Föstudagur, 21. júní 2013
Hið opinbera, spilling og stjórnmálamenn
Það er merkilegt að mjög fáir vinstri menn veita þessu ástandi athygli. Það er vegna þess að þetta beinist allt að stjórnmálamönnum sjálfum en ekki alþjóðlegum fyrirtækjum.
Hér var ganga gegn Monsanto skipulögð af vinstri mönnum:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/05/24/ganga_gegn_monsanto_a_austurvelli/
Vinstri menn halda fram áróðri sem hefur valdið því að almenningur trúir því að fyrirtæki eru vond og stjórnmálamenn og hið opinbera eiga að fá meiri pening.
Þess vegna beita vinstri menn sér ekki fyrir þessu. En þeir voru ekki lengi að tjalda á Austurvelli þegar Occupy hreyfingin stóð sem hæst.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/11/22/slaem_umgengni_a_austurvelli/
Af hverju hatar fólk fyrirtæki sem selja ykkur vörur sem gerir lífið ykkar betra?
Þetta er áhugavert.
p.s.
Læt skemmtilegt myndband fylgja með svona uppá djókið.
hvells
![]() |
Blöðin segja allt orðið stjórnlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.6.2013 kl. 01:05 | Facebook
Athugasemdir
Ööööö... krakkarnir sem tjölduðu á Austurvelli í tilefni af Occupy, voru sko alls engir sérstakir vinstrimenn. Ekki það að einhverjir þeirra gætu alveg hafa vinstrimenn, en ekki stóð nú ekkert um það utan á því ágæta fólki.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2013 kl. 00:23
Það er ekki hægt að fullyrða að Monsato mótmælin voru bara vinstri menn þátttakendur. Hægri, hlutlausir og vinstri menn sem eru á móti Monsato vinnubrögðum sambandi við erfðabreytt matvæli tóku þátt.
Hvellurinn spyr einnig:
"Það er merkilegt að mjög fáir vinstri menn veita þessu ástandi athygli. Það er vegna þess að þetta beinist allt að stjórnmálamönnum sjálfum en ekki alþjóðlegum fyrirtækjum. "
Einfaldega rangt. Það voru mótmæli í gær einmitt út af þessum málum:
http://www.visir.is/brasiliumenn-motmaela-i-midborginni/article/2013130629908
Ég gekk framhjá þessu þegar ég fékk mér pulsu á Drekanum, ágætlega fjölmennt. Samkvæmt kenningu hvellsins þá voru einstaklingarnir í Brasilíugöngunni hægir menn?
Nei segji ég. Hægri,vinstri og hlutlausir sem láta sér þennan málstað varða.
Það er nú oft þannig þegar mál eru skoðuð aðeins betur þá er lífið ekki svona svart hvítt, vinstri hægri.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 22.6.2013 kl. 01:16
Ég er nú enginn sérstakur vinstri maður en ég held að Monsanto verði að teljast eithvað grófasta dæmið um hversu langt fyrirtæki komast með aðstoð spilltra stjórnmálamanna og algerlega siðlausum stjórnendum.
Maron Bergmann Jónasson (IP-tala skráð) 22.6.2013 kl. 01:18
Annars væri skemmtilegt að taka umræðuna um erfðabreytt matvæli aðeins lengra.
Ég er fylgjandi þangað til annað kemur í ljós. Tækniframfarir eru framtíðin í matvælaframleiðslu.
Malthus hélt fyrir rúmlega 200 árum síðan að við gætum ekki verið svona fjölmenn, hann tók nefninlega ekki inn í jöfnuna tækniframfarir.
Sleggjan heldur að erfðabreytt matvæli séu eitthvað sem verður í framtíðinni svo fólksfjöldinn á jörðinni geti haldið áfram sinn gang.
Hér er mynd af HUGE tómötum. Framtíðin? Já segir Sleggjan.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 22.6.2013 kl. 01:23
hvað voru stór hluti af þessu fólki sjálf ættað frá Brazil?
en ég spjallaði við nokkra af þessu occupy liði á austurvelli vegna þess að ég er að vinna þarna rétt hjá og maður kíkir oft út í hádeginu.
Þetta voru allt vinstri menn. Einn var í Che Guevara sem dæmi.
En það er nauðsýnlegt að nýta tæknina ef við ætlum að lifa af og Monsato er frábært fyrirtæki. Hafa gert líf fjölda fólks betra.
Ekkert fyrirtæki verður stór með því að svíkja og pretta neytendur.
Fyrirtki verð ávalt stór vegna þess að þeir bjóða flotta vöru og góðu verði miðað við gæði. Apple er eitt dæmi.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.6.2013 kl. 01:33
Örugglega slatti af fólki sjálft ættað frá Brasilíu. Ég var nú einfaldega að benda á brotalöm í kenningunni um að þeir sem ekki vilja mótmæla stjórnmálamönnum eru vinstri menn. Það kom ekki fram í kenningunni þinni að þjóðerni skiptir máli.
Varla sátu vinstri menn heima hjá sér þegar búsáhaldabyltingin 2009 hér á Íslandi var? Þar var einmitt mótmæli gegn stjórnvöldum. Flestir Íslendingar (ef þjóðerni skiptir máli
)
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 22.6.2013 kl. 01:38
Maður var að tala svona almennt séð.
Ég er aðalalega að furða mig á öllu þessum mótmælum vegna alþjóðlegara fyrirtækja einsog Monsanto.
Þeir eru ekkert að ríða feitum hesti einsog er. Urðu illa útur hruninu og hafa ekkert náð að spyrna sér neitt eftir það. Náðu 137 árið 2007 og duttu niður í 80 eftir hrunið og eru núna í um hundrað. Á meðan S&P500 hefur hækkað gríðarlega á sama tíma.
Held að heimurinn mundi ekkert vera betri þá að Monsanto fer á hausinn..... þó að það hafa verið gerðar skemmtilegar heimildarmyndir um fyrirtækið.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.6.2013 kl. 01:45
Djö... er fúlt að Brasilía skuli hvorki hafa evru né vera í ESB.
Espolin (IP-tala skráð) 22.6.2013 kl. 02:59
Sem vinstri maður og ríkisstarfsmaður þá finnst mér þetta frekar pirrandi viðhorf. Ég þekki engan sem mundi sætta sig við spillingu innan hins opinbera á minni stofnun.
Monsanto hinsvegar finnst mér að mörgu leiti gott fyrirtæki. Það er þeim til dæmis að þakka að Indland og hlutar Afríku sem voru stanslaust að þjást af hungursneið eru orðin sjálfum sér næg hvað varðar mat.
Hinsvegar hafa þeir verið frekar mikil fífl í öðrum málum eins og til dæmis hvernig þeir selja vöru sína og kæra aðila sem lenda í því að vara þeirra dreifist yfir á þeirra landareignir.
Fyrirtæki verða líka risastór vegna þess að þau eru fyrst á markað og nota síðan frekar leiðinlegar aðferðir til að halda öllum öðrum af markaðinum. Microsoft til dæmis.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.6.2013 kl. 15:35
Monsanto er eitt spilltasta og versta fyrirtæki sem sögur hafa farið af, og GMO iðnaðurinn almennt séð er mjög spilltur. Þessi spilling er m.a. notuð til að dreyfa áróðri í gegnum leppa, til að búa til þessa ímynd um frábæra tækni sem á að vera að bjarga heiminum. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að glansmyndin er lygi.
Monsanto hefur ekki hjálpað Afríku eða Indlandi; þvert á móti þá hefur þessi tækni gjörsamlega brugðist og búið til neyðarástand:
http://www.globalresearch.ca/harvest-of-hypocrisy-farmers-being-blamed-for-gmo-crop-failures/5322807
http://www.naturalnews.com/026705_Monsanto_corn_GM.html
Það kemur kannski mörgum á óvart hversu slæmt ástandið er í S-Afríku t.d., því að ýmsar "óháðar" stofnanir hafa gefið Monsanto topp-einkunnir. En vinsamlegast ATH hvernig spillingin virkar, þegar betur er að gáð þá eru þessar stofnanir fjármagnaðar beint og óbeint í gegnum Monsanto og önnur GMO fyrirtæki. Þessi fyrirtæki fjármagana stofnanir og bloggara til að dreyfa áróðrinum og ráðast á allt og alla sem ekki eru sammála Monsanto et al. Þessi lygavefur er heil iðnaðargrein út af fyrir sig:
http://www.gmwatch.org/myth-makers
Gott dæmi:
http://www.acbio.org.za/index.php/media/64-media-releases/418-gm-industry-called-to-account-isaaas-report-mischievous-and-erroneous-
GMO eykur ekki afköst, og það sem verra er, þá skemmir þetta umhverfið. Blandaður lífrænn búskapur er það besta sem völ er á. Vefsíða Union of Concerned Scientists fer ágætlega yfir þetta:
http://www.ucsusa.org/food_and_agriculture/
símon (IP-tala skráð) 22.6.2013 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.