Orsakasamhengi

Þeir sem lesa fyrirsögnina og svo lauslega fréttina hoppa kannski hæð sína af gleði. Segja upp líkamsræktarkortinu og fá sér sæti í sófanum og bíða eftir að kílóin fjúka í burtu.

 

Fyrirsögnin er hinsvegar villandi.

Þessi manneskja breytti um matarræði til hins betra. Lækkaði daglega kaloríuinntöku. Meðfram því að hætta í ræktinni.

Í ljósi þess að minnkun á fituprósentu er 80% matarræði og 20% hreyfing þá gefur auga leið að breytt matarræði er ástæða þess að hún léttist en ekki vegna þess að hún hætti í ræktinni.

Til þeirra sem héldu að þetta voru góðar fréttir, mér þykir það leitt. Þurfið áfram að púla en umfram allt passa kaloríuinntökuna.

kv

Sleggjan


mbl.is Léttist þegar hún hætti í ræktinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

já passar

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.6.2013 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband