Föstudagur, 17. maí 2013
Sérhagsmunir
Bændasamtökin er að verja sérhagsmuni. Það er 2% þjóðarinnar að vinna í landbúnaði og við hin 98% erum að blæða fyrir þetta í hvert skipti sem við föum útí búð.
Samráðsskýrslan er tímamótaverk og mikilvægt að hún verði gerð að lögum sem fyrst.
hvells
![]() |
Gapandi hissa yfir samráðsskýrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hmm....?
10% þjóðarinnar er á spenanum hjá mér án þess að ég vilji það....
Sindri Karl Sigurðsson, 17.5.2013 kl. 18:29
Bændasamtökin eru hagsmunasamtök bænda. Er eitthvað óeðlilegt við að þeir bendi á það sem þeim finnst betur mætti fara. Svona upphrópanir um sérhagsmuni eru jafn vitlausar og að segja að stéttarfélögin séu að verja sérhagsmuni verkafólks í kjaraviðræðum. Eða heldur einhver að útsöluverð á kjúllum og svíni muni lækka þó svo að ríkið gæfi eitthvað eftir í skattheimtunni. Verslunin stjórnar verið á mat á Íslandi og mun gera það áfram. Álagningin í versluunni hér á landi er óforskömmuð
Sigurður Baldursson, 17.5.2013 kl. 19:22
Atvinnumál eru ekki sérhagsmunir heldur heildarhagsmunir, því það dýrasta sem við eigum er atvinnuleysið. Minnsti hagnaður Ríkisins af 1 starfi er 3.6 miljónir á ári og þá á eftir að reikna út framleiðsluna ef einhver er. Eðli málsins samkvæmt er að í landbúnaði er alltaf einhver framleiðsla en hugsum ekki um það. Hér ætlar síðuhöfundur blákalt að fórna 1000 störfum við framleiðslu á kjúklingum og svína rækt. Þau störf skapa aldrei minna en 3.6 miljarða fyrir ríkið fyrir utan þá skatta sem greiddir eru á vegum fyrirtækjanna og gera má ráð fyrir að það sé margfalt á við fyrrgreinda tölu og því ljóst að ekki fer mikið fyrir hagfræði síðuhöfundar. Ég leifi mér að efast um að síðuhöfundar geti náð að skapa ríkinu jafnmiklar tekjur á 1000 árum og ofangreind (1000)störf á einu ári og er ég nokkuð viss af mörgum ástæðum.
Annars væri það frábært ef einhver gæti útskýrt hvernig það stendur á því að síðuhöfundur virðist ekki geta fyrir sitt litla líf sagt sannleikan en þeir sem búa og starfa sem það sem bændur en síðuhöfundur kallar landbúnað voru 20.840 árið 2010 eða 6.5% íslendinga, ekki vissi ég að þeim hefði fækkað um yfir 15.000 á þrem árum.Reyndar svo rétt sé rétt þá er landbúnaður ekki bara bændur og búalið heldur líka þeir sem vinna í sláturhúsum, mjólkurvinnslum, ísgerðum, ullarvinnslu, skinnavinnslu og hverri þeirri grein sem vinnur úr innlendum landbúnaði.Reyndar er bændur 2.5% af öllum störfum á Íslandi 2008.
Samráðsskýrslan lekur af Samfylkingaráróðri og er í þokkabót fer ekki mikið fyrir samskiptum kafla á milli. Td er strax ljóst að ef tollar verða feldir niður mun störfum á Íslandi fækka um fjögra stafa tölu ef ekki fimm og mun það kosta ríkið tugmiljarða bæði í aukið atvinnuleysi og enn meira í töpuðum skatttekjum og er það öllum ljóst nema skýrsluhöfundum og nokkrum samfylkingarplötum. Markmið þessa Meinta "samráðshóp" er að auka skatttekjur og minka útgjöld og aukið atvinnuleysi, minni framleiðsla og aukinn innflutningur er ekki leið sem nær því markmiði.
Brynjar Þór Guðmundsson, 17.5.2013 kl. 20:05
Skil aldrei fólk sem vill að allt flæði hér í erlendu kjötmeti.
Okkar kjöt er gott og það er gott af því að það er svo til ómengað.
Viljum við eyðilegga okkar hreina land með einhveru sem getur orsakað að hér grasseri sjúkdómar í ölum dýrum ?
Frekar borga ég aðeins meira.
Markús Orri (IP-tala skráð) 17.5.2013 kl. 20:23
@ Markús
Það er verið að tala um að flytja inn ferskt kjöt, ekki lifandi skepnu.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 17.5.2013 kl. 21:44
Sérhagsmunir hverra?
Hvers vegna snýst upphrópana-umræðan ekki um miljarða-bónusa bankaræningjanna, sem fljúga nú skýjum ofar, eins og árin fyrir rán?
Er þræla-verkafólk til sjávar og sveita komið aftur í ásakana-hengingaról Björgólfs-miljónafélags-eitursprotans!!!
Svari nú hver sem betur getur, og í umboði réttlætis/heiðarleika fyrir heildina!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.5.2013 kl. 22:15
Markús
Það eru margir að þínu máli. Menn munu bara kaupa íslenskt.
Þá mun ekki flæða mikið af erlendu kjöti ef fleiri er á sama máli.
ef þú hefur rétt fyrir þér að bara íslenska kjötið er ómenngað og erlend kjöt eru menguð þá ættir þú ekki að hfa neinar áhyggjur af þessu ekki satt?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.5.2013 kl. 23:26
Engin störf hafa "gufað upp" en ég nefni að það eru 2% þjóðarinnar að vinna við þetta.
hefði kannski getað sagt "rúmlega 2%" ef einhverjir gæti liðið betur með það.
En staðreyndin stendur sem fyrr eftir óhögguð.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.5.2013 kl. 23:29
ég ættla ekkert rífast hér en ég vil fá lægra verð á þessar vörur og ég ættla vera kvindi og standa á minni skoðun ég vil fá danskar vörur hér mér finnst bæði pilsur og sumt sem íslensk fyrir tæki selja bara óætt mér klíar við pilsum . ég er neiddur til að kaupa íslenst kjöt af bændum og ég ættla fá danska lambalærið mitt spyr engan að því flyt það inn sjálfur ef ég þarf þar sem mér finnst það betra og stóru pilsurnar sem danir eru með nammi namm en íslenskar pilsur nei takk ekki fyrr en þið farið að kridda þær betur því þetta er slor á bragði
Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 01:27
Ragnar, "íslenskar (pylsur/pulsur) nei takk ekki fyrr en þið farið að krydda þær betur því þetta er slor á bragði" "ég er neyddur til að kaupa íslenskt kjöt af bændum og ég ætla fá danska lambalærið mitt" Það er enginn sem neyðir þig að velja Íslenskt, ef þú ert ósáttur við þetta, hvað ertu þá að gera hér. Ef maturinn hér er óætur ættir þú bara að drífa þig héðan. Ôþarfi að flækja málið.
Atvinnumál er ekki einkamál nokkurs, því hver maður borgar skatta, ef sá hinn sami missir vinnuna þá bæði hættir hann því og gott betur en það, hann er orðinn kostnaður fyrir ríkið, ætli síðuhöfundur hafi nokkuð hugmynd um það hvaðan peningar fyrir atvinnuleysinu koma?
Brynjar Þór Guðmundsson, 18.5.2013 kl. 08:10
Bændur er þegar mikill kostnaður. Þeir fá 16milljarða á ári. Plús að þetta er mjög óhagvkæmur rekstur. Þegar fólk fer frá óhagkvæmum rekstri yfir í hagkvæman þá græða allir landsmenn á því. Það verður gróði ekki kostnaður.
Svo er mjög hart að segja fólki drulla sér í burtu ef þeir vilja ekki íslenskar pulsur eða kjöt.
Afhverju ekki að leyfa bæði. Þá getur þú borðað þitt íslenska sull og Ragnar getur keypt sínar dönsku pulsur. sem eru mikið betri á bragðið heldur en þetta SS sull sem við erum neydd til þess að borða.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.5.2013 kl. 10:13
Á ekki að taka á bankaræningja-bónusunum af sömu festu, og uppblásnu bænda-spillingunni, og fleiri? Það má að sjálfsögðu lagfæra margt í bænda-geiranum, en bankaspillingar-málin eru bara miklu alvarlegri, og eru þó þögguð niður!
Hvers vegna á bara að taka af festu á bankarændu og kerfisflækju-arðrændu verkafólki í ýmsum starfsgreinum?
Það vantar marga aðal-spillingarkaflana í kerfisflækta umræðu-réttlætingar-ferlið. Hvað ræður forgangsröðuninni í umræðu-hreinsunar-spillingunni?
Eiga bankaræningjarnir að sleppa aftur? Er það stóra planið? Á að henda öllu fólki út úr sínum híbýlum, eyðileggja alla atvinnustarfsemi sem eru á vegum almennings, og senda restina af ferða/vinnufæru fólki til Noregs?
Er ekki komið nóg af bankaránum á Íslandi og víðar í Evrópu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.5.2013 kl. 15:29
Það eru fjölmörg dómsmál í gangi sem varðar bankamönnum m.a fv bankastjóra Landsbankans (Sigurjón) og stjórnarformann Kaupþings (Sigurður) þannig að þetta er allt í farvegi Anna.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.5.2013 kl. 16:20
"Bændur er þegar mikill kostnaður. Þeir fá 16milljarða á ári." Ertu með einhverjar tölur um þetta?
"Þegar fólk fer frá óhagkvæmum rekstri yfir í hagkvæman þá græða allir landsmenn á því." Það dýrasta sem við eigum er atvinnuleysið. Þar fyrir utan að ef við eigum að fara að útrýma starfstéttum byggt á verðmætasköpun yrðu fá háskólastörf eftir þegar við kæmum að bændum. Reyndar er það svo að ekki yrði lengur hægt td að fara í búð að versla þar sem búið væri að leggja þær allar niður og allir sem hefðu vinnu væru sjómenn og áliðnaðarmenn.
Ef menn telja allt ómögulegt hér og jafnvel allt óætt er það ekki boðlegt fyrir viðkomandi að vera að húkka hér áfróni.
Einnig væri fróðlegt að vita hvort síðuhöfundur hefur gert sér grein fyrir því hvernig greitt er fyrir atvinnuleysið, eða vantar þetta í þekkingarbú viðkomandi?
Brynjar Þór Guðmundsson, 18.5.2013 kl. 16:51
Nú er komið að Hrauni.
Hvern andskotann er verið að tuða yfir 2% af einhverju...? Horfið á allt opinbera bullið sem verið er að borga, hvort sem okkur líkar betur eða verr......
Sindri Karl Sigurðsson, 18.5.2013 kl. 21:43
Hér er þetta svart á hvítu
http://gallery.datamarket.com/fjarlagafrumvarp_2013/?lidur=04
En ef þú heldur að með þessu mun auka atvinnuleysi þá veistu ekki hvernig hagkerfið virkar.
Að lækka tolla þá mun atvinnuleysið minnka og auður Íslands aukast.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 19.5.2013 kl. 11:47
Gott með allt sem er í réttlátri dómsmeðferð, ef slíkt er til á þessari eyju.
Ég spyr aftur: Hvað með bónus-bankatoppa dagsins í dag? Og lánalínur til verðbréfa-lottó-fíkla, sem ekki eru greiðslufærir fyrir bankaræningja-lánuðum kostnaði? Á almenningur í Evrópu að borga, þegar kemur að skuldadögunum? Og með hverju á að borga hreinræktaða bankabrellu-bóluskuld?
Á langavitleysa bankaræningjanna að fá frið í þetta sinn líka? Hvar endar það? Á Hólmsheiði, eða á Tortólunum týndu og friðuðu?
Er eitthvað óeðlilegt að maður spyrji?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2013 kl. 13:06
Slitastjórn Glitnis er að lögsækja Jón Ásgeir og Lárus Weldin fv bankastjóra Glitnis. Þeirra mál fóru alla leið til USA.
En það er eru ekki margir að fá lán fyrir hlutabréfum. En þeir sem fá lán þá eru þeir með góð veð. T.d veðsetja húsnæðin sín og ef hlutabréfin falla þá missa þau húsnæðin sín. En bankinn tapar ekki neinu. Hann tekur bara húsið og selur það.
En það er gott að þú hefur svona miklar áhyggjur af hag bankana.
Varðandi útboð til hlutabréfa og menn voru að bjóða meira en þeir áttu fyrir.
Það var einfaldlega vegna þess að það var vitað að það væri umframeftirspurn fyrir hlutabréf í TM
Ef þú vildir kaupa fyrir 100þúsund þá bauðstu 200þúsund vegna þess að þú vissir að þetta mundi köttast um helming.
Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá skal ég svara þér.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 19.5.2013 kl. 15:54
Hvað hefur hafró, matvælastofnun, fiskistofa, landbúnaðar og sjáfarútvegsráðuneyti ásamt mörgu öðru með landbúnaðinn að gera?
"En ef þú heldur að með þessu mun auka atvinnuleysi þá veistu ekki hvernig hagkerfið virkar." Endilega útskýrðu fyrir mér hvernig það fjölgar störfum að leggja þau niður, mig langar mikið að vita hvernig það virkar?
Þar fyrir utan, Veist þú hvernig ríkið fær inn skatta(tekjur) fyrir atvinnuleysinu?
Brynjar Þór Guðmundsson, 20.5.2013 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.