Miðvikudagur, 22. maí 2013
Ólafur ekki lengur hetja Sjálfstæðisflokksins
Nú er Sjálfstæðisflokkurinn kominn í stjórn. Þá er forsetinn ekki lengur í þeirra liði. Björn ríður hér á vaðið til þess að pota aðeins í forsetann. Væntanlega fyrsta grein af mörgum.
Svo er ein setning sem ég skil ekki alveg. Kannski lesendur bloggsins geta sagt mér:
"Hvað vakir fyrir Ólafi Ragnari með þessu? Að gera lítið úr Jóhönnu Sigurðardóttur og flokki hennar eða VG? "
kv
Sleggjan
![]() |
Hvað vakir fyrir Ólafi Ragnari? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.5.2013 kl. 16:31 | Facebook
Athugasemdir
Ef þú heldur að Björn Bjarnason tali fyrir munn almennra flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum þá útskyrir það ýmsar ambögur sem hafa birst á þessu bloggi þínu undanfarin misseri. Með fullri virðingu fyrir þér og Birni.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2013 kl. 23:17
Eg skal koma með tillögu að skýringu á þesari setningu ,,Hvað vakir fyrir Ólafi Ragnari með þessu? Að gera lítið úr Jóhönnu Sigurðardóttur og flokki hennar eða VG?"
Þetta þýðir sennilega: ,,Hvað vakir fyrir Ólafi Ragnari með þessu? Að gera lítið úr Bjarna Benediktssyni og Sjálfstæðisflokknum?"
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.5.2013 kl. 23:40
Ef við færum að tillögum þínum Ómar Bjarki værum við öll farinn á hausinn nú þegar og orðin brezk nýlenda.
Hvenær ætlaðru eiginlega að hætta þessu?
Guðmundur Ásgeirsson, 23.5.2013 kl. 02:00
Átti forsetinn nokkra kosta völ þar sem mjög fáir á þingi voru tilbúnir til að tala við Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarmyndun, í það minnsta voru margir búnir að gefa það út fyrir kosningar að þeir vildu ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þar sem Framsókn virtist geta talað við alla var það mjög gáfulegt að velja Framsókn til stjórnarmyndunar, hann er skynsamur forsetinn okkar, en þetta er kannski einkapirringur í Bjarna vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki umboðið.
Sandy, 23.5.2013 kl. 07:07
Þetta er ekki spurningin um að fæstir vildu tala við Sjallamannaflokk.
Það sem Björn er að veltar fyrir sér, hvað ÓRG gangi til með framgöngu sinni. Þ.e.a.s. ekki með að veita Sigmundi svokallað umboð - heldur hvernig hann gerir það og hvernig öll uppstilling forseta vs. Sigmund er í fjölmiðlum og tal forseta um þetta efni allt saman ss. um málefni Sigmundar og framflokks.
Björn er eitthvað að spekúlera í afhverju forseti hagi sér svona.
Það er augljót að forseti ætlar að hafa sitt að segja í þessari stjórn. Sigmundur virkar bara eins í bandi forseta.
Það er vel vitað að fáir sjallar eru hrifnir af askiptum forseta af ríkisstjórn og þingi. Það hefur verið, allt frá lýðveldisstofnun, mikið mál hjá sjöllum að forseti væri valdalaus samkvæmt stjórnarskrá.
Með þessari framgöngu núna - þá er forseti augljóslega að senda sjöllum skilaboð. Hann er að ögra sjöllum. Komiði bara ef þið þorið! Er forseti að segja við sjalla.
Björn hinsvegar virðist ekki geta sagt það augljósa beint heldur velur að setja upp tal um SJS og Jóhönnu.
Sem er þá álíka og þegar Kreml var að skamma Kína - þá skömmuðu þeir Albaníu. Enda Björn vel að sér í Kremlólógíu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2013 kl. 12:55
Guðmundur
Ummælin hjá Birni er væntanlega dropi í stórt væntanlegt haf.
Spörum dónaskapinn þangað til frekari ummæli frá fleirum koma.
Stay tuned.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2013 kl. 14:25
Man þegar SUS hélt kosningavöku til heiðurs ólaf ragnars
Kjörtímabilið er rétt að byrja.
Ég vænti þess að það verðir eitrað andrúmsloft á milli valhöll og bessastaði næstu ár.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2013 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.