Óli Geir með frábæra hátíð

Sleggjan og Hvellurinn keyptu miða á hátíðina.

Höfum skemmt okkur konunglega áhátíðinni.

Þetta er einhver stormur í vatnsglasi. Þeir sem hafa afbókað sig hafa verið einhverjir minniháttar spámenn.

Aðalnúmerin hafa troðið upp og verið með frábært show. Ljósabúnaður, hljóðkerfið og aðstaðan í Reykjaneshöllinni er til fyrirmyndar.

Outlandish og Rudimental spiluðu á fimmtudaginn og voru þau bæði frábær.

Í gær spilaði heimsfræga hljómsveitin Far East Movement og brást ekki. Haffi Haff kom svo á óvart einnig. Úlfur Úlfur stóð fyrir sínu.

Í kvöld er T Tempah og hlakka ég mjög til. Hvet alla að skella sér. Hægt að að fá dagpassa á 9900kr.

Óli Geir er lyftistöng fyrir Keflavíska menningu.

Hipstera Hátíðinn Icelandic Airwaves er langt fyrir neðan KMF þegar við tölum um skemmtanagildi. Airwaves var með endalaus no name í fyrra og mikil vonbrigði. Í ár er aðalnúmerið Kraftwerk sem eru sextugir tölvugúrúar sem hafa ekki komist á vinsældalista í tuttugu ár.

Óli Geir hefur hlustað á fólkið. Skoðað hvað er vinsælt og framkvæmt. Fær hann lof fyrir.

kv

Sleggjan


mbl.is Fleiri hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sammála þessu

mjög góð hátið

ég mun ekki fara á airwaves.... enfaldlega vegna þess að það eru ekkert góða hljómveitir að troða upp.

annað en á KMF

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 8.6.2013 kl. 13:45

2 identicon

Hátíðin er augljóslega ekki frábær ef fullt af atriðum hættir við, þar af sum erlendu stórnöfnin. Vonandi lærir Óli af þessu, stillir næstu hátíð í hóf (ef hann heldur aðra hátíð) og gerir eitthvað sem hann ræður við. Algjör óþarfi hjá þér að væla út í Airwaves þótt þú sért að réttlæta þetta rugl.

Hannes (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 06:47

3 identicon

Obvious troll is obvious..

Guðjón (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 11:42

4 identicon

Mér sýnist augljóst að aðstandendur þessarar hátíðar hafi brugðist bæði mörgum listamönnum og mörgum tónlistarunnendum. Fólki sem bókaði sig í góðri trú og keypti miða í góðri trú. Verst er að þeir virðast ekki einu sinni hafa áhuga á að ganga frá þessu með reisn og bregðast við þessari umfjöllun. Mér finnst alls ekki rétt að gefa mönnum lof fyrir að rýra heiðarleika og trúverðugleika Suðurnesjamanna. Sérstaklega á þessari senu!

Halli Valli (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 14:12

5 identicon

Ég svo mikið sammála Hannesi.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 15:02

6 identicon

Ætlaði á þessa hátíð en fann ekki Keflavík á korti.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 15:45

7 identicon

Eðlilegt að bera saman tónlistarhátíðir sem eru haldnar hér á landi Hannes.

Og Airwaves er einfaldega með léleg lineup. Ekkert sem á erindi í dag. No names.

Sleggjan (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband