Burt með kredduna

Nú er svo betur fer liðin tíð að fólk er hætt að skoða jöfn hlutfall kynjanna.

Enda er jafnrétti þannig að kynið skiptir engu.

Nú er þessi fléttulisti VG úreltur og hlægilegur. Enda virkar ekki fléttulistinnn þegar það eru tvær konur efst á lista. Þ.e hann er ekki notaður þegar það hallar á karlmenn.

 Jafnréttið er ekki meira en það hjá VG.

hvells 


mbl.is Gera ekki upp á milli út frá kyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Með því betra frá nýju ríkissjórninni.

Hætt er að hafa kynfærin á heilanum.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2013 kl. 21:20

2 identicon

Fá nu ekki Feministar kast ?...og ráðast að forsætisráðherra ...Ekki fyndist mer það óliklegt ...eða ? 

Ragnhildur (IP-tala skráð) 23.5.2013 kl. 21:51

3 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Jú, Femínistafélagið fer í fýlu, og er það vel. En það er líka annað í þessu, nefnilega að öllum áætlunum um kynjaða hagstjórn verður væntanlega sópað af borðinu. Þetta var gæluverkefni femístanna, en kynjuð hagstjórn er mjög óskilvirk, vegna þess að flækjustigið verður svo gríðarlegt með tilheyrandi seinkunum, að ekkert verður úr neinu.

Austmann,félagasamtök, 23.5.2013 kl. 22:07

4 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Hitt er svo annað mál, að ég hefði gjarnan séð Vigdísi Hauksdóttur á ráðherrastóli og er ég ekki einn um það. Og ef það á að vera jafnræði milli flokkanna þá á Framsókn eitt ráðuneyti til góða.

Austmann,félagasamtök, 23.5.2013 kl. 22:13

5 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ef skoðuð eru tvö efstu þingsætin í öllum kjördæmunum þá eru konur 4 og karlar 8.

Ef kynin eru að meðaltali jafn hæf og ekki er horft á kyn þá hlýtur það að vera eðlileg útkoma að þetta sama hlutfall nái yfir val á ráðherrum.

Því miður er það ennþá þannig að færri konur bjóða fram krafta sína í stjórnmálum og ég hef fulla trú á að þegar sá tími kemur að jafn margar konur taka þátt og karlar að þá muni það hlutfall endurspeglast á þinginu og í ráðuneytunum.

Það er mjög kaldhæðnislegt að þeir sem berjast mest fyrir "jafnrétti" séu einmitt þeir sem horfa mest á kyn í dag.

Hallgeir Ellýjarson, 23.5.2013 kl. 22:43

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Austmann

XB mun fá  auka ráðherrastól þegar líður á kjörtímabilið. Vigdís er líkleg inn.

Ég vona að þetta kynjarugl verði sópað af borðinu sem fyrst. Þá sérstaklega varðandi stjórnir fyrirtækja sem tekur gildi 1.sept. 

Afhverju á ríkið að neyða einkafyrirtæki um að ráða ákveðið starfsfólk?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2013 kl. 07:44

7 identicon

Vonbrigði að hægri stjórnin er að fara stækka báknið aftur.

Búið að bæta við ráðherra. Nú skal bæta við fleirum þegar líður á kjörtímabilið.

Með ráðherra fylgja aðstoðarmenn, ráðuneytisstjóri, starfsmenn,,,,,,,bákknið blásið upp svo atvinnuþingmaður verður ánægður með ráðherrastól.

kv

sl

sleggjan (IP-tala skráð) 24.5.2013 kl. 08:00

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

já það er vonbrigði

XB er samt mjög langt frá því að vera hægri flokkur.

Eygló Harðar gæti alveg eins verið í XS jafnvel VG. Sé t.d ekki mikinn skoðana mun á henni og Katrín Jakobs. 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2013 kl. 09:37

9 identicon

Reyndar rétt að Eygló er ekki hægrimanneskja en ég myndi skilgreina ráðherrakallana 3 úr Framsókn það.  Yfir höfuð hefur Framsókn frekar verið til hægri en vinstri á síðasta kjörtímabili.

Skúli (IP-tala skráð) 24.5.2013 kl. 11:30

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sé engann mun á Sigurð Inga í XB og svo Kristján L Möller frá XS.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2013 kl. 13:15

11 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Sleggjan: Stjórnvöld eru bara pínulítill hluti af ríkinu.

Ég skil ekki þessa áráttu landsmanna að fylgjast mest með eyðslunni á Alþingi og í ráðuneytunum. Það er svo margt annað sem mætti skera frekar niður í.

(ég er samt reyndar á þeirri skoðun að það eigi að fækka þingmönnum um helming)

Hallgeir Ellýjarson, 24.5.2013 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband