvegar geta ákvarðanir á borð við þá að tengja höfuðstól útlána bankakerfisins við vísitölu neysluverðs valdið fjölgun á krónum án innstæðu, en pappírsmiðar, málskífur og rafeindamynstur geta ekki tekið neinar slíkar ákvarðanir, og kenningar um slíka hegðun dauðra hluta brjóta í bága við öll þekkt lögmál náttúruvísindanna.

Hér er leiðrétting:

Meðan við höfum verðtryggingu verður íslenska krónan Disney gjaldmiðill.

Svo er hér áskorun:

Sannanir óskast fyrir því að krónur geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2013 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband