Þriðjudagur, 21. maí 2013
Frá XS til XB
Flestir kjósendur XS fóru yfir til XB sem er langt frá því að vera ESB flokkur með formann Heimsksýnar innanborðs og Vigdís Hauks sem dæmi.
Þessvegna er það ekki rétt að ESB varð til þess að XS féll. Heldur var það vegna þess að XS lét VG teyma sig í tóma vitleysu í fimm ár.
hvells
![]() |
Misheppnað rúllettuspil á evrusvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig átti VG að fara að þessu enda sá ég hvernig X-S tróð á VG allann tímann...
Meira bullið í þér hvellur...
Ólafur Björn Ólafsson, 21.5.2013 kl. 15:29
Samfylkingarmenn flúðu líka í umvörpum yfir í Bjarta Framtíð.
kv
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 21.5.2013 kl. 16:05
Samfylkingin virtist ekki fatta að "Tjaldborgin" sem þeir settu upp virkaði ekki og að fólki er meira annt um að halda húsinu sínu heldur einhver óljós ESB umsókn þar sem Ísland uppfyllir ekki eitt einasta efnahagslega skilyrði fyrir inngöngu. Tek það fram að ég styð áframhaldandi ESB-umsókn en vil þó ná sátt um það í þjóðaratkvæðagreiðslu og reyna þá a.m.k. að koma ástandinu í lag heimafyrir ÁÐUR en til inngöngu kemur
Gunnar Sigfússon, 21.5.2013 kl. 17:23
VG hafði meira vikt í þessu samstarfi. Það vita allir sem hafa fylgst með. XS fékk eitt í gegn. Aðeins eitt. Það var þessi ESB umsókn.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.5.2013 kl. 17:25
XS fékk varla að halda þessari ESB umsókn. Að lokum bugaðist XS aljgörlega fyrir VG og settu ESB umsóknina á ís.
VG hafði meiri vikt.
En ég er opin fyrir rökum annað en "meira bullið í þér"
það eru ekki rök.
get nefnt líka að VG skemmdi fyrningaleiðina sem XS vildi fara í. Jón Bjarna kálaði því ferli.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.5.2013 kl. 17:29
Hér má sjá kallinn slá í gegn. Breta klappa og hlægja þegar hann talar um hversu lélegur stjórnmálamaður Gordon Brown hafi verið, og að ASG gæti betur lært af Íslandi en Ísland af ASG. Og hin djúpvitru orð hans að það er HUGMYNDIN um Evrópu sem er hin raunverulega ógn, sem gaman er að hlýða á fyrir alla sem hafa greind og glöggskyggni til að skilja hvað hann er að segja.
Nýir tímar handan við hornið (IP-tala skráð) 21.5.2013 kl. 17:32
Hér slær kallinn í gegn: http://view6.workcast.net/?pak=7594684056833336&cpak=9811548499001918
Nýir tímar handan við hornið (IP-tala skráð) 21.5.2013 kl. 17:32
Málið er líka, sem hefur ekki verið nægilega undirstrikað, að Framsókn bætti ekkert neitt mikið við sig. Úr sirka 14% í 24%. þetta er ekkert mikið. Þetta er ekkert einhver krúsalt viðbót.
Þarna ber að hafa í huga að viðbótin er svo svakalega viðkvæm. Það er eins og fólk haldi að framsókn hafi ekkert fastafylgi.
Allir sem eru komnir til vits og ára eiga að vita að framsóknarflokkurinn er með sirka 12-15% fastafylgi. Um 15% kjósa framsókn alveg sama hvað. Eg þekki fullt af svoleiðis framsóknarmönnum. Þetta leggst tasvert í ættir og er þrálátt. Fyrir þessu fólki skiptir einhver ,,skuldaniðurfelling" engu máli. þeir hefðu kosið framsókn þó hún hefði ekki boðið pening fyrir atkvæði.
Hinsvegar er það svo staðreynd, að það að framsókn bauð pening fyrir atkvæði - það leiddi til viðbótarinnar. En viðbótin var ekkert svo mikil í atkvæðafjölda. Þar skipti meira máli kjördæmaskipanin. Framsókn fékk í krafti kjördæmaskipanar 3 mönnum fleiri en lýðræðisleg kosning segir til um.
Eg held barasta að fólk sé að ofmeta vilja fólks til þessar ,,skuldaniðurfellingar".
Eg held að um leið og fólk fæst til að skilja í hverju flöt skuldaniðurfelling felst og/eða þegar það sér hvernig slíkt virkar - þá mun allur þorri amennings snúast gegn slíku. Vegna þess einfaldlega að flöt niðurfellinghúsnæðisskulda breytir í raun sáralitlu fyrir flesta.
Jafnframt er slík framkvæmd alveg arfavitlaus. því miður. Leiðinlegt að þurfa að segja það.
Hvað á svo að gera næst þegar verðbólga fer upp og lán ,,hækka"? Á þá aftur að verða skuldaniðurfelling??
Á ríkið að borga hérna húsnæðisskuldir flatt með reglulegu millibili?
Staðreyndin er að sárafáir eru búnir að hugsa þetta til enda. Þetta er í raun alveg fáheyrt lýðskrum og svo óábyrgt að fara fram með þetta í kosningum með þeim hætti sem framsókn gerði - að einsdæmi er í vestrænum heimi. Enda enginn sem tekur undir þetta nema konungur lýðskrumsins hann forsetagarmurinn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2013 kl. 18:41
goður punktur hja ómari
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 21.5.2013 kl. 20:54
Samfylkingin missir þriðjung síns fylgis tl Framsóknar
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/04/08/fjorir-af-hverjum-tiu-kjosendum-sjalfstaedisflokks-farnir-yfir-til-framsoknar/
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.5.2013 kl. 23:35
Já. Og þetta er líka merkilegt ,,Framsókn er sá flokkur sem heldur langflestum sínum kjósendum frá síðustu kosningum. 84,9 prósent sem kusu flokkinn síðast ætla að kjósa hann aftur"
Þetta er fastafylgi.
Viðbótarfylgi framsóknar - sama hvort það kom frá kjósendum VG, SF eða Sjöllum í kosningunum 2009 - er augljóslega afar viðkvæmt.
Framsókn náði með PR-mennsku og svona skammtíma stemmingu að fá til sín viðbótarfylgi sem er samt ekkert mikil viðbót. En það viðbótarfylgi er augljóslega gífurlega viðkvæmt. Nokkrir kjósendur stukku svona á Framsókn í einhverju stemmingskasti vegna loforðaflaumsins sem frá þeim kom.
Núna vitum við alveg að fátt verður efnt af loforðaflaumnum á næstunni. Eg stórefa að viðkvæma viðbótarfylgið sé þolinmótt. Stórefa.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.5.2013 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.