Lygarinn Al Gore. hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Al Gore segir þarna satt um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og almennt samkomulag innan vísindasamfélagsins um þetta. Repúblikarnir segja ósatt.

Frá repúblikunum kemur fullyrðing um að Yfirmenn frá Enron og Goldman Sacs hafi komið að mótun tillögu um s.k. cap and trade -kerfi, sem er ein tillaga um hvernig á að draga úr losun. Al Gore neitar því. Ég veit ekkert hvað er satt í því efni. Þetta er einfaldlega allt annað mál. Annars vegar eru vísindin sem segja að jörðin sé að hitna af völdum CO2, svo hitt hvernig á að takast á við vandamálið. Cap and trade er tilraun til að nota markaðslausnir til að hemja útblástur, og hún er umdeild og augljóslega pólitísk ákvörðun. Þar geta verið ólík sjónarmið á lofti, og alls kyns hagsmunir sem þarf að ræða vel.

Á Íslandi þekkjum við vel kvótakerfið sem var sett á til þess að stjórna fiskveiðum. Skapaði í leiðinni nýja auðstétt og valdastétt. Það er hætta á að kerfi eins og Cap and Trade til þess að stjórna losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið (hún er nú stjórnlaus) geti haft sams konar hliðarverkanir.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 09:10

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú lendir í algengan pitt

það er enginn að segja að lofslag hitnar vegna CO2

En fyrst hitnar sjórin nog svo eykst CO2.

Ekki öfugt.

Þessvegan er ekki hægt að kenna manninum um þetta.

 mæli með að þú kynnir þetta betur.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 24.6.2013 kl. 16:43

3 identicon

Það hefur verið vitað í meira en 150 ár að CO2 veldur heitara loftslagi. Það gerir það með því að hleypa í gegn um sig sólargeislum, en stöðva varmageisla frá jörðinni. Aukinn styrkur CO2 þýðir þess vegna að meira kemur inn af orku til jarðarinnar en sleppur út í geiminn. Til að koma á jafnvægi í orkubúskap aftur þarf jörðin að hitna.

Hafið tekur til sín meira af CO2 en það gefur frá sér. Hluti af því sem við losum hverfur í hafið og veldur því að það verður súrara.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 18:44

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú greinilega last lífræði bókina þína í 9.bekk

gott mál

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 25.6.2013 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband