Skuldaleiðréttingin galin hugmynd

http://www.ruv.is/frett/gersamlega-galin-hugmynd

Síðuskrifarar hafa haldið fram frá upphafi að skulaafskriftir heimilina séu galin hugmynd.

Nú hefur hinn sprenglærði og reynslumikli hagfræðingur hoppað með okkur á bátinn að þessu leiti.

Friðik Már Baldursson heitir hann:

Menntun

1985 Department of Statistics, Columbia University, New York, USA, Ph.D. í tölfræði og hagnýttri líkindafræði
1994 Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, M.Sc. í hagfræði
1979 Stærðfræðideild Háskólans í Gautaborg, B.Sc. í stærðfræði og stærðfræðilegri tölfræði
1976-1978 Stærðfræðiskor Háskóla Íslands, námskeið í stærðfræði, tölfræði, aðgerðarannsóknum og tölvunarfræði
1981 Tónlistarskólinn í Reykjavík, einleikarapróf


 

Starfsferill

Forseti, viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, 2009 -
Prófessor, viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, 2007 -

Prófessor II, hagfræðideild Háskólans í Osló, 2012 -
Framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunar í fjármálum við HR, 2007 - 2009
Forseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, 2006 - 2007
Prófessor í hagfræði, viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, 2003 - 2007
Vísindamaður við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, 1999 - 2003
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar, 1998 - 1999
Forstöðumaður rannsókna, Þjóðhagsstofnun, 1994 - 1998
Sérfræðingur með umsjón með líkansmíðum, Þjóðhagsstofnun, 1988 - 1994
Lektor (assistant professor), Department of Statistics, Columbia University, 1985 - 1988

---------------------------------

Nú á að stofna nefnd um hvernig þessar afskriftir verða útfærðar. Hverjir ætli verði í þeirri nefnd? Einhverjir sem fylgja alveg örugglega XB að málum? Þverfagleg? Hallast að fyrri möguleikanum.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi hringekjusjóðshugmynd hefur alltaf verið galin. Alveg undarlegt hve margir keyptu þetta á sínum tíma.

Er nefnilega merkilegt og umhugsanarvert hve algengur tendens það er hjá mörgum íslendingum þessi árin, að ef um risaupphæðir peningalega sé að ræða - að þá sé til eitthvert töfratrikk, einhver brella, tær snilld, sem hægt sé að nota þannig að skuldir/upphæðir hverfi einhvernvegin á dularfullan hátt - og enginn borgi. Allt frítt.

Það væri fróðlegt að fá könnun á menntunarstigi þeirra sem kaupa svona brellukenningar.

Jafnframt ætti að hringja viðvörunarbjöllum ef foringi þeirra Hægri-Grænna finnst umrætt skynsamlegt.

Svo er náttúrulega sér kapítuli að Sigmundur og framsóknarmenn skuli koma með þetta eftir kosningar.

það að þeir sigmundur og frosti og aðrir framsóknarmenn komi þennan hringekjusjóð eftir kosningar - það þýðir bara að þeir hafa í raun enga trú á kosningabrellu-upplegginu sínu um að einhverjir útlendingar útí heimi ættu að borga. Voru bara að skrökva því. Þessvegna er stokkið á hringekjusjóð - en samt einhvernvegin augljóst að þeir hafa enga trú á honum í raun.

Meiri vitleysan og skrökulýgin sem þessir framsóknarmenn eru með alltaf.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.6.2013 kl. 23:46

2 identicon

Skemmtilegur punktur hjá Ómari.

Kemur alltaf einhver tívólíútfærsla þegar um risaupphæðir eru að ræða. Aldrei minni. Það er líka þannig að minni tölur eru viðráðanlegar í sumum tilfellum. En svona risatölur er ekki hægt að ráða við þannig leitað er til hókus pókus.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 00:09

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta tarp rugl er bara bull frá byrjun

Ólafur Arnason mælir með þessu.

Hann veit ekkert um hagfræði. Hann er með einhvera BBA gróðu í hagfærði svo MBA gráðu... veit ekki hvað hann er að gera í umræðunni

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.6.2013 kl. 00:23

4 identicon

Ja, þetta er vissulega orðið nokkuð flóknara vegna þess að þið jafnaðarmennirnir nýttuð ekki tækifærið í október 2008 til þess að vinda ofan af þessu vandamáli. Þess í stað þá völduð þið að reyna að telja fólki trú um að þegar fjármálastofnanir voru búnar að prenta ótæpilegt magn af krónum og nota þær til þess að ryksuga upp allan gjaldeyri í landinu að þá væri sanngjarnast að lántakendur bættu lánveitendum upp að fullu óhjákvæmilegt hrun gjaldmiðilsins.

Um þessa hugmyndafræði hefur ekki náðst nein sátt og henni var endanlega hafnað í síðustu kosningum.

Og Friðrik Már er svo sem ekki eini hagfræðingurinn sem hefur gagnrýnt útfærslur Framsóknar á skuldaleiðréttingum. Það hefur t.d. Gunnar Tómasson líka gert. Ef ég skil hans hugmyndir rétt þá ganga þær út á að höfuðstólar lána verði færðir niður og það sama gildi um virði skuldabréfa. Ef það væri hægt þá væri það trúlega hægfræðilega skynsamlegt því það hefði væntanlega hagstæð áhrif á peningamagn í umferð. Vandamálið er bara að til þess að fara þá leið þá virðist þurfa veljvilja kröfuhafa, sem getur verið dálítið erfitt að stóla á. 

En við hljótum að fagna því að Friðrik Már sé kominn að málinu. Hann hlýtur í framhaldinu að útfæra hugmyndir um skuldaleiðréttingar sem hann telur ekki vera galnar.  

Seiken (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 09:18

5 identicon

Sæll.

Ég hlusta ekki lengur á Friðrik B enda fannst honum Icesave góð hugmynd og svo sá hann ekki fyrir hrunið.

Það er sitthvað að geta þulið skilningslaust upp eitthvað úr kennslubókum, og náð þar með prófum, og annað svo að beita því. Á seinna prófinu fellur hann með glæsibrag - nánast í hvert einasta skipti sem hann opnar munninn.

Helgi (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband