Þriðjudagur, 4. júní 2013
Góð staða
Þrátt fyrir háa skatta þá er regluverkið nokkuð gott. Það er tiltölulega auðvelt að stofna hér fyrirtæki og ódýrt. Það mætti vera auðveldara og ódýrara. En staðan er fín.
Ef vinstri stjórnin hefði verið lengur við völdin þá hefði hún getað skemmt meira. Steingrímur hækkaði til að mynda gjöldin sem þarf að borga til þess að stofna einkahlutafélag.
Svo betur fer hefur forræðishyggjan ekki hafið innreyð sína í þennan bransa. VG voru of uppteknir á strippi og ljósabekkjum. En ef þeir höfðu verið lengur við völd þá er aldrei að vita hvað hefði gerst.
hvells
![]() |
Litlar hömlur skapa tækifæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég get kvittað undir það að vinstri stjórnin hækkaði kannski of mikið skatta.
En staðreyndin er reyndar sú að AGS fór með stjórn efnahagsmála til ársins 2011. Það var ákveðið skilyrði láns að fara í niðurskurð og skattahækkanir (hvaða flokkur sem er hefði semsagt hækkað skatta því AGS voru einu sem vildu lána okkur).
VG voru ekki duglegir að lækka aftur skattana eftir árið 2011 þannig ég er nú ekkert að verja kallana. En rétt skal vera rétt.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 23:06
Það sem ég er að koma á framfæri er að flókið regluverk og boð og bönn eru skaðlegri en hái skattar.
Gott dæmi um það er Danmörk.
Háir skattar en það land er að skora hátt í frelsisvísitölu og ease of doing buisness. Sem er lykillinn af bættum lífskjörum.
http://www.heritage.org/index/
Danir eru í 9.sæti.... fyrir ofan "frjálshyggjuríkið" mikla USA
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.6.2013 kl. 09:32
@2: USA er ekki frjálshyggjuríki, þeir eru orðnir að náttrölli sem bíður þess eins að verða gjaldþrota. Obama er að jarða þá, hann meinar án efa vel en við vitum öll hverju vegurinn til ***** er markaður :-)
Það er ekki auðvelt að stofna fyrirtæki þar, þú mátt t.a.m. ekki selja djús á götu úti þar án leyfis. Þeir eru líka farnir að banna allt mögulegt og ómögulegt. Reglur þar kosta atvinnulífið hundruðir milljarða dollara á ári og enn á staðan þar eftir að versna.
USA eru líkt og Evrópa því miður búin að vera. ESB, íslam og sósíalismi eru að jarða Evrópu og sú álfa mun ekki ná sér aftur - það er algerlega útilokað sérstaklega þar sem þorri manna gerir sér ekki grein fyrir vandanum. Svíþjóð verður fyrsta Evrópulandið þar sem múslimar verða meirihluti íbúa, það gerist í kringum 2048 eða svo og skömmu síðar mun Holland fylgja eftir.
Ætli við tölum um frændur okkar Svía árið 2050?
@1: Kannski hækkað skatta of mikið? Hvað með veiðileyfagjaldið sem mun að óbreyttu leiða til gjaldþrota í greininni? Hvað með svik stjórnarliða við stóriðjuna?
Ég get bara ekki séð að skattheimta sé lögleg. Ég á þessa fáu aura sem ég vinn mér inn og hef aldrei samþykkt að láta þá af hendi til þriðja aðila né hef ég gefið einhverjum þingmannsdruslum leyfi til að ákveða hve mikið þeir taka af mér til að fjármagna eigið endurkjör. Ég lít á hið opinbera sem blóðsugu sem tekur sér vald sem það hefur ekki.
Helgi (IP-tala skráð) 7.6.2013 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.