Gaman

Það er voða gaman að lofa útgjöldum.

En hvar á peningurinn að koma.

Skattahækkun?

Niðurskurður annarsstaðar?

Meiri ríkisskuldir?

Eða eiga kannski "vondu hrægammasjóðir" að borga þetta líka?

hvells 


mbl.is Hyggst afnema skerðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Til er fyrirbæri sem kallast "verðmætasköpun", reyndar framandi hugtak vinstrimönnum, en þekkt flestum öðrum.

Einungis aukin verðmætasköpun getur komið okkur á rétt ról og aukin verðmætasköpun getur orðið grunnur þess að hér verði þjóðfélag sem eftirsótt er að búa í, þjóðfélag nægrar atvinnu og framfara.

Þetta hugtak er vinstrisuinnuðum framandi, þar sem skattheimta og samdráttur einu þekktu hugtök þeirra. Þessi hugtök hafa náð að grafa um sig í þjóðarsálinni, eftir fjögurra ára óstjórn afturhaldsaflanna. En nú er von að batni.

Vissulega er þó hægt að skera fitu utanaf ríkisbákninu, en þar þarf þó að beyta öðrum aðferðumen fyrrverandi ríkisstjórn beytti. Henni þótti við hæfi að draga saman í grunnþjónustunni, segja upp vinnandi fólki, meðan blýantsnögurum var fjölgað. Þessu þarf að snúa við. Við getum vel verið án blýantsnagara, en heilsugæslan verður að geta gengið.

Verkefni stjórnvalda er að auka verðmætasköpunina. Til þess þarf að minnka öll afskipti stjórnmálamanna af atvinnulífinu, bæði skattalega séð sem og lagalega séð. Skattar af atvinnulífinu eiga ekki að vera hærri en bráðnauðsynlegt er og lög eiga einungis að sjá til þess að menn haldi leikreglur hver gegn öðrum.

Með þessu er hægt að efla fyrirtækin, bæði þau sem eru vel gróin, sem og sprotafyrirtæki. Þannig aukum við verðmætasköpunina, þannig getum við unnið okkur út úr kreppunni og þannig getum við búið til gott þjóðfélag.

Þetta er auðvitað framandi þeim sem aðhyllast vinstrihugsjón, en sem betur fer eru þeir ekki lengur húsráðendur í stjórnarráðinu.

Gunnar Heiðarsson, 27.5.2013 kl. 08:13

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

AGS sá um efnahagsmálin að árinu 2011. AGS hækkaði skattana.

Ef XD/XB hefði verið í stjórn hefðu skattað líka hækkað.

Annars er það ekki endilega verkefni stjónrvalda að auka verðmætasköpunina. ÞAÐ er villa vinstri manna sem Gunnar hefur fallið í.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2013 kl. 08:50

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

AGS hækkuðu ekki skattana.

Steingrímur sendi AGS beiðni um að fá að hækka skattana.

Munum líka að AGS mælti með að 320 milljarðar væru notaðir í heimilin til skuldalækkunar. Það "mátti ekki" vegna þess að það hefði verið almenn aðgerð og Jóhönnu var það eitur í æðum að einhver fengi krónu sem ekki var fyrir á hnjánum.

Óskar Guðmundsson, 27.5.2013 kl. 16:23

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ein af skilyrðum fyrir láninu sem við fengum frá AGS vour niðurskurður og skattahækkanir.

Það er einfaldega staðreynd kallinn minn.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2013 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband