Sunnudagur, 26. maí 2013
Of mikill ríkiskall
Simgundur er meiri ríkiskall en ég hélt. Hann á frumkvæðið að stofna ríkisólíufélagið sem dæmi. Svo er honum mjög kært að hafa sín ríkisfyrirtæki á sinni könnu. Hann virðsit ekki vilja einkavæða.
Nú hefur t.d Bjarni Ben lýst þvi yfir að selja 30% hlut í Landsvirkjun. Nota peninginn til að borga niðurs skuldir.
Selja allt í Aríon og Íslandsbanka. Nota pening til að greiða niður skuldir.
Selja 30% í Landsbankanum einsog vinstri stjórnin hefur sett í lög. Nota peninginn í að borga niður skuldir.
Þetta getur lækkað skuldir ríkisisns og náð stöðugleika. Þetta eru allt færar leiðri sem sérfræðingar mæla með.
Það er ekki rétt að menn vilja ekki eingast íslenskt fjármálafyriræki. Þau eru með gott starfsfólk, mikla reynslu og eru að sína gríðarlega góðan rekstrarárangur á hverjum ársfjórðungi.
Með því að losna við snjóhengjuna (skoðið snjohengjan.is) og borga niður ríkisskuldir.
Þá myndast stöðugleiki sem Sigmundur er að tala um.
hvells
![]() |
Reiðubúinn að skoða allar leiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lausn snjóhengjuvandans hér - bofs.blog.is
Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2013 kl. 19:27
Ríkis olíufélag er góð hugmynd. Náttúrulegar auðlindir ættu alltaf að vera þjóðareign. Þær þjóðir heims sem eiga mest af náttúruauðlindum eru um leið margar afar fátækar. Auðæfin nýtast þjóðinni sjálfri ekkert. Og yfirleitt enda auðæfin í erlendum stórfyrirtækjum. Ef við finnum olíu er mikilvægt hún sé í ríkiseign, annars veldur hún engu nema mögulega umhverfisspjöllum fyrir þjóðina sem heild þegar fram í sækir.
En það er skömm að því að ríki reki banka. Það eiga þau ALDREI að gera. Bankastéttin er ein fyrsta borgarastéttin og hún á að vera það áfram. Sjálfstæðir borgarar eru mikilvægir heilbrigðu ríki. Menn eiga að eiga auðlindir náttúrunnar saman en annað á að vera í einkaeign. Ríki ætti líka að reka skóla ef ekki er gulltryggt einkaskólar bjóði góð kjör og góða þjónustu og ríkisspítalar eru mikilvægir sé ekki gulltryggt með öðrum hætti gott verð og góð þjónusta. Sama með elliheimili og svo framvegis. Öðrum hlutum en velferð á ríkið ekki að skipta sér af og þó nauðsynlegt sé náttúruauðlindir og almennar samgöngur séu í ríkiseign, þá er ríkiseign skaðleg bankastarfsemi og slíku. Það þarf samt skír lög og reglur sem skortir hér. Íslenskir bankar hegða sér mjög illa gagnvart neytendunum, sérlega þegar kemur að húsnæðislánum. Gott væri að fá fleiri útlenda banka hingað til að auka samkeppni.
Nadir (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.