Sigmundur nefndi ekki einu orði á EES-Samninginn

Sigmundur nefndi ekki einu orði á EES-Samninginn.

Ísland er ekki fullvalda þegar kemur að þeim samningi. Við tökum við lögum sem við höfum engin áhrif á. Samt talar hann um fullveldi. Langflest lög ESB koma í gegnum EES-Samninginn.

Ef við göngum í ESB höfum við áhrif. Ætli Sigmundur viti af þessu? Við getum fengið meiri fullveldi við inngöngu í ESB.

kv

Sleggjan


mbl.is Evrópusambandið þarf að sanna sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við erum formlega og lagalega séð fullvalda. Við getum hvenær sem er sagt þessum samningi upp. Við getum haft okkar áhrif á lagagerðir sem berast gegnum EES-ferlið. Við getum fellt slíkar lagagerðir í Alþingi. Forsetinn getur ennfremur beitt neitunarvaldi gegn einstökum EES-lagagerðum hverju sinni.

Þér, sleggjudóma-námsmanni, gengur það eitt til með þessum skrifum að reyna að stuðla að FULLU FULLVELDISFRAMSALI Í HENDUR EVRÓPUSAMBANDSINS, og ekki er það til að verja fullveldið!

Reyndu ekki að blekkja þjóðina. Það verður haft auga með slíkum skrifum þínum.

Jón Valur Jensson, 17.6.2013 kl. 16:37

2 identicon

Sæll.

Hvað sagðir þú aftur að við hefðum mörg prósent atkvæða á Evrópuþinginu ef við værum í ESB?

Helgi (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 16:44

3 identicon

Á Evrópuþinginu fáum við 6 þingmenn sem er um 12.5 sinnum fleiri en skv íbúafjölda. Við fáum jafnamarga þingmenn og Eistar þó að þeir séu 4-5 sinnum fleiri en við

Danir fá 13 þingmenn, eða aðeins rúmlega tvöfalt fleiri en við þó að þeir séu 17-18 sinnum fjölmennari. 

Í ráðherraráðinu eru langflest mál afgreidd samhljóða. Þar skiptir því mestu máli áhrifamáttur einstakra ráðherra.

Allar ESB-þjóðirnar eru langt frá því að hafa meirihluta og verða því að reiða sig á stuðning annarra þjóða. Aðstöðumunurinn er í raun ekki mikill.

Reglur um 55% lágmarksfjölda þjóða til að fá mál samþykkt í ráðherraráðinu og skilyrði um aukinn meirihluta koma í veg fyrir að stóru þjóðirnar ráði ferðinni.

Sem dæmi um lítinn aðstöðumun þurfa Svíar 63.1% atkvæða frá öðrum þjóðum miðað við 65% aukinn meirihluta en Íslendingar 64.9%. Þetta á við ráðherraráðið. Munurinn er enn minni á Evrópuþinginu.

Reynsla smáríkja af ESB er mjög góð. Þau hafa spjarað sig mjög vel að Kýpur undanskildu. Vandræði Kýpur má rekja til tengsla við Grikkland og Rússland.

Möguleikar Íslands til að hafa mikil áhrif í ESB eru miklir. Við höfum nóg af hæfu fólki. Spurningin er hins vegar hvort við berum gæfu til að velja það sem okkar fulltrúa.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 17:15

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það segir margt þegar menn geta ekki sagt "við erum fullvalda". Heldur "við erum formlega og lagalega séð fullvalda".

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 17.6.2013 kl. 17:43

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sleggja

Ég mundi passa hvað þú segir "það verðu haft auga með skrifum okkar"

Þetta er allt málfrelsið og lýðræðisástin hjá NEI sinnum.

Ég hef margoft verið bannaður á bloggsíðu Jón Val

Ég hef verið bannaður á "samtök um rannsókn ESB og Íslands" (eða eitthvað álíka)

Mín komment hafa verið hennt út á síðu Heimsksýnar.. þrátt fyrir að andstæð sjónarmið fá ávalt aðkoma fram á síðu ESB bloggsins.

Það er greinilegt hvaða víglína vill ekki málfrelsi.

NEI sinnar vilja halda áfram áróðurtaktík. Skítt með staðreyndir.

Og þegar það er reynt að lagfæra vilteysuna í þessu liði þá er maður hennt út.

Þetta er sorglegt og er ekki NEI sinnum til sóma.

Og þeirra málstað.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.6.2013 kl. 18:01

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ásmundur falsari minnist ekki einu orði á þá staðreynd, að atkvæðavægi Íslands í ráðherraráðinu yrði ekki nema 0,06% (og myndi jafnvel minnka frá því, ef fleiri ríki bættust í hópinn). Og það er tómt mál um það að tala að gera ráð fyrir því, að öll mál verði ákveðin þar samhljóða, eins og menn ættu t.d. að átta sig á nú, með svo deildar meiningar innan sambandsins um efnahagsvandans og skuldamála ríkjanna. Lög ESB gera heldur ekki ráð fyrir því.

Jón Valur Jensson, 24.6.2013 kl. 00:54

7 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Ekki veit ég til þess, Hvellur, að þú hafir verið bannaður á vefsíðu Samtaka um rannsóknir á ESB ...; þeir einu, sem hafa verið bannaðir þar, eru reyndar ekki nafngreindir í stjórnborðinu, heldur eru það tvær IP-tölur, sem bannaðar hafa verið (einhverjir sem hafa brotið freklega reglur um innlegg). ––JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.6.2013 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband