Skotheld leið til að lækka verðtryggðu lánin

Rétt eins og skattahækkanir undanfarinna ára hafa hækkað vöruverð, vísitölur og verðtryggð lán myndu skattalækkanir leiða til lægra vöruverðs og lækkunar verðtryggðra lána.

Rétt eins og skattahækkanir undanfarinna ára hafa hækkað vöruverð, vísitölur og verðtryggð lán myndu skattalækkanir leiða til lægra vöruverðs og lækkunar verðtryggðra lána.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er ekki svona einfalt. Þó geti vissulega eitthvert orsakasamband þarna á milli - þá er það langt í frá að slíkt sé megin ástæða og að eitt triggeri annað og öfugt. Langt í frá.

Við erum í raun komnir að spurningunni stóru: Hvað orsakar verðbólgu? Og í íslenska samhenginu er ákaflega erfitt að svara þeirri spurningu í eitt skipti fyrir öll. Og sá sem gæti það væri sennilega frægur. þ.e. savarað þeirri spurningu: Afhverju er mikil verðbólga að meðaltali á Íslandi frá Lýðveldisstofnun.

Varðandi það per se að lækkun skatta myndi leiða til lækkunnar vísitölu - þá vitum við alveg í íslenska samhenginu að það er afar ólíklegt, allavega til lengri tíma litið þó hugsanlega geti slíkt gert tímabundið og þá talið í mánuðum.

Why? Vegna þess einfaldlega að lækkun skatta yrði þensluhvetjandi. Meiri eftirspurn eftir allskyns varningi = HÆKKUN vöruverðs. Þetta virkar svona til lengri tíma litið. Við vitum alveg af reynslunni hve afskaplega veikt og viðkvæmt íslenska örkerfið er fyrir þennslu og/eða þensluhvertjandi áhrifum. þegar slíkt byrjar, jafnvel afar sakleysislega - þá eftir ótrúlega stuttan tíma sé eins og allt sé komið á fleygiferð og no way að hafa hemil á þennslunni. Og jafnvel enginn vilji einu sinni reyna það - fyrr en blaðran springur eða eitthvað þaðan af verra gerist svo sem Hrun.

Það ætti samt að vera hægt að læra um verðbólgu í íslensku samhengi af árangri núverandi stjórnvalda. Verðbólga er ótrúlega lág í samhengi hamfaranna í hruninu og eftirköstunum. Jú jú, vissulega eru gjaldeyrishöft og eftir er að leysa stórt vandamál á bak við gjaldeyrishöftin.

En samt sem áður, samt sem áður er stór lærdómur sem liggur þarna. Óþægilegur og óvinsæll - en ákveðin staðreynd: Öguð stjórn á ríkisfjármálum og efnahagsmálum öllum. Það var það nefnilega. Ákaflega öguð stjórn á Ríkisfjármálum og það sérstaka var að Jafnræðisprinsipp voru í fyrirrúmi. Niðurstaðan: Fádæma árangur í stjórn ríkisfjármála og efnahagsmála almennt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.4.2013 kl. 01:54

2 identicon

Stöðug og traust efnahagsstjórn.

Svo má gleyma að krónan er ekki að hjálpa. Ég er fylgjandi stöðugum gjaldmiðli.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 10:42

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ómar

það getur enginn eytt þínum peningum á betri hátt en þú sjálfur.

Ekki rétt?

Sleggjan og Hvellurinn, 1.5.2013 kl. 04:25

4 identicon

Búið að reyna þetta t.d. með lækkun matarskattsins.

Frjáls álagning, brenglað verðskyn íslenskra neytenda og viðstöðuleysi gangvart hækkunum þýðir að lækkun vöruskatta/gjalda skilar sér takmarkað í lægri vísitölu.

Framsóknarleiðin er skást til að auka kaupmátt almennings og til að undirbúa óhjákvæmilegt gengissig (og aðlögun að ERM II fyrir þá sem það vilja).

Jón G (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband