ESB er á góðri siglingu

Nú er andstaðan að minnka í Noregi. Ástæðan er augljós. Vandamálin á Evrusvæðinu eru ekki lengur í brennidepli og löndin virðast ætla að ná sér uppúr öldudalnum þó að margt þarf að bæta.

Allar spár NEI sinna um að Grikkland yfirgefi evruna hefur reynst rangar. Þar af leiðandi hefur trúverðugleiki NEI sinna borið gríðarlega álitshnekki. Það er ekki mark takandi á þessum mönnum lengur.

hvells


mbl.is 20,2% fylgjandi aðild en 69,5% á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ný könnun, sem gerð var í sex stærstu ríkjum Evrópusambandsins og Guardian segir frá, sýnir vaxandi efasemdir fólks um samstarfið innan þess og að traust til ESB meðal almennings í þessum löndum hefur ekki verið minna. Guardian segir þessa könnun vekja upp grundvallarspurningar um lýðræðislegt lögmæti (democratic legitimacy) Evrópusambandsins. Þau sex lönd, sem könnunin nær til eru Þýzkaland, Frakkland, Bretland, Ítalía, Spánn og Pólland. Tölurnar koma frá Eurobarometer, sem er könnunarstofnun ESB en hafa verið greindar af hugveitu sem nefnist European Council on Foreign Relations. Í þeim ríkjum, sem könnunin nær til búa um 350 milljónir af þeim 500 milljónum, sem búa í aðildarríkjum ESB.

Í maí 2007 sögðust 23% Spánverja ekki treysta ESB sem stofnun. Í nóvember á síðasta ári var þessi tala á Spáni komin í 72%.

Í maí 2007 sögðust 49% Breta ekki treysta ESB sem stofnun. Í nóvember 2012 var þessi tala komin í 69%.

Í maí 2007 kváðust 36% Þjóðverja ekki treysta ESB sem stofnun. Þessi tala var komin í 59% í nóvember 2012.

Í maí 2007 sögðust 41% Frakka ekki treysta ESB sem stofnun. Þessi tala var komin í 56% í nóvember 2012.

Í maí 2007 sögðust 28% Ítala ekki treysta ESB sem stofnun. Þessi tala var komin í 53% í nóvember 2012.

Í maí 2007 sögðust 18% Pólverja ekki treysta ESB sem stofnun. Þessi tala var komin í 42% í nóvember 2012.

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB sagði í fyrradag, þriðjudag að Evrópudraumnum væri ógnað af upprisu „pópúlisma“ og þjóðernisstefnu í öllum aðildarríkjum ESB.

Hagsmuna hverra ætli Barroso sé að verja???  Alla vega ekki hagsmuna almennings.  Hann eins og aðrir sósíalistar í Evrópu, hvort heldur á Íslandi eða á meginlandinu, eru ekki með hagsmuni almennings í huga.  En þannig er ESB, það eru einhverjir óútskýrðir hagsmunir og tilgangur með þessu sambandi.  Það sést best á því að fjöldi atvinnulausra, fátækra og ég tala nú ekki um þann fjölda sem ekki á húsaskjól, þá er ég að tala um í löndum ESB, að þessi staðreynd snertir ekki við búrókrötunum í Brussel, þeim virðist alveg sama, bara að bankarnir og fjármálaelítan fái sitt.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.4.2013 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband