Vel gert

Þessu ber að fagna. Loksins er komin manneskja í iðnaðarráðuneytið sem hefur það ekki að hinu eina verkefni að reyna að pönkast í atvinnulífinu.

Það er mjög mikilvægt að einfalda allt regluverk vegna þess að það skapar meiri framleiðni og þar af leiðandi betri lífskjör fyrir almenning.

Ragnheiður kemur sterk inn. Ég hafði ekki mikla trú á henni áður. En hún fær allavega prik fyrir þetta.  

hvells 


mbl.is Draga á úr kostnaði atvinnulífs og almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kræklingabændur að kafna í eftirlitsgjöldum.

Og nú þarf kræklingabóndinn á Grjótasöðum við Gilsfjörð,að fá vinnsluleyfi hjá Matvælastofnun, og Matvælastofnun býður upp á leiðbeiningarbækling um umsóknarferlið, LOL.

www.visir.is/kraeklingabaendur-kafna-i-eftirlitsgjoldum/article/2012120439875

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.6.2013 kl. 16:46

2 identicon

Sæll.

Já, þetta er gott framtak - vonandi hreinsar hún vel til í þessum reglufrumskógi. Fleiri ráðherrar mætu taka sér þetta til fyrirmyndar.

Reglur í USA t.d. kosta atvinnulífið þar hundruðir milljarða dollara á ári og koma illa niður á nýjum fyrirtækjum - sem aftur dregur úr samkeppni sem er vont fyrir almenning. Þeir stjórnmálamenn sem ekki skilja þetta eru annað hvort vanhæfir eða er sama - veit ekki hvort er verra.  

Helgi (IP-tala skráð) 7.6.2013 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband