Miðvikudagur, 12. júní 2013
Ívilnanir fyrir suma og flókið skattkerfi.
Skattaafsláttur til ferðaþjónustunnar sem nú er til staðar er óþarfur.
Ferðaþjónustan blómstrar, hótel fullbókuð. Engar líkur eru á því að ferðamannastraumurinn hætti ef nóttin hækkar um nokkrar evrur.
Mikill misskilningur er í gangi með að eigi að skattpína ferðaþjónustuna. Það átti einfaldlega að láta ferðaþjónustuna sitja við sama borð og önnur fyrirtæki í landinu. Um leið mikil einföldun á skattkerfi (sem XB og XD boða reyndar, en eru samt að tala á móti sjálfum sér hérna).
kv
Sleggjan
![]() |
Gistináttaskattur öllum slæmur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Jú það er veruleg hætta á að úr ferðamannastrauminum dragi nokkuð ef verðið hækkar. Þekkir þú ekkert til framboðs- og eftirspurnarfallsins? Heldur þú virkilega að ferðamannaiðnaðurinn hér sé ekki í samkeppni við önnur lönd? Heldur þú virkilega að ferðamenn sem hingað komi hafi ekki íhugað kostnað við að koma hingað miðað við aðra staði sem þeim þóttu álitlegir? Ef þú hækkar gistinóttina um örfáar evrur koma eilítið færri ferðamenn en myndu ella koma, þetta sérðu ekki og heldur þess vegna að hækkunin sé skaðlaus. Má ekki líka algerlega slá vsk af? Af hverju þurfum við að greiða ríkinu þóknun fyrir að kaupa skó, gistinótt eða vörur?
Það sem þorri fólk virðist engan veginn skilja er að ef skattprósenta er lækkuð aukast tekjur af viðkomandi skattstofni. Gott dæmi um það er þegar skattur á fyrirtæki var lækkaður í þrepum árin 1991-2001 úr 45% í 18%. Tekjur af þessum skattstofni þrefölduðust vegna þessarar prósentu lækkunar en drógust ekki saman eins og eðlilegt væri að álykta ef horft er til lækkaðrar skattprósentu.
Lækka þarf verulega alla skatta, sama hvaða nafni þeir nefnast. Ríki og sveitarfélög stela nú þegar alveg nógu miklu af fólki.
Helgi (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 22:28
Ég einfaldega hafna þeirri kenningu að ferðamönnum myndi fækka ef hækkunin hefði verið framkvæmd.
Ég er fullkomlega meðvitaður um framboð og eftirspurnarfallið sem ég hef lært í framhaldsskóla sem og háskóla. Ég er einfaldega ekki kreddufastur og þetta er ekkert svart og hvítt.
Það er einfaldlega ferðamannabylgja hér í gangi, og mun verða næstu árin.
Ég vildi að ég gæti tekið smá veðmál við þig. Ég hefði sagt að ferðamönnum mundi halda áfram að fjölga komandi ár þrátt fyrir hækkun skatts, og þú mundir segja hið gagnstæða. Hefði verið gaman. En því miður ekki hægt.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 13.6.2013 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.