Rugl loforðið

Ruglloforðið hjá XD og XB:

Afnema lágmarksútsvar.

Langflest sveitafélög eru að nýta sér hámarksútsvar!

Ekkert sveitafélag eru við lágmarksútsvarsmörkin. Ekki einu sinni Seltjarnarnes. Einungis Ásahreppur og Skorradalshreppur. Og þeir segja að það sé ekki svigrúm til frekari lækkana:

http://www.vb.is/frettir/84257/

"Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, segir í samtali við vb.is að ekkert svigrúm sé til þess að lækka útsvarið þótt það verði heimilað.  "

og svo hitt:

Svipað svar var að fá frá Eydísi Þorbjörgu Indriðadóttur, oddvita Ásahrepps. „Það er ekki svigrúm til að lækka útsvarið hjá okkur miðað við þær fjárhagsáætlanir sem við erum að leggja upp með. Við erum búin að gera áætlun fyrir þetta ár og svo aðra fyrir næstu þrjú árin og miðað við þær er ekki svigrúm til að lækka útsvar, en það getur að sjálfsögðu breyst.“

 Þetta er rugl loforð til þess að fá fólk til að halda að þeir séu að lofa einhverju til fólksins.

 

 

Ef þeim væri alvara. Þá auðvitað hefðu þeir lækkað mörkin á  hámarksútsvari. Þá erum við að tala saman. Þá erum við að tala um skattalækkanir. En að sjálfsögðu eru þeir ekki í þeim pakka.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er ekkert rugl að afnema lágmarksútsvar. Sveitarfélögin ráða þá hvað þau gera, þar sem viti bornir stjórnmálamenn eru væru álögur lækkaðar til að lokka íbúa til búsetu.

Ef þú lækkar álagningarprósentu aukast skatttekjur, þetta skilja grátlega fáir. Skattar skemma alveg ótrúlega mikið fyrir og eru í raun bara löglegt rán.

Helgi (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 21:32

2 identicon

Þú missir höfuðtilgang bloggfærslunnar:

Engin raunveruleg kjarabót á sér stað fyrir almenning með þessu.

Engin skattalækkun á sér stað. Bara fjarlægja lágmark sem tveir hreppir eru staðsettir á.

En að lækka hámarkið, þá værum við að tala saman ekki satt. XD hafði ekki þor í það.

kv

sl

sleggjan (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 23:57

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://andriki.is/post/51819842964

sleggjan á bandanmenn

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 31.5.2013 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband