Samhengið

Menn verða að líta á samhengið þegar fólk tekur svona stórar ákvarðanir. Dimmisjón er fyrir nemendur sem voru að klára stóran áfanga í lífi sínu. Klárað menntaskólann og hafa setið yfir bókunum sínum í marga mánuði.

Vissulega eru alltaf fáir sem skemma fyrir mörgum. En þessi ákvörðun skólameistarans var ekki skynsamleg.

Dimmisjón tíðkast um allt land. Ég vinn niðrí miðbæ og hef séð menntaskólanemendur dressaða upp og skemmta sér niðrí bæ. Þetta gefur bænum fjörugan blæ og ferðamenn finnast þetta mjög skemmtilegt.

Menn verða að skoða samhengið.

Það má ekki hugsa þannig að áfengi er vont og þeir sem eru að drekka eru vondir og því bera að loka þessu öllu.

Slæm ákvörðun og hún bitnar helst á nemendunum sjálfum sem voru ekki of ölvaðir og eingöngu að fagna þessum mikilvæga áfanga.

 

hvells 


mbl.is Býsna stór hópur undir áhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skólamestarinn sagði reyndar að áfengi væri  bannað innan skólans. Það vita  nemendur. Dimmisjónin er á vegum skólans. Sagt er að hópurinn sem var fullur hafi verið býsna stór, ekki bara einn og einn nemandi, ekki fáir nemendur.  Og ef einhver var að skemma fyrir einhverjum var það ekki skólameistarinn heldur nemendurnir sjálfir að skemma fyrir öðrum nemendum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.5.2013 kl. 12:12

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Dimmisjón á Akureyrir er ekkert frábruðgari en í RVK.

En þar eru ekki smákóngar að skemma fyrir ungu fólki sem hafa staðið sig vel og klárað sína skólagöngu.

Það voru örfáir nemendur með áfengi innandyra. Og það er sorgleg ákvörðun skólameistara að leyfa nokkrum nemendum að skemma fyrir öllum árganginum.

Það segir meira um skólameistarannn heldur en nemendurna.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2013 kl. 13:00

3 identicon

Auðvitað á fólk að hegða sér vel. líka þessir krakkar. Enn að blása þetta af? "Með áfengi undir hönum,undir áhrifum" Fólk má nú líka aðeins átta sig á einu hérna.. þetta eru EKKI börn. Lögræðisaldur er 18 ár á Íslandi og þessir krakkar eru jú væntanlega þá öll á tvítugsaldri ekki satt? Jú jú áfengiskaupa aldur er 20 ára.. Enn kom on, þetta eru ekki 15 ára krakkar sko!

ólafur (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband