Góðar yfirlýsingar

Flott hjá þeim báðum.

Það þarf að skera niður enn frekar.

Það þarf að hætta við öll loforð sem byggð voru á sandi. Þá sérstaklega þau loforð sem lofa auknum útjgöldum. Ríkiskassinn er bara tómur, einfalt mál.

Gefum þeim 4 ár að minnka báknið. Vonandi tekst það í þetta sinn.

kv

Sleggjan


mbl.is Velferð á lánum reist á sandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég fæ ekki betur séð en íslenska ríkið skuldi yfir 700 milljarða núna. Svo má bæta skuldbindingum vegna lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna við það. Í lok þessa fjárlagaárs verður talan sjálfsagt komin í nálægt því 750 milljarða án þess að lífeyrisskuldbindingar séu taldar með. Ef tryggingafélag væri rekið eins og ríkissjóður væru allir toppar tryggingafélagsins komnir í fangelsi fyrir að vantelja skuldbindingar. Af hverju ekki stjórnmálamennirnir?

Oddný tók nýlega einn milljarð dollara að láni skellihlæjandi á 6% vöxtum til 10 ára og var mjög hróðug eftir þá lántöku en gleymdi því alveg að fyrir samskonar lán þurfti ameríska ríkið bara að greiða 1% vexti. Seljum allt undan henni og látum hana borga persónulega fyrir sitt klúður. Stjórnmálamenn verða að bera persónulega ábyrgð á sínu klúðri.

Það er ekki hægt að greiða þessar skuldi með því bara að auka hagvöxt þó það sé auðvitað skref í rétta átt. Skera þarf grimmt niður og leggja niður eða vængstífa verulega ýmsar opinberar stofnanir eins t.d. og ráðuneytin, SÍ, FME og alþingi sjálft (þingmenn eru alltof margir). Slá þarf með öllu af aðstoðarmenn fyrir þingmenn enda eru þingmenn snöggtum fleiri per íbúa hér en í nágrannalöndum okkar, samanburður við frændur okkar á Norðurlöndunum er í besta falli villandi varðandi þetta þegar þingmenn reyna að réttlæta tilvist aðstoðarmanna. 

Ef útgjöld ríkissjóðs væru skorin niður um 20% á ári allt þetta kjörtímabil og skattar lækkaðir verulega væri komandi blússandi góðæri hérlendis í lok kjörtímabilsins. Þá væru skuldir almennings ekki mikið vandamál. Þá tæki krónan líka að styrkjast og kaupmáttur almennings myndi aukast ofan á hitt.

Helgi (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 23:01

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Get kvittað undir flestalt sem Helgi nefnir

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 13.6.2013 kl. 00:00

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það eru mjög spennandi hlutir að gerast í reikninghaldi og endurskoðun hjá hinu opinbera í heiminum í dag.

Í evrópu er stefnt að innleyða IPSASB staðla sem eru byggðir á IFRS stöðlum (einsog tryggingafélög þurfa að fara eftir einsog Helgi bendir réttilega á) og í þessum nýju IPSASB stöðlum þarf að taka inn óbeinar skuldbindingar og ábyrgðir ríkisins inn í "efnahagsreining" ríkisins.

Með öðrum orðum þá verður ekki hægt að fela skuldbindingar einsog íbúðarlanásjóð, lífeyriskerfið opinbera og svo vaðlaheiðagöng of fleiri verkefni.

Það er stefnt að því að taka þetta upp 2014 í ýmsum EU löndum. Það verður spennandi að fylgjast með þessu í framtíðinni.

Stjórnmálamenn vilja að sjálfsögðu ekki sjá þetta.... þessvegna þarf almenningur að þrýsta á þetta og veita þeim aðhald

http://www.ifac.org/public-sector

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 13.6.2013 kl. 09:09

4 identicon

Snilld.

Ekki lengur hægt að skipa niður í A og B.

Sveitafélög gera þetta líka, sem er miður.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 09:16

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt er það

Það var stigið gott skref hjá sveitafélögum árið 2010

"Niðurstaðaálits 1/2010 um skráningu leigusamninga fasteigna og annarra mannvirkja:

•

“Sveitarfélögum er skylt að færa í efnahagsreikning sinn alla leigusamninga vegna fasteigna og annarra mannvirkja til lengri tíma en þriggja ára, enda séu þeir ekki uppsegjanlegir af hálfu sveitarfélagsins innan eins árs. Á þetta jafnt við um rekstrarleigusamninga, fjármögnunar-leigusamningaog aðra leigusamninga vegna fasteigna og annarra mannvirkja sem sveitarfélög nota í starfsemi sinni. Heimilt er, ef fjárhæð leigusamnings er óveruleg, að færa slíkan samning utan efnahags.”"

Sveitafélög einsog t.d Reykjanesbær voru mikið í því að selja eignir sínar (t.d til fasteign ehf) og gera langtímaleigusamning. Þannig ná þeir að fela skuldir.

Nú er skyllt að færa langtímaleigusamning sem skuld

Enda hækkuðu skuldir reykjanesbæjar mikið þegar þessir leigusamningar fóru í efnahagsreininginn.

þetta er allt að fara í rétta átt.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 13.6.2013 kl. 09:39

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.deloitte.com/assets/Dcom-Iceland/Local%20Assets/Documents/3%20Leigusamningar%20ofl.pdf

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 13.6.2013 kl. 09:40

7 identicon

Sælir.

Ef satt reynist með þessa nýju staðla yrði það frábært skref. Ég trúi því að þeir verði settir á þegar það gerist í raun. Skil vel að stjórnmálamenn berjist um af hæl og hnakka til að koma í veg fyrir þetta - þá allt í einu sér almenningur og fjárfestar að keisarinn er nakinn. Ég held því að baráttan verði uphil að koma þessu á - stjórnmálastéttin hefur af því ríka hagsmuni að koma í veg fyrir þetta.

Helgi (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband