Þriðjudagur, 11. júní 2013
Venjulegur dagur á Útvarpi Sögu
Hlustaði á símatíma í svona korter.
Fyrsta mál á dagskrá var gjald á símtöl til stöðvarinnar. Semsagt þeir sem hringja inn og tjá sig þurfa að greiða gjald fyrir. Stjórnendur Útvarp Sögu eru með einhver dollaramerki í augu, og mikilmennskubrjálæði. Hver ætlar að borga gjald fyrir að hringja inn og tjá sig? Margoft hafa útvarpsmenn beðið með línuna lausa tímunum saman.
Svo hringdi inn öryrki. Hann líkti ástandi öryrkja á Íslandi saman við gyðingahreinsanirnar í Seinni Heimsstyrjöldinni. Ákvað eftir þessa samlíkingu að það var komið gott af Útvarpi Sögu í bili og slökkti.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Facebook
Athugasemdir
Arnþrúður Karlsdóttir sagði í dag, að aldrei meðan hún væri eigandi stöðvarinnar, yrði rukkað fyrir að hringja inn. Arnþrúður er nefnilega ekta :).
Ég hef einstöku sinnum þakkað fyrir mig, eftir að fá að segja mína skoðun, með því að leggja inn smápening á stöðina (þó of sjaldan). Það er reyndar langt síðan ég lagði eitthvað inn á þessa ágætu stöð, og skammast ég mín svolítið fyrir þá vanrækslu.
Gangi þeim allt í haginn á Útvarpi Sögu, og takk fyrir allt frábæra efnið sem þar er á boðstólum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.6.2013 kl. 00:20
Tók kannski ekki nógu vel fram í færslunni.
Mér finnst Útvarp Saga mjög góð útvarpstöð. Hlusta margoft og hef gaman af og mun halda áfram að hlusta.
Besti þátturinn finnst mér vera Bixið. Einnig Síðdegisútvarpið.
Þar eru gestir í klukkustunda viðtali. Ekki 5-10 mínútur eins og á Bylgjunni og Rás 2.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 12.6.2013 kl. 02:15
leyðist stundum umræðuefnið og ofstæknina í fólkinu.
allir eru glæpamenn
en besta stöðin á íslandi í dag
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 12.6.2013 kl. 11:02
Þegar Sigurður G. Tómasson gekk út, þá slökti ég !
Hvernig er hægt að hlusta endalaust á að allt sé öðrum að kenna nema Arnþrúði sjálfri um rekstur Útvarps Sögu ?
Ef þú hefur fólk í vinnu þarftu að borga þeim laun, ef þú kaupir þjóustu frá einhverjum þá þarftu að borga fyrir hana !
Hættið að aumingjavæða sjálfa ykkur sem hlustendur !
JR (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.