Föstudagur, 21. júní 2013
ESB er lausnin
Nú er komið í ljós að landbúnaðakerfið, bændur og framleiðendur af okkar "hreina" mat eru að okra á almenningi.
Við inngöngu í ESB falla tollar niður af mat og samkeppnin eykst.
Kaupmáttur almennings og þá sérstaklega fátæklinga mun aukast.
Því fátækt fólk notar stærri hluta tekna sinna í mat heldur en ríkir.
ESB hefur bara kosti.
Enga galla.
Að auki kostar það 110 milljarða á ári að halda úti krónunni. Það eru peningar sem við getum notað í heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið.
hvells
![]() |
Segja svínað á neytendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig færð þú út að bændur séu að okra á almenningi??? Afurðaverð til bænda hefur ekki hækkað svona mikið. Rollubóndi fær um 8-9000 krónur fyrir lambið frá sláturleyfishöfum + um 2000 krónur á hvert ærgildi á ári í styrki. Þá á eftir að draga frá allan kostnað við framleiðsluna.
Útkoman er að bóndinn fær álíka mikið fyrir framleiðsluna sína og barn í þrælkunarbúðum Nike og Adidas í austurlöndum fjær. Hvernig væri að beina reiði sinni á rétta aðila í eitt skipti en hætta að ráðast endalaust á bændur sem að sitja fastir í klóm milliliðanna. Sláturleyfishafar og verslun og þjónusta eru okrararnir en ekki frumframleiðendur.
Hvað ESB varðar og enga galla þá bönnuðu rússar innflutning á landbúnaðarafurðum frá ESB þar sem að þær stóðust ekki kröfur. Endalausar fréttir af mis banvænum matareitrunum og smiti í matvöru hjá ESB. Hrossakjöt í öllum réttum osfrv. osfrv. osfrv.........
Engir gallar hvað??
Keli (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 13:45
ég nefndi bændur landbúnaðarkerfið og framleiðendur
"hrossakjöt í öllum réttum"
já ÖLLUM réttum. Ertu að grínast eða?
En það var hrössakjöt í Findus vörum: þetta er því fyrirtæki að kenna. Ekki ESB.
aftur á móti var "kjöt" sem var ekkert kjöt í selt á Íslandi.... að óglemydu iðnaðarsalti sem hefur verið notað í ískenskan mat (BESTI matur í heimi) í 20ár
hvells
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.6.2013 kl. 19:12
Frekar djúpt í árinna tekið að segja að ESB hafi enga galla.
Er samt fygljandi ESB fyrir lægri matarverð m.a.
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.