Föstudagur, 21. júní 2013
Viðskiptablaðið og kynjafræði
Var að lesa Viðskiptablaðið. Mæli með að gerast áskrifandi á þessu blaði. Vandaðasti fjölmiðill á Íslandi í dag.
Þar var verið að tala um laun og kjör fólks í fjármálageiranum.
Það var gert þessi hefðbundna launakönnun sem gaf þá niðurstöðu að karlmenn eru með 15% hærri laun en kvenmenn. Þetta var titlað sem "óútskýrður munur" þá er verið að taka tillit til menntunar og starfsaldurs.
Talsmaður samtaka fjármálafyrirtæki sagði að karlmenn sækja yfirleitt í tölvustörf, tæknistörf eða viðskiptastörf (fjármál, fyrirtækjaráðgjöf, eignastýring, áhættustýring).
Konur vilja frekar fara í útibúin og vinna þar. En af þeim körlum og konum sem vinna í útibúum og af þeim körum og konum sem vinna saman á annað borð í eignarstýringu er með sömu laun. Þ.e 0% launamunur.
Þetta kalla ég 0% launamun. Það er ekki rétt að kalla þetta 15% "óútskýrðan" launamun vegna þess að þessi viðkomandi náði að útskýra þennan launamun í einni málsgrein í Viðskiptablaðinu.
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Einmitt, þetta þvaður um launamun er alveg hrikalega þreytandi og yfirleitt engin innistæða fyrir þessu hjali. Gott hjá ykkur að halda þessu sjónarmiði á lofti.
Ég man eftir að hafa lesið um eins slíka könnun um nýútskrifaða lækna í USA. Þar kom í ljós að karlarnir voru með mun hærri laun en konurnar. Það var líka vegna þess að þeir unnu miklu meira. Þarna hefði verið hægt að öskra "mismunun" en með því að skyggnast aðeins bak við tölurnar kom nú heldur betur annað í ljós.
Karlar kjósa frekar hættuleg störf sem krefjast langrar fjarveru en eru þá betur launuð vegna þessa, dæmi eru togarastjómen, vinna á olíuborpöllum og margt annað.
Helgi (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 12:44
Það er rétt.
Þessvegna er rangt að kalla þetta "óútskýrður" launamunur vegna þess að það er mjög auðvelt að útskýra hann.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.6.2013 kl. 13:01
Var tekið tillit til yfirvinnu og starffshlutfalls?
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 15:41
Ég veit það ekki. Þarf að lesa greinina aftur. En ég veit að það er minni og jafnvel engin yfirvinna í útíbúum.
Menn vinna þar bara á skrifstofutíma meðan það er opið.
En það skiptir ekki öllu. Enda er 0% launamunur þegar borið er saman kvk og kk í sömu deil eða innan sama útibús.
Launajafnrétti hefur náðst á Íslandi og því er tilvalið fyrir feminisma að berjast fyrir réttindum kvennmanna t.d í arabalöndum. Þar er verk að vinna.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.6.2013 kl. 19:16
Rannsóknir sýna að KK eru viljugri að vinna fullt starf og mikla yfirvinnu.
Konur viljugri að ráða sig í minna en fullt starf og segja nei við yfirvinnu.
Þó þau séu með sömu grunnlaun, þá er kk með hærri laun út af þessum staðreyndum. Kynjafræðingar taka þetta ekki með í sína útreikninga. Enda hentar það ekki þeirra áróðurspropaganda þar sem staðreyndir skipta engu. It´s the message.
kv
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 21:20
það er nátturulega fáránlegt að taka það ekki inn
ég hélt að þeir tóku þetta inn útaf þeir kalla þetta óútskýrðan mun
hvað er þá í gangi þarna í þessum kynjarannsóknum?
er þetta bara tóm áróður?
hvellls
Sleggjan og Hvellurinn, 21.6.2013 kl. 21:25
Já kallinn minn.
Ef þú vissir þetta ekki þá er þessi grein í besta dagblaði landsins must read:
http://www.vb.is/skodun/83480/
Mistök eru að taka meðallaun allra karla í landinu, draga frá þeim meðallaun allra kvenna í landinu og kalla það launamun.
Launamunur kynjanna er eitt af þessum málum þar sem afskaplega lítið pláss virðist vera fyrir nánari greiningu á málefninu, sem er miður, því allt bendir til þess að enn sé óútskýrður munur á því hvað konur og karlar fá í laun fyrir sambærilega vinnu. Umræðan er öll í fyrirsögnum og smáa letrið er látið liggja milli hluta. Endalausar rannsóknir hafa verið gerðar á því hver raunverulegur óútskýrður launamunur kynjanna er, en niðurstöðurnar gleymast nánast samdægurs.
Nýjasta dæmið um ótrúlega slappa umfjöllun um launamun kynjanna var uppsláttur Ríkissjónvarpsins á tölum Hagstofunnar um heildarlaun fullvinnandi launafólks í fyrra. Þar kom fram að heildarlaun karla voru að meðaltali 548.000 krónur og meðallaun fullvinnandi kvenna voru 425.000 krónur. Munurinn var því 123.000 krónur.
Í tvo daga var því flaggað í fréttatímanum að þetta væri þessi raunverulegi launamunur kynjanna og alls kyns sérfræðingar fengnir til að segja hvað þetta væri ömurlegt. Samkvæmt þessum tölum eru meðallaun fullvinnandi karla 28,9% hærri en hjá konum. Ef þetta væri til komið vegna karlrembu og fordóma þá væri íslenskt samfélag í afskaplega vondum málum. Lítið var gert í því að skoða tölurnar nánar í fréttaflutningi RÚV. Samkvæmt tölum Hagstofunnar unnu fullvinnandi karlar að meðaltali 47,4 klukkustundir í viku í fyrra, en fullvinnandi konur unnu 41,2 klukkustundir í viku. Karlar unnu s.s. 15% fleiri vinnustundir á viku en konurnar. Var ekki ástæða til að taka þetta með í reikninginn? Aðrar upplýsingar, sem reyndar komu ekki frá Hagstofunni fyrr en í gær, sýna að um 10% vinnustunda karla eru yfirvinnustundir, en hlutfallið er 5% hjá konum. Karlar vinna s.s. tvisvar sinnum fleiri yfirvinnustundir en konur. Hugsanlega er mismunað eftir kynjum í því hver fær að vinna lengur, en þetta ber þó að taka inn í umræðuna um launamuninn.
Stærstu mistökin eru hins vegar að taka meðallaun allra karla í landinu og draga frá þeim meðallaun allra kvenna í landinu og kalla það launamun. Karlar og konur vinna mismunandi vinnu fyrir mismunandi laun. Raunverulegan kynbundinn launamun finnur maður með því að bera saman sambærilega hluti.
Samkvæmt frétt Hagstofunnarfrá árinu 2010 var raunverulegur óútskýrður launamunur kynjanna 7,3% á árunum 2000 til 2007. Það er vandamál sem finna verður lausn á, hafi staðan ekki batnað síðan þá, en ég sé ekki að uppsláttur eins og sá sem RÚV stóð fyrir um daginn hjálpi nokkuð til í þeim efnum.
sleggjan (IP-tala skráð) 22.6.2013 kl. 00:57
Með áherslu á þessa málsgrein:
Samkvæmt tölum Hagstofunnar unnu fullvinnandi karlar að meðaltali 47,4 klukkustundir í viku í fyrra, en fullvinnandi konur unnu 41,2 klukkustundir í viku. Karlar unnu s.s. 15% fleiri vinnustundir á viku en konurnar. Var ekki ástæða til að taka þetta með í reikninginn? Aðrar upplýsingar, sem reyndar komu ekki frá Hagstofunni fyrr en í gær, sýna að um 10% vinnustunda karla eru yfirvinnustundir, en hlutfallið er 5% hjá konum. Karlar vinna s.s. tvisvar sinnum fleiri yfirvinnustundir en konur.
sleggjan (IP-tala skráð) 22.6.2013 kl. 00:59
Áróður kynjafræðinga er svo mikill að það fær ótrúlegasta fólk á sitt band með fölskum kókópuffsaðferðum.
Þar á meðal plata fjölmiðla.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 22.6.2013 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.