Sannfærandi sigur Spurs, stórleikur í kvöld

Sigur San Antonio var mjög sannfærandi.

Memphis voru bara ekki nógu góðir. Enda voru þeir í 5 sæti í vesturdeildinni eftir alla deildarleikina.

Thunders, sem voru í öðru, glímdu við mikil meiðsli og náðu ekki langt. Ef allir hefðu verið heilir væru þeir líklega að spila við Spurs í spennandi viðureign.

Zach Randolph er lélegur leikmaður. Varð svolítið hissa þegar hann var titlaður sem stjarnan hjá Memphis.

 

Í nótt mætast Miami og Indiana.

Indiana hefur verið að veita þeim góða keppni. Þetta er hinn eiginlega úrslitaviðureign því ég tel Indiana vera að spila betur en Spurs (jább, I said it).

Ég þekkti ekki mikið til Indiana áður en úrslitakeppnin byrjaði en ég hef gaman af því að fylgjast með Roy Hibbert.

Hann er mjög seigur. Góða nýtingu. Spilar stöðu miðherja. 

Indiana þarf að spila meira inn á hann. Inni í teig. Miami er með sterka vörn en ég sé ákveðinn veikleika á málningunni.

Ef hann verður double teamaður þá sendir hann boltann á Hill sem neglir einum þrist.

 

Miami er þó líklega að fara vinna þessa seríu.

Lebron fáránlega góður. Bosh alltaf til staðar. Chris "birdman" Anderson er gaman að fylgjast með. Litríkur karakter.Hann er búinn að hitta úr 16 skotum í röð í síðustu fjórum leikjum sínum og er fyrsti maðurinn í sögu NBA sem klikkar ekki á skoti í fjóra leiki í röð með amk tvær skottilraunir.

 

Breiddin hjá Míami er svakaleg. Það er launaþak í NBA deildinni, maður spyr sig hvernig þeir eiga efni á þessu. Margir stjörnuleikmenn hafa greinilega sætt sig við lægri laun til þess að vinna titilinn.

 

Leikurinn er í kvöld. Byrjar hálf eitt í nótt. Hella uppá kaffi og vera ósofinn í vinnunni. Úrslitaveislan er bara einu sinni á ári.

kv

Sleggjan


mbl.is San Antonio sópaði Memphis í sumarfrí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

mjög góð samantekt

go pacers!!!

svaka póster mynd

Birdman náði greinilega ekki miklu flugi þarna í vörninni

en hann er einstakur leikmaður

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2013 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband