Laugardagur, 1. júní 2013
Sorgleg afstaða ASI
Ef byggingafyrirtæki getur veitt ódýrari þjónustu þá á að meiga það. Það veldur því að við almenningur getum fengið íbúð á góðum stað fyrirfjölskylduna ódýrari en ella. En ASI vill nátturulega láta fjölskyldur Íslands niðurgreiða laun íslenska handlangara..... niðurstaðan verður dýrari húsnæði.
Best væri að afnema lágmarkslaun. Eða lækka þau gríðarlega. Lágmarkslaun veldur því að hér er svört starfsemi ásamt atvinnuleysi.
Sjá nánar í þessu myndbandi http://www.youtube.com/watch?v=siW0YAAfX6I
Það er mun hagkvæmara fyrir okkur Íslendinga að leyfa lágt lánuðum útlendingum vinna vinnuna sem þarfnast ekki þekkingar og Íslendingar fá þá að vinna sérhæfu störfin t.d rafvirkjun, pípara og smiði... á þá mun hærri launum.
Niðurstaðarn verður ódýrari húsnæði og betri lífskjör.
Svo er þetta ekki kalla að "misnota" erlent vinnuafl. Það er enginn að neyða einn né neinn. Menn eru einfaldlega að vinna að fúsum og frjálsum vilja.
hvells
Óttast undirboð á markaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega
Eini gáfulegi punkturinn er auðvitað svört atvinnustarfsemi. Hún er ólögleg og gefur þá fyrirtækjum sem svindla óverðskuldað edge.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.