Laugardagur, 4. maí 2013
Áhugavert
Það er mjög áhugavert að Framsóknarmenn vissu ekki hvað þeirra eigin kosningaloforð var í kosningabaráttunni. Það sýnir fyrst og fremst að Framsókn veit ekkert hvað þeir eru að gera.
Einnig mjög áhugavert:
"Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, bendir hins vegar á að ef þessir 300 milljarðar væru notaðir til að lækka skuldir ríkisins, en það skuldar um 1.500 milljarða, væri hægt að lækka árlegan vaxtakostnað ríkissjóðs um 13 milljarða. Áætlað er að ríkissjóður þurfi á þessu ári að borga 88 milljarða í vexti."
Væri ekki betra að spara okkur 13 milljarða á ári? Í stað þess að gefa fjármagnseigendum þennan pening?
Látum Framsón svara fyrir það.
hvells
![]() |
Báðir lofa skattaafslætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Facebook
Athugasemdir
Silfurskeiðungar auðstéttana ráða ekkert við þetta.
Það á eftir að koma í ljós að Jóhanna og Steingrímur stóðu sig bara vel, þrátt fyrir allt.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 11:52
Maður hefði haldið það.
Hörður (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 12:26
Las Haukur Kristinsson fréttina? Fráfarandi ríkisstjórn er að skilja eftir sig sviðna jörð og fjölda risastórra gjalddaga á risastórum lánum. Greyið þeir sem þurfa að taka til núna.
Geir Ágústsson, 4.5.2013 kl. 12:35
Jóhanna og Steingrímur stóðu sig hræðilega
það er alveg ljóst mál
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2013 kl. 12:57
Dekurbörn seðlaklíkunnar, sem sogið hafa pela innherjaviðskipta frá blautu barnsbeini eiga ekkert erindi í pólitík, nema í bananalýðveldi.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 13:02
í raun á vægi pólítik að minnka
með því að minnka bóknið og minnka völd stjórnmálamanna
færa völdin til fólksins
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2013 kl. 13:23
Það er algjörlega ljóst að SJS og Jóhanna stóðu sig frábærlega.
Það varð hrun 2008. Gríðarlegur samdráttur í tekjum ríkis og jafnframt höfðu aðrie svo sem sveitarfélög og einkaaðilar skuldsett sig gríðarlega.
Nú, þeim SJS og Jóhönnu tókst með fádæma einbeitni og dugnaði að bjarga þjóðarskútunni af strandstað og koma á réttan kjöl.
Það hefur alltaf verið ljóst að það tæki ekkert við einhver Paradís eða 2007. Þung skuldarbyrði opinberra aðola og einkaaðila á næstu árum hefur verið vitað alveg frá 2009.
Það að þessi staðreynd komst ekki að fyrir kosningarnar, og virðist koma Sjöllum og alveg sérstaklega Framsóknarmönnum, á óvart núna - þýðir að það væri best að endurtaka kosningarnar. Kosningarnar voru augljóslega ekki byggðar á raunveruleikanum eða skynsemis stöðumati. Sjallar og sérstaklega framsóknarmenn eyðilögðu kosningarnar og komu í veg fyrir eðlilegar lýðræðislegar umræður um staðreyndir og raunveruleika.
Guðmundur Stingríms margbenti samt á hvernig staðan væri. Og talaði útfrá því um - hvernig í ósköpunum menn ætluðu að auka útgjöld og lækka skatta í slíku ástandi. þetta væri ekki kosningar loforðaflaums og vitleysu. Enginn hlustaði. Ekki nokkur. Svo koma allir uppá íslenska lagið af fjöllum núna.
Það verður bara að endurtaka þessar kosningar. Kjósa uppá nýtt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.5.2013 kl. 13:27
Ps. Annar möguleiki væri, að prófa að athuga hvort þau SJS og Jóhanna fáist til að halda um stjórnartaumana í einhver ár í viðbót. Það væri hægt prófa að biðja þau um það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.5.2013 kl. 13:28
Rétt til upprifjunar fyrir ÓBK.
Önnur ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Í henni sátu ráðherrar frá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni.
Ráðherrar stjórnarinnar voru:
Forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu:Geir H. Haarde (D)
Félagsmála- og tryggingamálaráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir (S)
Fjármálaráðherra: Árni M. Mathiesen (D)
Dóms- og kirkjumálaráðherra: Björn Bjarnason (D)
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra : Einar Kristinn Guðfinnsson (D)
Utanríkisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)
Heilbrigðisráðherra: Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
Umhverfisráðherra: Þórunn Sveinbjarnardóttir (S)
Samgönguráðherra: Kristján Möller (S)
Iðnaðarráð- og samstarfsráðherra Norðurlanda: Össur Skarphéðinsson (S)
Viðskiptaráðherra: Björgvin G. Sigurðsson (S)
Menntamálaráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)
Benedikt V. Warén, 4.5.2013 kl. 14:06
Rétt að hnykkja á setu í ríkisstjórn Íslands árin 2007 - 2009 .
Félagsmála- og tryggingamálaráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir (S)
Utanríkisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)
Umhverfisráðherra: Þórunn Sveinbjarnardóttir (S)
Samgönguráðherra: Kristján Möller (S)
Iðnaðarráð- og samstarfsráðherra Norðurlanda: Össur Skarphéðinsson (S)
Viðskiptaráðherra: Björgvin G. Sigurðsson (S)
Benedikt V. Warén, 4.5.2013 kl. 14:09
Mér finnst mikilvægt að ríkisstjórn Jóhönnu og STeingríms njóti sannmælis.
Margt var gert gott, og margt slæmt.
Vill hnykkja á því að þeir sem eru að hatast yfir skattahækkunum. Þá var AGS sjóðurinn með efnahagsstjórnina til ársins 2011. Hatist við þá , ekki stjórnina.
Muna, alltaf hafa staðreyndir á hreinu og tala svo út frá þeim.
Yfir og út.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2013 kl. 14:22
Það er alveg vitað og viðurkennt af öllum, að hrunið var tilkomið strax 2007. Frá sirkar 1995 - 2007 þá var hrunið búið til. Hrunið er sköpunarverk Framsjalla. Þetta er óumdeilt í raun.
Það að SF hafi verið í stjórn í nokkra mánuði breytir engu - nema að sennilegast urðu aðgerðir í hruninu skynsamlegri vegna veru þeirra. Í þessa nokkra mánuði var SF algjört aukaatriði varðandi efnahagsmál. Sjallar höfðu öll þau mál á sinni könnu og héldu öllu leyndu út af fyrir sig.
Nú, burtséð frá því, það eru að verða 5 ár liðin, og ef SJS og Jóhanna fást ekki til að stýra áfram - þá er bara einn kostur í stöðunni. DAS.
Það væri langskynsamlegast. En þá þyrfti að ná Sjöllum niður á ákveðið skynsemis og raunsæisplan. Það gæti orðið erfitt. Vissulega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.5.2013 kl. 14:31
Davíð Oddson
Alfreð Þorsteinsson
Svavar Gestsson
Ertu ekki að grínast Ómar?
Benedikt V. Warén, 4.5.2013 kl. 14:43
@Ómar
Það er rétt að drögin að hruninu eru lögð á árunum 2003-2007 en stór hluti af hrunkostnaðinum kemur til eftir að SF kemst í stjórn.
T.d. þá jókst peningamagn í umferð um ca. 74% frá maí 2007 til október 2008, þ.e.a.s. þann tíma sem SF var með bankamálin á sinni könnu.
Það minnkar á engan hátt ábyrgð frammara og sjalla á hruninu, en að SF sé að afneita sinni ábyrgð á því hvernig fór sýnir bara að flokkurinn hefur djúpstæða fyrirlitningu á þeim skyldum sem hann tekur að sér.
Seiken (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 14:54
Það er alvitað og samþykkt að þetta ,,bankamálaraðuneyti" var valdalaust djók sem var haldið utan við allt og hafði ekki aðgang að einu né neinu enda nýstofnað og verkfæralaust og allslaust.
Bankamál voru 100% á ábyrgð: 1. Seðlabanka. 2. Fjármálaráðuneytisins. 3. Forsætisráðuneytisins.
Þetta vita allir nema pólitískir vitleysingar og/eða propagangasmiðir og spunameistarar Framsjalla.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.5.2013 kl. 15:20
Við eigum Rannsóknarskýrslu Alþingis. Frábær og vel gerð lesning.
Hægt er að komast í botn við hrunsmálin.
Ómar er ekki langt frá sannleikanum, ef ekki spot on.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2013 kl. 15:34
Ómar Bjarki. Pólitískir strútstaktar þínir eru aðdáunarverðir. Hvað um viðskiptaráðuneytið? Ertu að gefa það í skyn að það hafi bara verið upp á punt? Var það bara pólitískur bitlingur upp í Björgvin G? Eða var hann svo grænn, að hann vissi ekki hvað var að gerast í hrun(a)dansi S & SF?
Benedikt V. Warén, 4.5.2013 kl. 15:39
Rannsóknarskýrsla Alþingis. Einmitt!
Rannsóknarskýrsla hvað, spyrja sjallabjánarnir. Hafa aldrei heyrt hennar getið. Annars er Ómar Bjarki með þetta hárrétt og orðar það einnig þannig, að ætti að vera öllum skiljanlegt. Er annars búinn að segja þetta aftur og aftur, trekk í trekk. En sjallarnir hvá bara og bulla út og suður. Vantar "neurotransmitters" í kollinn á þessum sauðum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 15:55
Hvells gengur ílla að ákveða sig hvað það er nákvæmlega sem hann er ósáttur við hjá framsókn.
Það er dagamunur á því, hvort tillögurnar eru óframkvæmanlegar skýjaborgir, eða þá að það á að nota árangurinn í eitthvað annað en heimilin.
Eina sem Hvells er ákveðinn í, er að vera á móti Framsókn, sama hvað þeir gera.
Gamla fjórflokka hjólfara skotgrafarpólitíkin, að vera alltaf á móti öllu sem hitt liðið gerir og segir.
No metter what!
Sigurður (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 15:58
...matter what.
Sigurður (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 15:58
Haukur. Ert þú í sama strútagarðinum og Ómar Bjarki?
Benedikt V. Warén, 4.5.2013 kl. 17:04
Hvernig var með færslu Björgvins G, um að allt væri í þessu fína haustið 2008, færslu sem hann sjálfur jarðaði í kyrrþey eftir guðspjallaþulu Geirs Haarde þann 6. október 2008.
Benedikt V. Warén, 4.5.2013 kl. 17:08
http://www.dv.is/sandkorn/2009/9/30/oheppni-bjorgvins-g/
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi bankamálaráðherra, var svo óheppinn að með stofnun vefseturs opnaðist annars harðlæst heimasíðan hans. Þar kennir ýmissa grasa og má þar finna frásögn af því þegar Björgvin í júlí 2008, þremur mánuðum fyrir hrun, hundskammaði útlendinga fyrir hrakspár:
„Aðstoðarforstjóri Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði. Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslenskum bönkum,“ bloggaði Björgvin og vísaði til heilbrigðisvottorðs Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.
Benedikt V. Warén, 4.5.2013 kl. 17:36
Björgvin vissi ekki neitt.
Hann vildi kalla sig Neytendaráðherra. Var enginn insider í bankamálum.
Neytendaverðlaunin
http://www.dv.is/frettir/2008/5/14/dr-gunni-faer-neytendaverdlaun/
Þetta er það sem Björgvin var að bralla meðan allt var að hrynja. Arfleið hans.
Verðlaunin voru nota bene bara veitt einu sinni svo ekkert meira. Átti að vera árlegt en næsti ráðherra nennti ekki að standa í þessu rugli.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2013 kl. 17:51
Já þið eruð svona sáttir við rannsóknarskýrslu Alþingis. Ég get verið sammála því.
En er það þá ekki sama rannsóknarskýrsla og í var ályktað að draga bæri tvo Samfylkingarráðherra fyrir Landsdóm vegna vanrækslu í starfi?
Seiken (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 20:22
já mikið rétt
það var ósanngjarnt að bara einn var blóraböggull
en hann var samt skipstjórinn í brúnni
en að sjálfsögðu áttu xs ráðherrar að vera þarna líka
við erum ekki samfylkkingamenn seiken ef þú heldur það
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2013 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.