Miðvikudagur, 19. júní 2013
Þvílík spenna. Alvöru sigurvegarar VS góðir íþróttamenn
Ég fylgdist með leiknum síðustu nótt og hef þurft að gjalda fyrir það. Mætti svefnlaus til vinnu og þetta er ekki auðveldasti vinnudagur sem ég hef upplifað.
En þess virði. Stutt eftir, þetta hefði getað verið síðast leikurinn á þessu tímabili.
Lebron James var frábær í þessum leik. Stigatölurnar tala sínu máli. En það er eitt. Hann er ekki "clutch" player. Þ.e. mér finnst hann klikka á lykilaugnablikum. Hann hefur jú átt sín sigurvegaramóments en hef margoft verið vitni af ákveðnu "choke" frá honum. Í þessum leik t.d. átti hann möguleika á að skora lykilkörfur en gerði ekki. Í einu skoti var það airball (hefði getað gert út um leikinn). Hrasaði, kláraði ekki lay up.
Bjargvætturinn fyrir Miami var ekki Lebron James, heldur Ray Allen. Hann jafnaði með 3ja stiga skoti þegar nokkrar sekúndur voru eftir (Lebron klikkaði, Bosh tok frákast og gaf á Allen). Þetta er ein svakalegasta þriggjastigakarfa sem ég hef séð lengi. Mun seint gleyma.
Það eru til góðir körfuboltaleikmenn. Svo eru til þeir sem eru fæddir sigurvegarar.
Lebron James er góður körfuboltaleikmaður, bestur í heimi í dag. En hann er ekki fæddur sigurvegari.
Fæddur sigurvegari vill vera með boltann á lokasekúndunum. Hann vill taka lokaskotið, hefur þessar stáltaugar (Reggie Miller og Jordan sem dæmi). Hann hefur verið sigurvegari frá því í grunnskóla. Þetta er meðfætt að hluta. Lebron hefur ekki þennan eiginleika.
Talandi um fædda sigurvegara. Það er í fersku minni þegar Ólafur lét Snorra Stein taka víti á móti Ungverjalandi.
Ólafur Stefánsson þorði ekki, lét Snorra sem var kaldur frá bekknum taka það. Snorri klikkaði og við komumst ekki á verðlaunapall. Óli Stef fellur ekki undir skilgreininguna sem fæddur sigurvegari.
Ég bloggaði um þetta a sínum tíma:
http://visir.is/gudmundur--min-akvordun-ad-lata-snorra-taka-vitid/article/2012708099913
Þjálfarinn tók ákvörðun að láta Snorra taka vítið. Allt í góðu með það. En ástæðan:
Það var brotið á Óla og hann treysti sér ekki til að taka vítið, enda hafði hann klikkað sjálfur fyrr í leiknum."
Óli er leiðtogi liðsins og fyrirliði. Hann er með mestu reynsluna. En treystir sér ekki til að taka mikilvægasta skot leiksins. Hann var búinn að eiga slæman leik en það skiptir engu máli.
kv
Sleggjan
![]() |
LeBron James: Besti leikur sem ég hef upplifað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Facebook
Athugasemdir
Tók eftir þessu.
James klikkaði of mikið í lokin og var mjög nálægt því að gera útum leikinn.
Hann fékk tilraun eftir tilraun. Ray Allan ásamt Bosh sem tók gríðarlega mikilvæg sóknarfráköst í lokin eiga hrós skilið fyrir sinn þátt í sigrinum.
They are many good pleyers... only few great. Jordan og Miller koma fyrst upp í huga. James kemst ekki á þennan stall nema hann afsannir þetta í næsta leik... eða seinna meir.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 19.6.2013 kl. 22:00
Ekki gleyma Kobe Bryant, það er alvöru killer !
Ævar (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 07:23
Já, Kobe hafði þetta í sér líka.
Man þó ekki eftir mörgum sigurkörfum og vítaskotum á ögurstundu. En eflaust átti hann einhver.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.