Sunnudagur, 19. maí 2013
XXXR
Skemmtilegur dómur af plötunni XXX rottweiler sem ég rakst á á snilldarsíðunni timarit.is
Þvílík veisla!
EKKI er langt síðan Íslendingar
hissuðu sig yfir því hvað Bandaríkjamenn
æstu sig yfir textunum hans
Eminem; hann væri svo sem ekkert
sérlega kræsilegur, en engin ástæða
til að vera að ritskoða hann. Þar kom
því vel á vonda þegar XXX Rottweilerhundar
hófu upp sína raust því ekki
voru menn seinir á sér að ritskoða
texta sveitarinnar til að gera lögin útvarpstæk.
Það má svo sem skilja það að fólki
hitni um eyrun þegar
þeir Rottweilerhundar
láta í sér
heyra því ekki er
bara að þeir séu
sóðalega klæmnir,
heldur eru þeir
hreint frábærlega dónalegir, siðblindir
og upp fullir með guðlasti og ég veit
ekki hvað ... þvílík veisla! Sjá til að
mynda þennan bút úr Bent nálgast
þar sem Bent fer á kostum:
Ég er Hann, Ég er Jahve, Jah, ég
er fokking Óðinn ... Ég skapaði heiminn
á sjö dögum og eyði honum á jafnmörgum
/ náttúrhamfarir á fyrsta
degi og engisprettur á öðrum / þriðja,
fjórða, fimmta sjötta bæti á ykkur
kvölunum / kem svo sjálfur á sjöunda
degi til að ráða ykkur af dögunum.
Hljóðsmalamennska á skífunni er
víða innblásin, laga/textabútar valdir
til að undirstrika inntak versanna,
eins og til að mynda þegar BlazRoca
missir sig í montinu (Abraham gat
Ísak / og Ísak gat Jakob / Jakob gat
ekki neitt / svo í dag trúir fólk á Blaz)
og undirleikurinn vitnar í rokkóperuna
vemmilegu um Jesú.
Annað gott dæmi er af hinu bráðhlægilega
Ég elska fólk (Ég elska
fólk / eins dauði er annars brauð bókstaflega
/ þetta er bara fólk ekki tilfinningavera
/ ekki kalla mig skrímsli
kallaðu mig sælkera), þar sem Mikki
refur sér um að gefa rétta stemmningu.
Það er reyndar sérstakt fagnaðarefni
hvernig þeir félagar vitna í
lög og stemmur sem allir þekkja;
Dýrin í Hálsaskógi, Hí á þig, þar
sem Ómar Ragnarsson leggur þeim
lið, Guttavísur / Halla og Ladda í
Skuggalaginu og svo má telja.
Lögin á disknum eldast misvel og
þannig er kynningarlag sveitarinnar
orðið frekar þreytt nú þegar og væri
gjörsamlega óþolandi ef ekki væri
góður sprettur hjá Bent og skemmtilegar
sneiðar BlazRoca á enskurappið,
Rappa á ensku fyrir heiminn
hvað er það? hahaha / 10 eintök seld
undir borðið. Dissið á pósarana er
líka þreytt og Top eða bottom brandarinn
í Við erum Top þreytist fljótt;
manni finnst hljóðbútarnir úr þættinum
flækjast fyrir textanum. Aðeins
er líka farið að slá í XXX þó línan
fokk þú og þitt krú sé snilld, skora á
menn að leggja hana á minnið og nota
við tækifæri. Samsetning á því lagi er
líka verulega skemmtileg, skipulögð
óreiða sem gengur bráðvel upp.
Margir hafa spreytt sig á rappi hér
á landi og sumum tekist bráðvel upp.
Flestir hafa þó verið að rappa á ensku
og það er ekki fyrr en Sesar A reið á
vaðið fyrir stuttu að íslensk rappútgáfa
hefst, þar sem menn eru að
rappa á íslensku um íslenskan veruleika.
Það verður að segja eins og er að
með því að rappa á íslensku og af slíkum
krafti taka Rottweilerhundarnir
samkeppnina í nefið; fyrsta sveitin
sem hefur eitthvað segja og segir það
því á íslensku. Víst eru þeir klámfengnir,
siðspilltir, dónalegir og óþolandi
á köflum, en það er eðli rappsins.
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.