Mánudagur, 10. júní 2013
Væri hann í viðtali á Íslandi....
Væri eflaust álitinn fínasti viðmælandi á sjónvarpstöðinni ÍNN.
Þessi setning hefði slegið í gegn:
"Bilderberg-hópurinn hefði átt þátt í að stofna Evrópusambandið, en það hefði allt saman verið áætlun í anda nasistastefnunnar um að taka lönd efnahagslega yfir. "
NEI-Sinnar eru skoðunarbræður samsæriskenningarsmiðsins.
kv
Sleggjan
![]() |
Viðmælandi missti sig í beinni útsendingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ertu búinn að gleyma færslunni 1984 sem þú póstaðir í gær? Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Þú ættir manna síst að vera að gera öðrum upp að sækjast í samsæriskenningar.
Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 01:32
Þín (eða ykkar-) skoðun er fín sýn á stöðuna. Sökudólgurinn er þá ekki þýska þjóðin, heldur Bilderberg-hópurinn, sem er skv þessu að takast með fé og fjasi það sem Hitler tókst ekki með sprengjum og stáli.
Steingerdi (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 01:36
Ehemm...
Einn af fáum íslenskum Bilderberg mönnum hefur reyndar verið með þátt á ÍNN sem er sjónvarpsstöð rekin af flokksbræðrum hans og reyndar allra annara íslenskra Bilderberg manna, nema eins þeirra sem er krati.
Svo þú heldur að Alex Jones yrði vel tekið á þeirri stöð?
Jamm, einmitt...
Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2013 kl. 01:52
Mummi meistari :) Ef ykkur vantar lógísk, vel útpæld svör sem eru nær sannleikanum en allt annað, þá skal tekið mark á Mumma :) Þú ert sko á réttri hillu Guðmundur.
Kiddi (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 02:42
Bara svona til að staðfesta hversu nákvæmur drengurinn er, þá er hann sá eini bloggarinn hér með prófíl mynd í png formatti ;)
Kiddi (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 02:45
Björn Bjarna hefur reyndar sótt Bilerberg fund. En það er orðið frekar langt síðan.
Með tímanum hefur BB og Ales Jones nálgast í skoðunum og þá sérstaklega um Evrópusambandið.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 07:26
Hvernig dettur einhverjum í hug að hópur mjög ríkra og valdamikla manna skuli reyna að vernda sína hagsmuni og reyna með samráði að græða meiri peninga og öðlast meiri völd?
Mofi, 11.6.2013 kl. 09:35
Bilderberg hópurinn hefur ólíkt skárri hugmyndir um heiminn en ESB. Bilderberg er til og það hafa allir aðgang að ákveðnu upplýsingum um þá, þó fundirnir sjálfir séu leynilegir. Davíð Oddsson hefur verið gestur á þeim, sem og Halldór Ásgrímsson. Það eru opinberar upplýsingar. Bilderberg er ekki fullkominn félagsskapur og hugmyndir þeirra ekki algjörlega raunhæfar. Það er engu að síður mikil móðgun við þá að líkja þeim við ESB. Tengsl þeirra við nazista eru engin. Tengsl ESB við nazista eru óbein. ESB hefði getað orðið eitthvað merkilegra en það er, en Þjóðverjar ráða mestu þar í krafti fjölda. Hitler dreymdi um Evrópu stjórnað af Þýskalandi, þar sem Norður Evrópubúar væru eins konar aðall, Suður Evrópubúar sæmilega virtir en óæðri, og Slavar eins konar undirstétt. Allt þetta má lesa um í bréfum hans sjálfs. Og þetta er staðan í ESB í dag. Að Þýskaland hafi svo mikið vald er gróf móðgun við mannkynið og menningu vestræns lýðræðis. Það tekur þjóð marga áratugi að jafna sig á því að hafa framið ljótasta glæp mannkynssögunnar. Tvær kynslóðir gera hana ekki heila á ný. Lengri tíma þarf til og það hefði verið betra að erlent hervald hefði verið mun lengur í Þýskalandi og sorglegt að sjá á eftir Bandaríska hernum þaðan burt.
* (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 18:28
Þetta nýð um Björn Bjarnasson er fyrir neðan allar hellur. Að líkja hámenntuðum og siðfáguðum manni við Alex Jones er barbarismi af hæstu gráðu. Þú hefur annað hvort ekki kynnt þér Alex Jones nóg, eða BB. Alex Jones er furðuleg blanda. Hann hefur orð á ýmsu sem er eins 100% satt og að leyniþjónustur hafi aðgang að tölvupóstinum þínum og okkar allra, sem alls konar fáfrótt fólk telur vera samsæriskenningar (þetta dæmi sem ég tók var dæmi um slíkt, og aðeins nýlega viðurkennt í kjölfar uppljóstrunnar, en hana þurfti ekki til og þetta vissu margir allan tíman, því önnur gögn lágu fyrir). Það er gott og blessað að vekja athygli á hlutum sem betra er að fólk viti og vanvitar flokka sem samsæriskenningar. En lygar, rógur og persónunýð um menn og ýmsa hópa og samtök manna eru glæpsamlegt athæfi og Alex Jones ætti að sitja bak við lás og slá fyrir skort sína á sannleikshollustu. "Libel" er glæpur.
* (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 18:33
Þetta er nú frekar regla hjá honum Alex Jones að sleppa sér í viðtölum og þegar hann lendir í óþægilegum spurningum, þá hellir hann sig svona yfir spyrjandan. Allir svokallaðir samsæriskenningarmenn fyrir löngu hættir að hlusta á eitt orð sem þessi æsingarmaður hefur að segja, enda allsanað að skúfufyrirtæki C.I.A.eiga og reka stöðina hans og borga honum laun til að sverta alla samasærikenningarmenn og í raun og veru kalla margar margstaðfestar fréttir smasæriskenningar. Þetta er algjör bullukollur!
Þórarinn Helgi Sæmundsson, 11.6.2013 kl. 20:22
BB og Alex Jones eru báðir ekki Hrifnir af ESB.
Að segja það persónuníð er bara fáránlegt.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 11.6.2013 kl. 23:27
Það er fullt af Nei-sinnum á íslandi sem segja eitthvað álíka. Sérstaklega með að blanda einhverjum ,,nasisma" inní málið og þá styttirst í ,,þýskaland" sem eru ,,að taka allt yfir" o.s.frv. Eg hef barasta margoft heyrt slíkt frá Nei-sinnum á Íslandi. Og það þykir barasta fínn málflutningur í þeirra röðum.
Hinsvegar er þessi Bilderberg-kenning, almennt séð, ekkert vinæl á íslandi þessi árin. Var miklu vinsælli um 1980. Þetta er miklu vinsælli og þektari kenning erlendis.
Með Alex Jones og það að hann snappar þarna, þá hafa sumir velt fyrir sér erlendis afhverju hann hagaði sér svona. Því í sjálfu sér hefði hann alveg getað haldið sig við efnisatriði málsins í rólegheitum.
Sumir hafa komið með ýmsar skýringar, en eg held að þetta skýrist bara af Bandaríska fjölmiðlasamhenginu. Það er allt önnur hefð í bandarísku sjónvarpi en Evrópsku. Það nægir að horfa á Fox News til að átta sig á því og ýmsa þætti þar sem geta stundum verið alveg kostulegir. Ingvi Hrafn er að innleiða þessa menningu hér með íslensku ívafi.
Að það má heyra að Alex öskrar nafnið á síðunni sinni eða einhverjum stöðvum sem á að hlusta á.
Þ.e.a.s. að hann er vel sjóaður í þessum bransa. Hann veit vel aðþað skiptir ekkert höfuð máli hvað hann segir efnislega þarna. Hann er bara að auglýsa sig - og sennilega, sennilega nefnilega virkar þetta hjá honum. Einhverjir munu leita uppi síðurnar og klikka og/eða skoða youtubemyndbönd - og um það snýst þetta allt. Bara bissness.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.6.2013 kl. 23:53
Rétt athugað Ómar.
Hann er ákveðið vörumerki. Hann væri ekki að standa undir nafni ef hann hefði allt í einu verið málefnalegur og talað út frá staðreyndum.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 12.6.2013 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.