Fimmtudagur, 20. júní 2013
Misnotkun á lýðræði
Þessi undirskriftarlisti er misnotkun á lýðræði.
Lýðræði er bara gott þegar það hefur ekki áhrif á þriðja aðila.
Lifum við í því landi að ef 51% manns kjósa í þjóðaratkvæðisgreiðslu um að taka pening af hinu 49% getur það talist gott lýðræði og "hlustað á fólkið í landinu"
Þetta er sorglegt.
hvells
![]() |
Vel hægt að leysa málin með vilja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er búið að líkja þetta við Hitler og Seinni heimsstyrjöld. Umræðan dó við það.
http://www.pressan.is/frettir/lesafrett/framkvaemdastjori-liu-okkur-er-kennt-um-allt---eins-og-gydingar-fyrir-60-arum-sidan
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 21.6.2013 kl. 00:24
Sæll.
Þessi undirskriftarlisti er lýðskrum. Lýðræði á ekki að ganga út á það að gera fyrirtæki gjaldþrota og óhagkvæm í rekstri. Lýðræði á ekki að ganga út á það að hafa neikvæð áhrif á getu fyrirtækja til að fjárfesta, ráða til sín starfsmenn og sinna öryggi.
Svo skulum við heldur ekki blekkja okkur sjálf, allur peningur sem fer í ríkishítina fer í tóma vitleysu - sama hve mikið fé þeir taka af almenningi og fyrirtækjum. Ætli þingmenn og ráðherra vanti ekki fleiri aðstoðarmenn?
Hverjir ætla svo að taka á sig ábyrgðina þegar fyrirtæki í sjávarútvegi verða gjaldþrota og fólk þar missir vinnuna? Hverjir ætla að taka á sig ábyrgðina þegar samkeppnishæfni íslensk sjávarútvegs versnar og færri kaupa af okkur fisk?
Ætli margir myndu ekki taka nafn sitt af þessum lista með hraði ef þeir myndu þurfa að borga persónulega fyrir það tjón sem þessi vitleysa þeirra veldur?
Helgi (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 10:23
það er búið að ráðstafa þessum pening
t.d tæplega 4 milljarða í græna hagkerfið
gæluverkefni VG
http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7175
þannig að það er bara hérna á svart á hvítu að þetta fer í bull og vitleyus.. gæluverkefni og kjaftæði
hveellss
Sleggjan og Hvellurinn, 21.6.2013 kl. 13:11
Undirskriftarlistinn er ekki hluti af formlegu lýðræðisferli sem er í samræmi við lög í landinu.
Þetta er einstaklingsframtak sem hefur enga lagalega vigt, en er ætlað þá helst að skapa ákveðin þrýsting.
Sleggjan er á því að það eigi ekki að vera hægt að kjósa um skatta og fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Veiðigjaldið per se á semsagt ekki að fara í þjóðaratkvæði.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.