Árni

Árni Páll er foringi og ég veit að hann mun rífa Samfylkinguna upp á þessu kjörtímabili. Jóhanna á sök á þessu fylgistapi ásamt VG (og villiköttunum) sem gerði kjörtímabilið ekki létt.

Árni mun blómstra í stjórnarandstöðu. Hann lofaði stöðugleika. Það verður það eina sem fólk mun þrá eftir eitt ár þegar Sigmundur hefur dælt 300 milljörðum í hagkerfið með tilheyrandi óðaverðbólgu, viðskiptahalla og gengisfalli. Ásamt því að kála ESB umsókninni.

Árni mun birtast Íslendingum sem sannur foringi sem boðar stöðugleika, ESB og alþjóðlega mynt.

Mín ráð til Samfylkingarinnar er að hætta að rífast og fylkja sér á bakvið Árna Pál og koma svo nautsterk inn á næsta kjörtímabil. Reynslunni ríkari.

XS var ekki með stór kosningaloforð. Sem er gott til langs tíma. XB var með stór kosningaloforð sem er bara gott til skamms tíma 

hvells 


mbl.is Ólga eftir Íslandsmet í tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Samfylkingin var hræðileg í Ríkisstjórn, enda settu þau nú nýtt Evrópumet í fylgishruni og kosningaafhroði, samkvæmt upplýsingum frá EUROSTAT.

Ef Samfylkingin ætlar að halda áfram á sömu braut þ.e. að reyna að troða þjóðinni inn í ESB, tala um ónýta krónu og dásemdir Evrunnar  og þannig halda áframa að draga kjarkinn úr þjóðinni og níða niður allt sem íslenskt er.

Þá mun þessi verðskuldaða niðurlæging Samfylkingarinnar vissulega halda áfram. 

Gunnlaugur I., 4.5.2013 kl. 12:05

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnlaugur

Ertu staðnaður í þroska?

Ég hef lesið sama komment frá þér núna í fjögur ár.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2013 kl. 13:02

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samfylkingin fær hrós fyrir raunsæ kosningaloforð sem einkennast af stöðugleika í fjármálum ríkisins.

Lýðurinn hérna sem fær jú víst að kjósa var ekki að fíla það.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2013 kl. 14:28

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Góð vísa er aldrei of oft kveðinn !

Nei það er rétt hjá ykkur "lýðurinn hérna" eins og þíð segið með nokkrum hroka var ekki að fíla ESB trúboð Samfylkingarinnar .

Sama hvað þið reynið að mæra þetta trúboð þeirra !

Gunnlaugur I., 4.5.2013 kl. 20:29

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég svona hallast að ESB, þó ekki endanlega búinn að ákveða mig.

Að kalla efasemdamann TRÚBOÐA ESB er frekar full mikið í lagt.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2013 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband