Laugardagur, 25. maí 2013
Að hafa vit fyrir fólki
Finnst almennt séð að hið opinbera á ekki að hafa vit fyrir fólki. Þeir eiga að geta tekið sín lán á sinni ábyrgð. En fyrst of fremst er það lánastofnunin sem á að hafa vilja til þess að skoða virði lánasafnsins þ.e. passa uppá að menn séu borgunarmenn.
Alveg eins og þú mundir ekki lána Kalla róna en gætir hugsað þér að lána einhverjum sem er í föstu starfi sem dæmi.
Það er þannig að bankarnir hafa gætt mikilla varfærni í lánum eftir hrun. Sumir segi að þeir séu alltof varfærnir og sitja á peningum og geyma hann í Seðlabankanum. Er það málið?
Það er ekki ráðlegt að setja einhverskonar reglur eftirá sem átti við árið 2007 sem tekur gildi 2013 sem tæklar vanda sem er ekki til staðar.
Þetta á kannski helst við Íbúalánasjóð.
"Það er alveg ljóst að kerfisbreyting yfir í óverðtryggð lán og aukið eftirlit með lánveitingum og eflt greiðslumat mun þýða að færri geta eignast húsnæði. "
hvells
![]() |
Breytt viðhorf til alvarlegra vanskila? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Facebook
Athugasemdir
Finnst almennt séð að hið opinbera á ekki að hafa vit fyrir fólki.
Að sjálfsögðu á fólk sjálft að hafa vit fyrir sér um öryggi á neytendavörum.
Þú átt bara sjálfur að mæta með búnað í grænmetisborðið og taka gerlasýni til að ganga úr skugga um að þú fáir ekki banvæna sýkingu í kaupbæti.
Þeim sem finnst kjúklingakjöt gott eiga svo auðvitað bara að spila rúllettu.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2013 kl. 16:06
ég sá í umræðu á netinu, að í noregi er hægt að taka tryggingu á húsnæðislán sem coverar það að missa vinnuna og geta ekki borgað af láninu, en mér finnst þessi skrirf vitlaus hjá þér, það að búa í samfélagi byggist á því að fólk standi saman og líti eftir hvor öðru, það að þinn nágranni hafi það gott er einnig gott fyrir þig, nema þú viljir flytja upp á fjall og búa þar einn.
GunniS, 25.5.2013 kl. 16:07
Sammála hvellinum.
Bankarnir eiga setja sjálfir sínar reglur.
Helst Íbúalánasjóður sem skal taka upp reglur í ljósi þess að hann er ríkisrekinn með ríkisábyrgð. Hann þarf að vera með strangari reglur í ljósi vanskila og gríðartaps.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2013 kl. 18:20
Guðmundur er orðinn svolítið valtur í rökum hér á síðustu mánuðum.
Ég hafði alltaf gaman af innihaldsmiklum rökum frá honum, en þau hafa verið rýr upp á síðkastið.
Hann kannskí byrjar að spíta í lófana.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2013 kl. 18:21
ef bankarnir eiga að geta sett sínar eigin reglur, afhverju get ég þá ekki bara sett mér sjálfur reglur sem henta mér ?
er þetta ástæðan fyrir því að það er spurt afhverju bankar komast upp með lögbrot og að haga sér eins og maður vanheill á geði ?
GunniS, 25.5.2013 kl. 18:42
@GunniS
Þú sem viðskiptavinur setur þínar eigin reglur á hverjum degi.
T.d. hvað þér finnst sanngjarnt að borga fyrir síma, ísskáp, mjólk, bílaviðgerð og hvað sem er.
Þetta gildir líka fyrir lánaviðskipti. Þú skoðar kjörin og segir nei eða já.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2013 kl. 18:54
En ef þú ert að meina að setja þér sjálfur regluvald (sem þú hefur þvi miður ekki) um kjör á hvað sem er. Lánakjör ert þú líklega að tala um.
Reglur um iphone síma á 5þúsund.
Bílaviðgerð á nokkra hundraðkalla.
mjólk á krónu.
Þá gengur það auðvitað ekki,
ekki satt?
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2013 kl. 18:56
Mjög barnalegt að halda það að allt verði hér baneitrað ef það er engir stjórnmálmenn að hugsa um okkkur "litlu börnin"
Tökum kjúklingana sem dæmi.
Það er einfaldlega hvati fyrir Bónus að selja heilbrigða kjúklinga. Ef þeir gera það ekki og upp koma tilvik þá missa þeir viðskiptavinina sína og í versta falli fara á hausinn.
Svo er það Ísfugl sem hugsar um hreinlæti og heilbrigði kjúklingana vegna markaðslega forsenda. Ef þeir selja gallanað kjúkling í Bónus þá hættir Bónus að versla við þá (og að sjálfsögðu fleiri verlanir). Og fyrirætkið fer á hausinn.
Það er gríðarlega slæm þróun að fólk er byrjað að treysta stjónrmálamönnum um allan skapaðan hlut og halda að það sé eitthvað markmið hjá Bónus að eitra fyrir fólki. Fær maður þannig fleiri viðskitpavini?
Svo voru kökubasar sem eldri borgarar héldu stoppaðir fyrir norðann í fyrra. Eldúsin heima hjá þér hafði aldrei verið vottað af skoðunarmann ríkisins.
Sama með bankana. Þeirra helsti hvati er markaðslegur. Þ.e að lána ekki fólki sem eru líklegir til að defolta.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2013 kl. 19:03
*þeim
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2013 kl. 19:04
Þessi lánaumræða og að ríkið eigi að koma inní slíkt - þetta er mjög áhugaverð umræða.
Það er mjög áhugavert ef ríkið á að fara að borga verðbólguhluta lána.
Það er eins og margir hugsi ekki útí fordæmið. Að hvað á að gera næst þegar verðbólgan fer upp? Á þá ríkið líka að borga verðbólguna? Eða á bara að gera það í þetta eina skipti.
Merkilegt hvað Sigmundur sagði einhversstaðar, eitthvað á þá leið, að í raun væri það ekki tillaga eða hugmynd framsóknarflokksins að gera þetta. Framsóknarflokkurinn hefði aðeins verið að bregðast við kröfunni um að gera þetta.
þá spyr maður sig: Á þá ekki að setja þetta bara í þjóðaratkvæði?
Hitt er annað, að eg er ekki að fara að sjá þetta gerast með þeim hætti sem Framsókn hefur talað um. Einfaldlega vegna þess að það eru engir peningar til þess.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.5.2013 kl. 20:24
Ps. Mér finnst í raun þetta efni, þetta skuldarniðurfellingarefni, ætti skilið miklu, miklu meiri dýpri umræðu. Alvöru umræðu. Umræðan undanfarin 4 ár hefur ekki verið alvöruumræða. Hefur mestanpart verið upphrópunnar og æsingarumræða. Fjölmiðlar framsóknar og sjalla hafa kynnt undir slíka umræðu til að koma höggi á fv. stjórnvöld. Mjög óábyrg umræða.
Sko, nú segi eg fyrir minn hatt, að eg vildi alveg að enginn myndi þurfa að borga lán. Spurngin hinsvegar er: Hver á þá að borga fyrir niðurfellinguna? Því hefur ekki verið savarað í 4 ár. Nema þá einna helst að almenningur borgi.
Ennfremur, þá verða menn að hugsa útí eitt atriði miklu betur en hefur verið gert. Það er alltaf verið að tala um ,,leiðréttingu" og ,,ólöglegt" o.s.frv. Burtséð frá tæknilegum atriðum í lánasamningum - þá eru þessi lán ekkert verri eða betri en hver önnur lán. Borga til baka höfuðstól plús vexti. Þannig virka lán. Lán eru svoleiðis. Maður tekur ákvena upphæð að láni - svo þarf að borga hana til baka plús álag. Svoleiðis hafa lán alltaf verið. Og verða um fyrirsjánlega framtíð.
Ok. Núvitum við að Framsókn hefur lýðskrumast mikið með þetta og keypti atkvæði útá þetta. Það er vitað.
En eg verð að segja, verð að segja, - að mér finnst alveg með ólíkindum, með ólíkindum, að sjá sjallanna vera orðna þvílíkt flækta inní þetta dæmi.
Samstarfsyfirlýsing heldur áfram með upplegg framsóknar nokkurnvegin. Þ.e.a.s. lofoðið. En útfærslan og hvernig á að fjármagna fylgir ekki með.
Mér finnst alveg rosalega óábyrgt að lofa þessu svona - án þess að hafa minnstu hugmynd hvernig eigi að efna loforðið og skýra ekki út á nokkurn hátt.
Það er engu líkara en mönnum langi bara að setja allt á hliðina hérna aftur. Og ekki nema 4 ár síðan þeir framsókn og sjallar rústuu landinu. Það er eins og þeim langi til að rústa aftur. þeir fái eitthvað kikk útúr rústalagningu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.5.2013 kl. 21:03
Meirilhut hvers heimilis fara í innkaup.
Þegar verðbólgan fer af stað þá hækka lánin en mataverð líka.
Sem vegur miklu meira vagi í buddunni.
Ætlar framsókn að gefa okkur 300milljarða til að styrkja okkur um matarinnkaup næstu 40ár vegna "forsetubrest"
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2013 kl. 21:07
Já. Maður spyr sig.
Jafnframt sér maúr núna að mikið er farið að tala um sjóð sem á borga þetta því menn eru almennt farnir að viðurkenna að engir peningar eru að koma frá útlendingum rétt si sona.
Í sambandi við sjóðinn sér maður að notað er TARP-sjóður og vísað til fyrirmyndar í bandaríkjunum.
Málið er bara að þetta semvar í Bandaríkjunum er ekkert líkt því sem til umræðu er hér. Allt annað.
Það er alveg ótrúlegt að hægt sé að fá fólk til að trúa, að það að stofna einhvern sjóð uppí seðlabanka og setja í gang einhverja hringekju - kosti ekkert! Þetta á ekkert að kosta neitt.
Mér finnst alveg með ólíkindum að það sé hægt að fá einhvern til að trúa því, að hægt sé bara að stofna einhvern sjóð og setja í gang trikk - og þá sé hægt að leysa peningamál - og enginn borgi!
Ef þetta væri svona einfalt - nú þá væru aldrei til nein fjármálavandamál. Það væri bara að stofna sjóð og setja einhverja trikk-hringekju í gang.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.5.2013 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.