Sunnudagur, 26. maí 2013
Ekki ESB að kenna
Í fyrsta lagi er ekki mikið að marka þau orð að einhver ríi geta farið í greiðsluþrot.
Það geta öll ríki farið í greiðsluþrot. Til að mynda hafa margirs sagt að USA gæti farið í greiðsluþrot.
Japan er til að mynda skuldugasta ríki ef við miðum við landsframleiðslu. ekki er Japan í ESB.
Í stuttu máli sagt þá er ekki hægt að kenna ESB um eitt né neitt.
Ef eitthvað er þá hjalpaði ESB Grikklandi gríðarlega og afskrifaði helming af þeirra ríkisskuldum.
Þess má geta að enginn hefur afskrifað okkar þjóðarskuldir.
Enda erum við ekki í ESB.
hvells
![]() |
Evruríki geti farið í greiðsluþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Miðað við fréttir, þá voru það einkaaðilar sem afskrifuðu skuldir Grikklands, ekki ESB eða ESB bankar. Ef nokkuð, þá hefur hin "gríðarlega" hjálp ESB bara falist í því að þrýsta á einkaaðilana...?
Kolbrún Hilmars, 26.5.2013 kl. 17:14
Jú það voru ESB bankar sem afskrifuðu. T.d bankar frá Frakklandi og Þýskalandi sem voru búin að kaupa grísk skuldabréf.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.5.2013 kl. 17:26
Einkabankar og einkaaðilar. Ekki Seðlabankar ESB.
Kolbrún Hilmars, 26.5.2013 kl. 17:42
"Í stuttu máli sagt þá er ekki hægt að kenna ESB um eitt né neitt."
LOL...ROFL...LOL... OMG !!!
Vá hvað þú ert smitaður !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 17:51
Held að hörðustu ESB sinnar verði nú að fara að lesa sig til.
ESB er í vanda..ekki bara smá heldur miklum.
Engar lygar hjálpa þar til.
Gunnar Már (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 17:55
Fólk ætti nú að fara að vita hvernig líúsjallamannamoggi er varðandi fréttaflutning. Þetta er allt merkingareysa sem hann flytur.
Orð umrædds Jens í þýskalandi eru ekkert merkileg per se. Hann segir einfaldlega, almennt séð, að það að einhver geti orðið gjaldþrota eigi alltaf að vera til staðar í öllum markaðs-elementum. Annað sé óraunsætt og þá reyndar virki markaðurinnekki eins og hann sé ætlaður til.
Varðandi gjaldþrot ríkja út af fyrir sig - þá þarf afar mikið til þess að það gerist. Vegna þess að öll ríki forðast það í lengstu lög. Gjaldþrot ríkis er algjört neyðarbrauð til þrautarvara.
Vegna þess - að í raun er ekki til gjaldþrot ríkis í hefðbundnum skilningi. Í hefðbundnum skilningi gjaldþrots fer umrætt á hausinn, hættir starfsemi, og eigur sem til eru skipt á milli kröfuhafa.
Vandamálið með ríki er - að þau geta ekki hætt að vera til.
Þessvegna er gjaldþrot ríkis alltaf, í raun, endurskipulagning skulda.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2013 kl. 18:32
Ómar, verði fyrirtæki gjaldþrota, þá hættir það að vera til og kröfuhafar tapa öllu sínu. Ríki geta hins vegar ekki hætt að vera til - eins og þú segir réttilega.
Sé ríkið sjálfstætt og óháð, líkt og Argentína forðum, þá kemst það upp með að afskrifa erlendar skuldir með einu pennastriki.
EN; spurningin er bara hvort ESB ríkin (sem hluti af ESB) geti leyft sér slíkan munað?
Kolbrún Hilmars, 26.5.2013 kl. 19:15
Hér eru nokkrar staðreyndir sem er mikilvægt að hafa í huga þegar umræða sem þessi fer fram:
Þjóðríki þrýtur aldrei greiðslugetu í eigin fullvalda gjaldmiðli.
Hinsvegar getur orðið þrot á greiðslum í erlendum gjaldeyri.
Það er afar mikilvægt að gera greinarmun á þessu tvennu.
Til að mynda hafa Ísland og USA eigin fullvalda gjaldmiðla.
En evrur eru hinsvegar ekki gefnar út af neinu fullvalda ríki.
Þess vegna getur hvaða ríki sem er þrotið greiðslur í evrum.
Alveg eins og það getur þrotið greiðslur í erlendum myntum.
Þannig er evran eins og "erlendur" gjaldmiðill í öllum ríkjum.
Sem sum ríkja heims hafa ákveðið að gera að lögeyri sínum.
Ríki sem nota evru eru ekki heldur öll í Evrópusambandinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2013 kl. 19:25
Kolbrún, ég verð að gera tvær athugasemdir við þitt mál:
1. Fyrirtæki hætta aðvera til - og kröfuhafar fá þau verðmæti sem kunna að vera til í hinu gjaldþrota fyrirtæki. Það eru oft einhver verðmæti í gjaldþrota fyrirtækjum.
2. Dæmið með Argentínu sýnir vel, að það er ekki svo einfalt fyrir ríki að verða gjaldþrota. Skuldirnar hverfa aldrei. Ríkið getur ekki afskrifað þær einhliða. það verður að gerast í samstarfi og samvinnu við kröfuhafa. Annað er ávísun á ótalvandamál og saga Argentínu síðustu ár sýnir það og sannar afar vel. Samt er Argentína, má segja, í afar góðri stöðu til þess að neita einhliða að borga. Vegna þess að ríkið er í raun heil heimsálfa og ríkið sjálfu sér nægt um flesta hluti.
Málið með Argentínu er, að þa er sorgarsaga sem átt hefur sér stað þar. Þjóðrembingar náðu völdum með tilheyrandi ósköpum fyrir almenning.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2013 kl. 20:15
Já Guðmundur
Það er alveg magnað þegar Zimbabwe byrjaði að prenta peninga útur sinni keppni.
Það var byrjað að prenta einn trillíon dollara zimbabwe pening.
Menn notuðu hjólböru til þess að fara útí búð
http://online.wsj.com/article/SB10001424052748703730804576314953091790360.html
Þetta gerðist líka í Þýskalandi í millistríðsástandinu.
Ungverjaland lentu líka í þessu
"It peaked in January 1994, when the official monthly inflation rate was 313 million% "
Verð tvöfaldaðsit á fimm mínótna fresti
http://www.cato.org/publications/commentary/worlds-greatest-unreported-hyperinflation
ENN HVAÐ ER GOTT AÐ EIGA GJALDMIÐIL SEM STJÓRNMÁLAMENN GETA PRENTAÐ AÐ VILD.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.5.2013 kl. 20:41
Ríki sem eru með Evru eru náttúrulega ekki í sömu stöðu og Ísland er með sína krónu gagnvart erlendum gjaldeyri. Himinn og haf þar á milli.
Það er eins og margir íslendingar fatti einfaldlega ekki hagræðinguna sem það væri fyrir Ísland að hafa alvöru gjaldmiðl eins og Evru. Að þeir bara skilji það ekki.
Þeir tala eins og US Dollar og íslenska króna séu jafngild!
Að þeir hafi ekki frétt af því að hvergi í heiminum öllum er litið á íslenska krónu sem alvöru mynt - nema hérna uppi í fásinni.
Íslenska króna glóbalt jafngildir því að Trékyllisvík ákveddi að hafi Mattdorpeninga sem gjaldmiðil síns svæðis.
Ennfremur er ekkert til sem heitir ,,að prenta peninga". Það er í raun að ríkið tekur lán. í svona örlitlu efnahagssvæði eins og Íslandi og fámennu, 300.000 manns, þá er öll peningaprentun/lántaka ríkis svo fljót að leiða til verðbólgu og þennsluhvetjandi áhrifa að stórvandasamt er og stórvandræði hljótast af.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2013 kl. 21:03
Sem plein dæmi um hagræðingu af Evru, má nefna ef fólk fer erlendis sem margir gera nú dags dagleg nú orðið á Íslandi. Það kostar stórpening að skipta svokallaðri krónu í alvöru gjaldmiðil.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2013 kl. 21:04
Þ.e.a.s. að þegar maður skiptir í alvöru gjaldmiðil - þá er bara stolið afmanni vissum hluta upphæðar.
Þetta eru innbyggjar bara ánægir með. Ánægðir með að framsjallaelítan steli af þeim.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2013 kl. 21:05
Það er hætta á óðaverðbólgu á Íslandi. Grunnurinn fyrir slíku hefur alltaf verið til staðar, jafnvel eftir að þeir tóku tvö núll af íslensku krónunni árið 1982.
Hversu mikil þessi óðaverðbólga mun verða er erfitt að segja til um á þessari stundu.
Jón Frímann Jónsson, 27.5.2013 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.