Þriðjudagur, 28. maí 2013
Villandi umræða
Guðbjört er að færa umræðuna á forsendur sem hagnast hennar málflutningi.
Það er ekki slæmt ef mikil fjárfesting er á bakvið hvert starf. Það gefur hvert starf meiri framlegð.
Svo er ríkið ekki að fjárfesta heldur er þetta erlend fjárfesting. Það skekkir allan samanburð.
Umræðan er svo langt frá því að vera a heilbrigðu plani hjá henni. Hún Guðbjört er að færa rök fyrir því að best væri að moka alla skurði með skólfu. Það skapar fleiri störf heldur en að hafa einn gröfukarl (20 á móti 1) svo er minni fjárfesting á bakvið hvern skóflukarl (1500kr per skófla) á móti gröfukarlinum (grafa kostar 15milljónir)
Ég vona að fólk hættir svo að slá ryki í augun almennings.
hvells
![]() |
„Eitthvað annað“ arðbærara en álið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Guðbjartar Gylfadóttur, íslensks starfsmanns Bloomberg í New York, til Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfisráðherra. Í bréfi sínu heldur Guðbjört því fram að áliðnaður sé vonlaus grein og allt sé þar á fallandi fæti. Þrátt fyrir að vinna hjá „fyrirtæki sem hefur nær allan sinn hagnað af því að selja upplýsingar“ þá má draga þá eina ályktun að greinarhöfundur hafi ekki skilið þau gögn sem hún notar til að komast að niðurstöðu. Við snögga yfirferð er hægt að benda á eftirfarandi villur og rangfærslur.
1. Því er haldið fram að „það borgi sig ekki að framleiða meira ál í heiminum í bili.“ Þetta er alrangt enda er búist við því að notkun áls aukist um 15 milljón tonn á næstu 4-5 árum.
2. Alcoa er ekki að tapa á álframleiðslu. Með orðum Klaus Kleinfeld forstjóra Alcoa: „all segments are profitable“ . Höfundurinn hefur annað hvort ekki lesið uppgjör Alcoa, eða þá ekki skilið það.
3. Þá má benda á að kaupendur á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum virðast ósammála niðurstöðum höfundar en í maí hefur verð hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkað um 30%.
4. Alcoa framleiðir ekki 30 milljón tonn af áli á ári. Þeir framleiða um 4,2 milljónir tonna af áli á ári. Það munar 26 milljónum tonna og augljóst að greinarhöfundur misskilur algerlega þær upplýsingar sem verið er að skoða.
5. Alcoa er ekki að draga úr framleiðslu um 2-3 milljónir tonna enda virðist höfundur ekki hafa minnstu hugmynd um það hvað grafið sem hún er að lesa sýnir. Samkvæmt Alcoa mun fyrirtækið auka framleiðslu um 15 þúsund tonn á næsta ársfjórðungi.
6. Grafið sem vitnað er í er mikið notað í áliðnaði. Allir sem eitthvað fylgjast með og þekkja áliðnað kunna góð skil á því. En ekki höfundur greinarinnar sem telur sig geta lesið út úr því eitthvað um framleiðslumagn Alcoa. Grafið segir nákvæmlega ekkert um það heldur er þetta kostnaðarlínurit sem sýnir kostnað við framleiðslu áls á heimsvísu. Þannig eru um 30 milljón tonn í heiminum framleidd með tilkostnaði sem er undir 2000 dollurum. Álverið með lægsta framleiðslukostnað í heiminum framleiðir tonn af áli fyrir 1400 dollara. Það er því ekki um það að ræða að það kosti 1400 dollara að framleiða ekkert – það er misskilningur hjá höfundi greinarinnar. Reyndar byggir nánast öll umfjöllun hennar í greininni á misskilningi og þekkingarskorti sem er ótrúlegur miðað við menntun höfundar.
7. Það sem Alcoa sýnir er að þeir sem framleiðandi eru að reyna að bæta samkeppnisfærni sína með því að loka óhagkvæmum einingum og fjárfesta í hagkvæmari rekstrareiningum. T.d. þýðir þetta að gömlum álverum í Evrópu er lokað.
8. Rétt er að fagna umhverfisvitund höfundar sem telur það vinnuveitanda sínum til tekna að nota ekki dósir heldur niðurbrjótanleg glös. Það er þó líklega frekar uppgjöf fyrir því að samstarfsmenn höfundar hafa hent dósum í ruslið í stað þess að nota endurvinnsluílátin. Áldósir eru nefnilega eins umhverfisvænar og nokkrar umbúðir geta verið. Lítið mál er að endurvinna þær og ef höfundur kemur dósinni sinni í endurvinnslu eru allar líkur á því að innan 60 daga sé einhver annar búinn að drekka annan gosdrykk úr dós sem unnin er þeirri fyrri.
9. Álið hefur auk þess verið eftirsótt t.d. í bílaiðnaði til að draga úr eldsneytisnotkun og þar með gróðurhúsaáhrifum. Svipaða sögu má segja af áli og umbúðaiðnaði, matvara geymist betur í álfóðruðum umbúðum og það hefur jákvæð umhverfisáhrif.
10. Höfundur vísar einnig í skrif Andra Snæs Magnasonar þar sem spurt er hvaðan 5700 ný störf hafi komið frá árinu 2011, - á tímum þegar nánast engar álvers eða virkjunarframkvæmdir hafa farið fram. Í því sambandi má benda á að um 4500 manns eru í störfum sem eru að hluta eða öllu leiti greidd niður af Vinnumálastofnun.
Rauða Ljónið, 28.5.2013 kl. 21:30
reyndar virðist hún vera fela raunverulegan fjárfestingu vegna álsins með því að skeyta saman nýtingu á öðrum auðlindum og lækka þannig samanburðartöluna álverum til bóta.
álverin borga á ári svipað mikið í laun og útgerðir borga sjómönnum í laun, fyrir veiðar á Makríl. og það eru veiðar sem taka um 3 mánuði. þá eru ekki taldar með launagreiðslur vegna allra annarra veiða.
Þannig að ekki eru þetta álinu til bóta.
Fannar frá Rifi, 28.5.2013 kl. 21:31
Þetta endalausa "eitthvað annað" sem reynist svo óraunhæft með öllu
Ef þú vilt þá getur þú vel reiknað út að það margborgi sig fyrir þig að kaupa nýjan bíl þó svo að það sé lélegasta "fjárfesting" sem nokkurn tíman er hægt er að gera
Grímur (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 21:35
Skulum sjá hvort orkan sé fáanleg.
Á forsendum Landsvirkunar , ekki pólítikusa.
BB er orðinn Sovét
http://www.visir.is/skodad-hvort-landsvirkjun-utvegi-orku-til-helguvikur/article/2013130529248
Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2013 kl. 21:39
kv sl
Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2013 kl. 21:39
Eitthvað annað skaffar meirihluta landsmanna vinnu.....
Sigríður Lárusdóttir, 28.5.2013 kl. 21:40
það er sorglegt þegar manneskjur nota sér þekkingaleysi almennings á hagfræði og efnahagsmálum til að afbaka sannleikann.
En það gæti lía verið að Guðbjört virkilega trúir því sem hún er að segja.
ekki er það nú skárra
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2013 kl. 21:59
Rauða ljónið komst á feisbúkk og sá margar ferlegri villur en ég.
Jæja. En ég spyr: hvaða "annar" iðnaður býr til 65% arð af fjárfestingu? Hennar tölur, ekki mínar.
Og hvað er svo slæmt við að eitthað stórfyrirtæki vilji dæla peningum hingað til þess að smíða sér hús og skaffa fleiri en 1000 manns vinnu?
Ég klóra mér bara í hausnum yfir þessu.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.5.2013 kl. 22:34
Ætli það sé ekki bara best að við hættum alveg að gera "eitthvað annað" en að framleiða ál. Ég ætla að segja upp á morgun og sækja um í álveri - hvet alla íslendinga sem eru í "einhverjum öðrum" störfum að gera slíkt hið sama ;)
Starbuck, 28.5.2013 kl. 22:43
Sæll.
@8: Flottur punktur.
@1: Þetta er tekið af vef samáls, hnitmiðað og flott svar. Doktorinn lítur út eins og flón.
Legg til að þessi ágæti doktor verði kosið flón mánaðarins.
Við eigum eftir að heyra miklu meira frá umhverfisverndarsinnum, þeir eru rétt að byrja að kvaka, þetta verður að síbylju næstu árin og sjálfsagt eigum við eftir að heyra margar tröllasögur um áliðnaðinn og hve slæmur hann er.
Þeir sem ættu mestar áhyggjur að hafa vegna þessa haturs á áliðnaðinum (og líka sjávarútveginum eins og veiðileyfagjaldið sýnir) eru opinberir starfsmenn. Þeir sem fara á eftirlaun á næstu árum mega eiga von á verulegum skerðingum vegna þess að ríkið þarf að reiða fram um 400 milljarða á næstu árum í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna - milljarða sem ekki eru til nema fyrirtæki komi hingað og borgi skatta. Við getum ekki öll ort ljóð eins og Andri Snær og lifað af því.
Helgi (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 21:39
fór á samal.is..... mjög áhugavert!
auðvitað er þetta bull og vitleysa.... maður sér það langar leiðir.
En það er dálitið pirrandi að vera alltaf í minnihluta af þeim sem hafa rétt fyrir sér... bíst við að þú kannast við það helgi
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.5.2013 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.