Laugardagur, 25. maí 2013
Flókið?
Hjón eiga þetta barn eftir að þau borguðu staðgöngumóður.
Kona og karl hafa getið þetta barn. Bæði Íslendingar.
Þetta barn er Íslendingur og á að meðhöndla það sem slíkt. Alveg eins og þegar nýtt barn fæðist í heiminn venjulega.
Ekki flókið.
Gefið barninu vegabréf, ríkisborgararétt og allt það.
Augljóst.
Þetta mál er dæmi um virkni opinbera kerfisins. Það er engin mannleg greind í því. "computer says no" er svarið sem þessir foreldrar hafa þolað í mörg ár.
hvells
![]() |
Krefst viðurkenningar á faðerni Jóels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Facebook
Athugasemdir
Sammála síðasta ræðumanni.
Guðjón E. Hreinberg, 25.5.2013 kl. 15:12
Satt satt
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2013 kl. 18:21
Nei, þetta er ekki flókið. Skoðum þetta lið fyrir lið.
- Indversku hjónin eru foreldrar barnsins samkvæmt bæði íslenskum og indverskum lögum.
- Íslensku hjónin gerðu samning um að þau fengu barnið afhent gegn greiðslu.
- Með öðrum orðum, þau keyptu barnið.
- Kaup á börnum eru ólögleg á Íslandi.
- Sala á börnum er ólögleg á Indlandi.
- Þar af leiðandi er allur gjörningurinn ólöglegur.
- Niðurstaða: Barnið á að vera kyrrt hjá foreldrum þess á Indlandi.
Það er ekkert flókið við þetta.Kristinn Eysteinsson, 25.5.2013 kl. 23:43
Staðgöngumóður er ekki að "kaupa" barnið.
Með öðrum orðum þá er allt sem eftir kemur bara tóm þvæla sem byrjaði með rangri ályktun.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.5.2013 kl. 17:28
Indversku hjónin eru foreldrar barnsins samkvæmt lögum. Íslensku hjónin sömdu um að fá barnið afhent gegn greiðslu. Hvernig er það ekki kaup? Og svo er annað við þetta. Ef ég borga fyrir aðgang að leggöngum konu, þá er það glæpur. Hvað er það þá þegar fólk borgar fyrir aðgang að sjálfu leginu?
Kristinn Eysteinsson, 26.5.2013 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.